góðan daginn
ég ætla mér að lyfta fjöðrunum á 2005 Cheyenne fellihýsi ofan á hásinguna en sé að plattarnir á milli fjaðrana og hásingarrörsins eru soðnir á rörið. Er eitthvað sem mælir á móti því að snúa bara hásingunni þannig að plattarnir snúi upp í stað niður ? Er ekki einhver hér sem hefur framkvæmt þetta ?
Einhver laug því að mér að það yrði að losa þessa platta og sjóða þá aftur ofan á hásinguna en ég sé ekki ekki af hverju, sé ekki betur en að rörið sé alveg beint ! ......
Hækka upp Fleetwood Cheyenne fellihýsi
Re: Hækka upp Fleetwood Cheyenne fellihýsi
Stundum eru rörin boginn niður á við og gert ráð fyrir að þau réttist við þyngsl.
Kveðja, Birgir
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Hækka upp Fleetwood Cheyenne fellihýsi
Smelltu réttskeið á rörið og tékkaðu á því hvort það sé beint. Ef það er því sem næst beint snúðu þessu þá bara eins og þér hentar. Fylgstu bara vel með hvort dekkin misslitni framvegis.
http://www.jeppafelgur.is/
-
- Innlegg: 445
- Skráður: 08.feb 2011, 13:58
- Fullt nafn: elfar þór helgason
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: kópavogur
Re: Hækka upp Fleetwood Cheyenne fellihýsi
kunningi pabba er held ég með Cheyenne fellihýsi. hann hækkaði það upp á gamla mátann og sneri við á fjöðrum
'90 hilux extra dc 2.4 turbo 44"
"If i can't crawl over it, i'll fly over it"
"If i can't crawl over it, i'll fly over it"
Re: Hækka upp Fleetwood Cheyenne fellihýsi
birgthor wrote:Stundum eru rörin boginn niður á við og gert ráð fyrir að þau réttist við þyngsl.
Já þetta er líkleg skýring, ég skelli réttskeiðinni á þetta og ath hvernig landið liggur.
Takk fyrir svörin.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur