Síða 1 af 1

Hitamælir á sjálfskiptingu

Posted: 22.júl 2012, 20:26
frá freyr44
Góðan daginn.
Mig langar að setja hitamæli á sjálfskiptinguna í landcruiser 90 sem ég á. Hvar fæ ég góðan mæli og fylgihluti?

Kv.Hilmar

Re: Hitamælir á sjálfskiptingu

Posted: 22.júl 2012, 21:05
frá Hagalín
Ég á til olíuhitamæli frá prosport með öllum fylgihlutum.
Ef þú hefur áhuga sendu þá PM.

Það er þessi hér
Image

Re: Hitamælir á sjálfskiptingu

Posted: 22.júl 2012, 22:28
frá Polarbear
mig langar að setja mæli á skiptinguna mína á 80 krúser... hvar á maður að koma hitanemanum fyrir? í pönnuni eða á einhverri leiðslu?

Re: Hitamælir á sjálfskiptingu

Posted: 22.júl 2012, 22:34
frá Dúddi
ég er með hitamæli á mínum land cruiser 80. Allavergna eftir 93 þegar þeir koma með yngri skiptingunni þá er hita ljós á skiptingunni. Sá nemi er á lögninni frá kæli. Þessvegna setti ég mælinn í pönnuna, tók tappan úr og boraði í gegnum hann í rennibekk, snittaði og skrúfaði neman í tappan. Þannig er 2x öryggi í þessu, annarsvegar mælirinn og svo ljósið á lögninni því ef kælarnir stíflast þá kemur það ekki fram á nemanum fyrir ljósið og þá er fínt að hafa í pönnunni líka. Kv Dúddi

Re: Hitamælir á sjálfskiptingu

Posted: 23.júl 2012, 00:10
frá Groddi
Færð fína mæla og nema í VDO