Síða 1 af 1

Slysagildra við Þingvelli

Posted: 24.júl 2012, 11:12
frá Tómas Þröstur
Nýlega hefur verið sett upp einhverskonar "hraðahindrun" vestan við hliðið inn í Þingvöll fyrir ofan brekkuna sem er á móts við þjónustumiðstöðina. Hraðahindrunin er skilti og upphækkuð stétt inni á miðjum vegi og er búið að breikka annan hluta vegarins sem þarf að sveigja inn á til að forðast skiltið. Sveigjan á veginum er stutt og þröng. Fyrir þá sem ekki vita af hraðhindrunni þá er veruleg hætta í hálku að missa stjórn á bílnum og t.d. í framhaldi af því að skella á stórum bautasteini sem stendur við hliðið.

Re: Slysagildra við Þingvelli

Posted: 24.júl 2012, 11:15
frá -Hjalti-
Þetta er alveg stórfurðulegt allt saman.

Image

Re: Slysagildra við Þingvelli

Posted: 24.júl 2012, 11:55
frá Guðjón Sm
Stundum er maður alveg orðlaus yfir hönnunarkunnáttu þessara manna.

Re: Slysagildra við Þingvelli

Posted: 24.júl 2012, 13:10
frá DABBI SIG
Fyrir utan það að samkvæmt gatnamerkinginunum að þá er bannað að keyra framhjá skiltinu. Það er heil lína beggja vegna þannig þú verður að dúndra niður skiltið! Hver ætlar að bjóða sig fram með sverann rörastuðara?

Re: Slysagildra við Þingvelli

Posted: 24.júl 2012, 13:27
frá arni87
Það á að vera búiða að breyta línunum, en nú er spurning um að stirkja kastaragrindina, áður en bíllinn fer aftur á ferðina hjá manni.

http://www.visir.is/merkid-sett-til-ad- ... 2120729602

Re: Slysagildra við Þingvelli

Posted: 24.júl 2012, 16:14
frá Arsaell
Það munaði hársbreidd að ég hafði straujað þetta allt niður um daginn, þurfti að sveigja frá þessu með familuna og fellihýsi í eftirdragi eftir að hafa litið í eina sekúndu uppí Botnsúlu hlíðar, vildi til að ég var á lítilli ferð, maður býst bara einhvern veginn ekki við skilti á miðjum vegi. Skil þessa framkvæmd ekki alveg alveg pottþétt að einhver á eftir að klára það sem ég slapp frá.

Re: Slysagildra við Þingvelli

Posted: 24.júl 2012, 17:16
frá Ofsi
http://www.facebook.com/?&error_code=10#!/Vegagerdin

Ég lenti í svipuðu dæmi og þú Ársæll.

Re: Slysagildra við Þingvelli

Posted: 24.júl 2012, 17:42
frá -Hjalti-
Það mun eitthver taka sveig til vinstri til að forðast skiltið og keyra í veg fyrir aðvífandi umferð á móti ,

Image

mynd tekin á leið útúr þjóðgarðinum.

Image

Re: Slysagildra við Þingvelli

Posted: 24.júl 2012, 18:04
frá nobrks
Mér þótti nú falda rörahliðið við vestanverðan innganginn næg hraðahindrun.

Re: Slysagildra við Þingvelli

Posted: 24.júl 2012, 18:44
frá kjartanbj
Þessi fásinna er við báða enda þjóðgarðsins, og það sem er verra er, það eru ekki einu sinni ljós í þessu, , væri allt annað mál ef það væru ljósastaurar og ljós í skiltinu sem myndi vara mann við þessu í kolniðar myrkri og snjóbyljum og öllum þessum veðrum sem geta hamlað skyggni fyrir mann, Svo kemur maður að þessu, í litlu skyggni birtist þetta allt í einu fyrir framan mann, þá er annað hvort að keyra þetta skilti niður eða straua útaf og lenda mögulega í alvarlegu slysi

Re: Slysagildra við Þingvelli

Posted: 24.júl 2012, 20:04
frá ellisnorra
Það er svona skilti í minni heimasveit og ég fer nánast alltaf yfir á hina akgreinina ef það er ekki að koma bíll á móti, það er bara lygnari sjór að sigla. Ég virði samt 50 km hámarkshraða undantekningarlaust á umræddum stað.

