Síða 1 af 1

Hvar fæst besta kíttið til þess að líma kanta?

Posted: 25.júl 2012, 18:17
frá Hfsd037
með hverju mæla menn til þess að kítta brettakanta,
og einnig gott kítti til að móta fúguna?

Re: Hvar fæst besta kíttið til þess að líma kanta?

Posted: 25.júl 2012, 18:25
frá Kalli
Wurth límkítti.

Re: Hvar fæst besta kíttið til þess að líma kanta?

Posted: 25.júl 2012, 18:34
frá Sævar Örn
Ég hef notað Soudaflex frá Húsasmiðjunni mér finnst það þægilegast það er svo auðveld að fá það til að renna slétt

Re: Hvar fæst besta kíttið til þess að líma kanta?

Posted: 25.júl 2012, 19:26
frá stebbiþ
Sikaflex FC-15

Re: Hvar fæst besta kíttið til þess að líma kanta?

Posted: 25.júl 2012, 20:04
frá ellisnorra
stebbiþ wrote:Sikaflex FC-15


Sikaflex er ekki til sem FC-15 heldur er það 11 FC og svo 15 LM. Ég er ekki hundrað prósent klár á muninum en ég HELD að 11 sé meira lím og 15 hafi síðan meiri teyju.

Saudaflex sem húsasmiðjan er að selja heitir svo 40 FC sem er límkítti og ég hef notað mjög mikið, meðal annars í kantavinnu á mínum bíl og hefur haldist algjörlega 100% eins og ég vildi hafa það í upphafi. Kantarnir hjá mér eru eingöngu límdir.

Re: Hvar fæst besta kíttið til þess að líma kanta?

Posted: 25.júl 2012, 20:16
frá stebbiþ
Ok, það var FC11. Það er best að mínu mati.

Re: Hvar fæst besta kíttið til þess að líma kanta?

Posted: 26.júl 2012, 14:25
frá Hjörvar Orri
Rýrnar samt ekki fc11 og missir alla viðloðun ef sólin skín á það?

Re: Hvar fæst besta kíttið til þess að líma kanta?

Posted: 26.júl 2012, 14:55
frá Tómas Þröstur
Besta "kíttið" er gamli gúmmílöperinn sem Bílasmiðurinn seldi en ég held að sé ekki lengur til hjá þeim vegna ónægar eftirspurnar skildist mér í hittifyrra. Kíttun er leiðinda vesen sérstaklega eftir á þegar eitthvað þarf að hreyfa við bretti eða kanti við viðhald - þá er brettakanturinn pikkfastur á og erfit og tímafrekt að ná honum af og tímafrek hreinsivinna á eftir við að ná lími af bretti og kanti. Bara vesen. Einfaldast að hafa þetta upp á gamla mátan - boltað á með lausum gúmmíkant.

Re: Hvar fæst besta kíttið til þess að líma kanta?

Posted: 26.júl 2012, 19:22
frá jonogm
Tómas Þröstur wrote:Besta "kíttið" er gamli gúmmílöperinn sem Bílasmiðurinn seldi en ég held að sé ekki lengur til hjá þeim vegna ónægar eftirspurnar skildist mér í hittifyrra. Kíttun er leiðinda vesen sérstaklega eftir á þegar eitthvað þarf að hreyfa við bretti eða kanti við viðhald - þá er brettakanturinn pikkfastur á og erfit og tímafrekt að ná honum af og tímafrek hreinsivinna á eftir við að ná lími af bretti og kanti. Bara vesen. Einfaldast að hafa þetta upp á gamla mátan - boltað á með lausum gúmmíkant.


Þegar laus gúmmíkantur er notaður geta óhreinindi komist á milli hans og brettisins sem nuddast með tímanum í lakkið og endar með ryði.
Svo er annað að þegar menn eru að líma kanta á þá hættir þeim til að nota alltof mikið af límkítti. Það er betra að kantur losni af bretti við högg heldur en að brettið fari í klessu.

Re: Hvar fæst besta kíttið til þess að líma kanta?

Posted: 28.júl 2012, 22:26
frá ssjo
Er með svartan bíl og kíttaða kanta með svörtu Wurth límkítti. Kíttið hefur algjörlega haldið sér í fjögur ár en bara svona ef menn eru að spá í lúkkið þá er það farið að grána aðeins og upplitast og kannski gerist það óháð tegund.