Síða 1 af 1

Hækka upp Fleetwood Cheyenne fellihýsi

Posted: 23.júl 2012, 14:10
frá AgnarBen
góðan daginn

ég ætla mér að lyfta fjöðrunum á 2005 Cheyenne fellihýsi ofan á hásinguna en sé að plattarnir á milli fjaðrana og hásingarrörsins eru soðnir á rörið. Er eitthvað sem mælir á móti því að snúa bara hásingunni þannig að plattarnir snúi upp í stað niður ? Er ekki einhver hér sem hefur framkvæmt þetta ?

Einhver laug því að mér að það yrði að losa þessa platta og sjóða þá aftur ofan á hásinguna en ég sé ekki ekki af hverju, sé ekki betur en að rörið sé alveg beint ! ......

Re: Hækka upp Fleetwood Cheyenne fellihýsi

Posted: 23.júl 2012, 17:27
frá birgthor
Stundum eru rörin boginn niður á við og gert ráð fyrir að þau réttist við þyngsl.

Re: Hækka upp Fleetwood Cheyenne fellihýsi

Posted: 23.júl 2012, 20:38
frá ellisnorra
Smelltu réttskeið á rörið og tékkaðu á því hvort það sé beint. Ef það er því sem næst beint snúðu þessu þá bara eins og þér hentar. Fylgstu bara vel með hvort dekkin misslitni framvegis.

Re: Hækka upp Fleetwood Cheyenne fellihýsi

Posted: 23.júl 2012, 22:19
frá elfar94
kunningi pabba er held ég með Cheyenne fellihýsi. hann hækkaði það upp á gamla mátann og sneri við á fjöðrum

Re: Hækka upp Fleetwood Cheyenne fellihýsi

Posted: 24.júl 2012, 00:14
frá AgnarBen
birgthor wrote:Stundum eru rörin boginn niður á við og gert ráð fyrir að þau réttist við þyngsl.


Já þetta er líkleg skýring, ég skelli réttskeiðinni á þetta og ath hvernig landið liggur.
Takk fyrir svörin.