Síða 1 af 1
Patrol séní
Posted: 20.júl 2012, 11:05
frá petal
Sælir spjallarar !
Bráðvantar að komast í samband við einhvern sem er laginn við að gera við Patrol.
kveðja Pétur 8236154
Re: Patrol séní
Posted: 20.júl 2012, 11:23
frá Polarbear
það væri sterkur leikur að gefa aðeins meiri upplýsingar. boddí? vél? kassar? hásingar? ryðbætingar? hvaða árgerð o.s.frv. mun vænlegra til árangurs. jafnvel lýsa biluninni aðeins. hvar ertu á landinu t.d.?
Re: Patrol séní
Posted: 20.júl 2012, 14:07
frá petal
Já það er auðvita alveg rétt. Er í Reykjavík og nú vantar mig e-h sem getur kíkt á framhásingu ( ef til vill þarf aðeins að skipta um pakkdós).
Kveðja Pétur 8236154
Re: Patrol séní
Posted: 20.júl 2012, 16:07
frá juddi
Piniondós eða með öxli útihjól ?
Re: Patrol séní
Posted: 20.júl 2012, 21:50
frá petal
Það mundi vera pinion dós. Pétur
Re: Patrol séní
Posted: 22.júl 2012, 07:35
frá Oskar K
skaftið ùr, flangsinn af, pakkdòs ùr, pakkdòs ì, flangs á, drifskaft ì
Re: Patrol séní
Posted: 22.júl 2012, 10:13
frá Polarbear
sammála óskari. þetta er massaeinföld aðgerð ef legan er á annað borð í lagi.
Re: Patrol séní
Posted: 22.júl 2012, 12:57
frá petal
Hljómar einfalt!
Málið er að það er talsvert hægt að jugga skaftinu til bæði fram og aftur og dálítið upp og niður.Þess vegna hélt ég að mögulega væri legan farin eða í besta falli að losnað hafi upp á flangsinum.
Það sem hindrar mig í að athuga þetta betur sjálfur er að ég er lítilega slasaður og á þessvegna erfitt með að gera meira í þessu sjálfur.
Þakka góð ráð.
Kveðja Pétur.