Bárðargata


Höfundur þráðar
stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Bárðargata

Postfrá stebbiþ » 21.júl 2012, 21:06

Var að skoða skemmtilegar myndir af ferðalagi um Bárðargötu, sem hann Aggi vinur minn og spjallfélagi, er með á netinu. Þar talar Aggi um að loka eigi Bárðargötu og fleiri leiðum vestan Vatnajökuls. Hvernig fór þetta aftur hjá þessari stjórn VJÞ, drógu þau ekki í land með flestar lokanir. Ég trúi ekki að loka eigi Bárðargötu fyrir ökutækjum. Hvað með leiðina meðfram Langasjó?

Kv,
Stebbi Þ. (sem vill ekki fleiri túrista, ef þetta er fórnarkostaðurinn fyrir íslenska náttúruunnendur eins og mig)




Ofsi
Innlegg: 278
Skráður: 31.jan 2010, 22:32
Fullt nafn: Jón Garðar Snæland

Re: Bárðargata

Postfrá Ofsi » 22.júl 2012, 06:40

Bárðargötu frá Jökulheimum norður að Svarthöfða stendur ekki til að loka. Leiðinni var ekki heldur lokað með staðfestingu verndaráætlunar um Vjþ einsog mörgu öðrum leiðum.
http://www.vatnajokulsthjodgardur.is/me ... gisjor.jpg Samkvæmt þessu korti frá Vatnajökulsþjóðgarði er búið að loka leiðinni meðfram Langasjó.
Hvað varðar allar þær leiðir sem um var deilt innan þjóðgarðsins. Þá er ekki búið að opna eina einustu leið aftur samkvæmt kortum þjóðgarðsins. Vegakortin er það sem gildir hverju sinni um opnar eða lokaðar leiðir samkvæmt skilningi umhverfisráðherra.


Höfundur þráðar
stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: Bárðargata

Postfrá stebbiþ » 22.júl 2012, 14:10

Sæll Jón

Hvenær komast þessi slóðamál á hreint. Þú þekkir eflaust jafnvel og ég munin á kortum gefnum út af LMÍ og kortum Hans H. Hansen sem gefin eru út af Máli og Menningu. Sem kortaáhugamaður hef ég borið þetta mikið saman ásamt slóðum sem sýnir eru hjá Kortasjá LMÍ á netinu. Ótrúleg ósamræmi oft þar á milli. Þar til það kemur eitthvað opinbert kort sem sýnir löglega slóða, hlýtur maður að vera á löglegum slóða ef hann er inná kortasjá LMÍ. Þar er t.d. ennþá slóðinn meðfram Langasjó.
Konan mín er sérfræðingur hjá LMÍ og ekkert er að gerast í þessum málum, þ.e. með þetta heilaga opinbera slóðakort.

Kv, Stebbi Þ.


Ofsi
Innlegg: 278
Skráður: 31.jan 2010, 22:32
Fullt nafn: Jón Garðar Snæland

Re: Bárðargata

Postfrá Ofsi » 22.júl 2012, 19:40

Það er ekki rétt ályktað hjá þér að slóð sé lögleg, þó svo að hún sé á kortagrunni Landmælinga íslands. Slóðir á kortagrunnum hafa ekkert lagalegt gildi enn sem komið er, en vafalaust verða breytingar á því einhvertímann á næstu árum. Það er spurning um peninga og tíma. allt í pattstöðu varðandi slóðagrunn Umhverfisráðuneytisins. Hvað varðar slóðir í Vjþ. Þá átti auðvita að verið búið að breyta kortunum til samræmis við niðurstöðu samgöngunefndar um Vjþ og stórnar garðsins. Allt er þó óljóst um Vonarskarð og Vikrafellsleið. Ég held að grunnur f4x4 í Vjþ sé orðin nokkuð öruggur, enda lág ég lengi yfir honum til þess að hafa Svandísi og stórn þjóðgarðsins róleg :-Þ
Hvað varðar leiðir á Breiðbaksvæðinu, þá veit ég ekki alveg hvar það er í ferlinu. En sá hluti er tekinn fyrir sem stjálfstæð eining. Þó svo að niðurstöður þar fari svo að lokum fyrir stjórn þjóðgarðsins og ráðherra. kv JGS


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 20 gestir