Re: Slysagildra við Þingvelli

Posted: 24.júl 2012, 20:26
frá Polarbear
hver ætlar að fórna sér í að keyra þetta niður? :)

Re: Slysagildra við Þingvelli

Posted: 24.júl 2012, 20:35
frá Krúsi
Polarbear wrote:hver ætlar að fórna sér í að keyra þetta niður? :)



"LIKE"

kv.
Markús

(ps. samt ekki ég.....)

Re: Slysagildra við Þingvelli

Posted: 24.júl 2012, 20:39
frá Big Red
Mættum túristum þarna síðustu helgi. Þeir keyrðu næstum frammaná okkur við það að reyna að forðast skiltið og keyrðu yfir á öfugan vegarhelming, semsagt í veg fyrir okkur. Hefði getað orðið stórslys og við með 4 ára dóttir okkar með í för . Það var bara viðbragð mannsins míns að þakka að ekki fór verr. Enn við vorum vel sjokkeruð eftir þetta, því "túristinn" var á góðri ferð. Konan hans kom grátandi útúr bílnum í móðursýkiskasti og skemmtilegheit.

Þetta er stórhættulegt

Re: Slysagildra við Þingvelli

Posted: 24.júl 2012, 20:57
frá Hagalín
Hvernig haldið þið að þetta verði í vetur?
Ekki gott þori ég að veðja.

Re: Slysagildra við Þingvelli

Posted: 24.júl 2012, 21:02
frá cameldýr
Ég er ekki viss um að þessi 50km og 70km skilti séu lögleg eins og þau eru uppsett.

í reglugerðum á vef vegagerðarinar á segir:
http://www.vegagerdin.is/SthbThjon.nsf/ ... enFrameset

Merki skulu vera í þessari röð á stólpum:
A. Viðvörunarmerki
B. Bannmerki
C. Boðmerki
Viðvörunarmerkin skulu vera efst, því næst bannmerkin og þá boðmerkin.
Ekki skal setja upplýsinga- og/eða þjónustumerki með A, B eða C merkjum.

skiltin með 50 og 70km eru b merki þannig að mega þau þá nokkuð vera á þessum þjóðgarðsmerkingum?
http://www.vegagerdin.is/umferd-og-faerd/umferdarmerki/

Svo held ég að letrið sé of lítið eða vitlaust hlutfall, skyldi vera endurkast á þeim?
http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/We ... 2/289-1995

Annars er mér sama meðan ég lendi ekki á þessu.

Re: Slysagildra við Þingvelli

Posted: 25.júl 2012, 12:58
frá Tómas Þröstur
Vegagerðin er hætt við og ætlar að taka þessi ósköp niður samkv. fréttum.

Það eru frekar skrýtnar fréttir sem hafa borist undanfarið frá þjóðgarðinum á Þingvöllum. Klósettgjald - mismunun á gjaldtöku á dvöl í þjóðgarðinum sem kemur niður á túristaköfurum - vörubílum bannað að aka um þjóðgarðinn en rútum ekki - hættuleg hraðahindrun - hvað næst ?

Re: Slysagildra við Þingvelli

Posted: 25.júl 2012, 18:03
frá btg
Þetta verður tekið niður og fræst í veginn í staðinn -> http://www.vegagerdin.is/upplysingar-og ... ir/nr/2969

Re: Slysagildra við Þingvelli

Posted: 26.júl 2012, 00:29
frá btg
Loksins viðurkenna þeir mistök í einhverju, þá þarf bara að fara að ræða Suðurlandsveginn....aftur...

http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTV8A309AEA-549B-49EF-AA73-ED8B121F5A99

Re: Slysagildra við Þingvelli

Posted: 26.júl 2012, 21:39
frá Oskar K
þá er það sannað !!! tuð á netinu virkar !!!