Síða 1 af 1

Hvaða lakki mæla menn með á rörastuðara?

Posted: 31.júl 2012, 21:09
frá Hfsd037
Sælir, er nú að fara að taka stuðarana í gegn hjá mér og vantar lakk og grunn til þess.
hvar hafa menn verið að kaupa svart lakk í þetta og hvernig lakk?
þetta verður nátturulega að þola nudd í snjó og annað.
og svona eitt í leiðinni, hvar hafa menn verið að versla sér mottur inn í kanta?

Re: Hvaða lakki mæla menn með á rörastuðara?

Posted: 31.júl 2012, 22:32
frá Startarinn
Ég færi í tveggja þátta Hempalin frá Hempels (Flugger selur þetta í dag), jafnvel með tveggja þátta grunni undir, ég er að rúlla jeppann minn í áföngum, með hempalin, eftir því sem ég hef tíma til að sandblása skemmdir.
Mér varð á að reka handlegginn í blautt lakk við þetta og það var ennþá málning á hárum eftir tvo mánuði, það herti mína sannfæringu talsvert um ágæti lakksins, en það er svakalega sterk lykt af lakkinu þegar það er blautt svo það er ekki gott að mála því í litlu lokuðu rými

Re: Hvaða lakki mæla menn með á rörastuðara?

Posted: 01.aug 2012, 00:52
frá jonogm
Ég mæli með því að pólýhúða rörastuðara og kastaragrindur.

Re: Hvaða lakki mæla menn með á rörastuðara?

Posted: 01.aug 2012, 01:13
frá magnum62
Þetta fer nú allt eftir því hvað þú vilt hafa þetta flott og dýrt. Þetta eru flottar ábendingar hjá þeim hér á undan mér, en ef þú vilt fara sem ódýrast út úr þessu þá mæli ég með gamlu góðu Hammerite málningunni. Svo getur þú náttúrulega þilfarslakk/skipalakk. :)

Re: Hvaða lakki mæla menn með á rörastuðara?

Posted: 01.aug 2012, 13:52
frá Hfsd037
Takk fyrir strákar.

Ég ætla í tveggja þátta Hempalin frá flugger, fæ það á góðum díl hjá þeim þannig ég tek það bara

Re: Hvaða lakki mæla menn með á rörastuðara?

Posted: 05.aug 2012, 22:23
frá Hfsd037
Startarinn wrote:Ég færi í tveggja þátta Hempalin frá Hempels (Flugger selur þetta í dag), jafnvel með tveggja þátta grunni undir, ég er að rúlla jeppann minn í áföngum, með hempalin, eftir því sem ég hef tíma til að sandblása skemmdir.
Mér varð á að reka handlegginn í blautt lakk við þetta og það var ennþá málning á hárum eftir tvo mánuði, það herti mína sannfæringu talsvert um ágæti lakksins, en það er svakalega sterk lykt af lakkinu þegar það er blautt svo það er ekki gott að mála því í litlu lokuðu rými



Ég tók tveggja þátta grunn hjá þeim líka og grunnaði afturstuðarann úti í garði með honum í gærkvöldi
ég varð fárveikur eftir að hafað verið í kringum grunninn í sirka 20 mín, þetta er baneitrað efni og ég nota svona tveggja þátta efni ekki aftur nema með kolagrímu og góð gleraugu, maður er fljótur að aðlagast stækjuni sem kemur undan þessu og ég hætti þegar ég var farinn að svima, sem betur fer var maður úti að þessu segi ég nú bara

Re: Hvaða lakki mæla menn með á rörastuðara?

Posted: 06.aug 2012, 01:24
frá hrappatappi
Hehe.... Kjelling :)

Re: Hvaða lakki mæla menn með á rörastuðara?

Posted: 06.aug 2012, 16:23
frá jongud
Hfsd037 wrote:...
og svona eitt í leiðinni, hvar hafa menn verið að versla sér mottur inn í kanta?


Ég keypti nú bara ódýrar tjalddýnur eins og verið er að selja á 900 kall stykkið. Svo sneið ég þetta til og límdi með límkítti inn í brettakanntana. Þetta hreyfðist ekki í fimm ár.