Síða 1 af 1

Hagstæðasti heimilisjeppin max 35"

Posted: 22.júl 2012, 19:47
frá juddi
Er að velta fyrir mér hvað sé hagstæðasti jeppin til að gera út 90% á götum borgarinnar td hvað varðar eyðslu væri fínt að fá reynslusögur af því eins og

Discovery
Pajero
Terrano
Patroll
ofl

Re: Hagstæðasti heimilisjeppin max 35"

Posted: 22.júl 2012, 20:01
frá muggur
Hvað ætlarðu að gera hin 10%?
Hvað viltu eyða miklum pening?
Stærð (þú einn og frúin eða familía og hundur)?
Hvað keyrir þú mikið?

Re: Hagstæðasti heimilisjeppin max 35"

Posted: 22.júl 2012, 20:02
frá muggur
Ps það er alltaf hægt að reikna sig niður á draumabílinn :-)

Re: Hagstæðasti heimilisjeppin max 35"

Posted: 22.júl 2012, 22:49
frá juddi
Þetta er aðalega hugsað fyrir inanbæjar snatt hjá konuni og stöku ferð útá land, annars er annar jeppi á heimilinu fyrir fjallabrölt svo þetta er ekki hugsað til stóraðgerða á fjöllum, má þess vegna vera orginal , en verð undir millu þarf ekki að vera 7 manna og enginn hundur, ef þetta snérist um draumajeppan þá væri ég ekki að spá í rekstrarkostnaði