Síða 1 af 2

Illfæri vegaþráðurinn. Fyrir hálendisfara í sumar

Posted: 19.júl 2012, 20:25
frá Hfsd037
http://mbl.is/frettir/innlent/2012/07/1 ... ttabretti/

Það væri nú ekki verra ef einhverjir hérna sem hafa ferðast mikið um hálendið í sumar myndu nenna að tilkynna mjög slæma vegakafla hingað inn svo menn lendi ekki í eitthverri vitleysu þarna uppfrá.

Re: Eins og geysistórt þvottabretti

Posted: 19.júl 2012, 21:08
frá kjartanbj
hálendið er svona að stóru leyti, þar sem mikil umferð er að minnsta kosti, dómadalur og hrauneyjaleiðin upp í landmannalaugar var hræðileg þegar ég fór þangað síðustu helgi, vill ekki ímynda mér hvernig það hefði verið hefði ég ekki verið á 44" vel úrhleyptum, hefði hrisst allt í sundur hjá mér

Re: Eins og geysistórt þvottabretti

Posted: 20.júl 2012, 07:44
frá ivar
Ég veit síðan ekki hvort mér finnst það gott eða vont að ástandi sé svona. Er lítið hrifinn af því að eindrifsrútur, yarisar og sprinterar séu þarna út um allt, fastir, bilaðir og fyrst og fremst fyrir :)
Mér finnst alveg umhugsunarefni hvernig "við" (þjóðin) ætlum að skipuleggja aukinn ferðamannastraum. Það þarf að vanda mjög til verka og ekki er hægt að láta það fara vel saman að vera með ósnortna, vilta náttúru sem gaman er að ferðast um með smá fyrirhöfn og svo gott aðgengi fyrir alla, skipulag og vegakerfi sem þolir þúsundir manna á dag.

Sjáið bara landmannalaugar á þessum tíma. Koma örugglega milli 500-1000manns á hverjum degi. Hvað ætli það fari margir í kringluna á sama tíma?

Legg til að lagðir verði uppbyggðir malarvegir út um allt svo þýskir túristar á unimogum með sinn eigin mat geti keyrt hér um án vandræða. Við græðum öll á því.

Ívar

Re: Eins og geysistórt þvottabretti

Posted: 20.júl 2012, 12:48
frá bragig
Ég fór yfir kjöl fyrir nokkrum vikum í blíðskapar veðri, og það var alveg hryllingur. Vegurinn var eins og stórt þvottabretti nema á örfáum köflum. Keyrði á 30-40 alla leiðina á 35" úrhleyptum í 14 pund. Svo var maður að mæta nýjum bílaleigu krúserum á 70 með tilheyrandi grjótkasti og látum, getur ekki farið vel með bílana né veginn.

Re: Eins og geysistórt þvottabretti

Posted: 21.júl 2012, 15:34
frá btg
Ég fór Kaldadal í gær, þvílíkt þvottabretti og viðbjóður.

Re: Eins og geysistórt þvottabretti

Posted: 21.júl 2012, 17:37
frá muggur
btg wrote:Ég fór Kaldadal í gær, þvílíkt þvottabretti og viðbjóður.


Fór Kaldadal fyrir 10 dögum, fannst hún eins og Ártúnsbrekkan mv Þórsmerkurveginn (frá malbiki að Gigjökli) sem ég fór í gær.

Re: Eins og geysistórt þvottabretti

Posted: 21.júl 2012, 18:59
frá Hagalín
Fyrir viku fór ég Landveginn úr Þjórsárdal og suðurúr. Ég hef aldrey ekið jafn slæmann malarveg. Ekki voru þvottabrettin það versta heldur grjót nibburnar sem standa uppúr voru alveg að gera mig geðveikann.....

Re: Eins og geysistórt þvottabretti

Posted: 22.júl 2012, 00:28
frá btg
Eitt sem ég velti fyrir mér varðandi þetta er skaðabótaábyrgð á hendur Vegagerðinni. Hvað eiga bíleigendur að þola og taka á sig mikið?

Ég kom Kaldadal í nótt og ætlaði aftur í morgun en þá kom í ljós ónýt hjólalega eftir rúnt þar fram og tilbaka, var samt í skoðun í síðustu viku hjá Frumherja sem hristi allt fram og tilbaka og ekkert athugavert við þetta.

Ástæðan fyrir því að ég velti þessu upp er vegna þess að muggur nefnir Ártúnsbrekkuna. Einu sinni sem oftar var ég að aka hana þegar hnullungur kemur fljúgandi undan fólksbíl og lendir framarlega á húddinu hjá mér og skoppar svo yfir bílinn og ég veit ekki meira hvað varð um hann en tók niður númerið á bílnum og stoppaði á N1 og hringdi á lögregluna til að fá þetta skráð og bætt. Lok sögunar eru þau að steinninn var skráður munaðarlaus, enginn eigandi fannst og ég sat uppi með hnefaþykkt far fremst á húddinu.

Re: Eins og geysistórt þvottabretti

Posted: 22.júl 2012, 01:08
frá Izan
Sælir

Hleypa meira úr strákar, það hlífir stýrisgangnum, hjólalegum og farþegum. Það þarf kannski að keyra aðeins hægar en hverjum liggur á?
Kv Jón Garðar

Re: Eins og geysistórt þvottabretti

Posted: 22.júl 2012, 01:36
frá btg
Sælir,

ég hleypti vel úr við Uxarhryggi. Er á #33X17X12,5 .. og lækkaði um 8 pund... þegar ég sá fram á að allt væri að hristast í sundur, þá var bara að fara hraðar yfir..... eða dóla þetta á engum hraða 10km+/- ...

Re: Illfæri vegaþráðurinn. Fyrir hálendisfara í sumar

Posted: 22.júl 2012, 02:29
frá -Hjalti-
Mann þurfa bara að læra að lækka loftþrýstingin í hjólbörðunum sínum , þá eru engir vegir svo slæmir

Re: Illfæri vegaþráðurinn. Fyrir hálendisfara í sumar

Posted: 22.júl 2012, 22:24
frá Brjótur
Hleypa vel úr nóg til af lofti til að pumpa í aftur, þetta eru jú ,,,hálendisvegir... og við viljum þá ekki malbikaða og uppbyggða takk, eins og mér heyrist vera ýjað að hérna, og flýta sér hægt ;) furðulegt þetta samt með túristana á fullri ferð? ég hef akkúrat aðra sögu af þeim þeir aka mjög rólega og víkja rosavel og tímanlega þegar þeir sjá mig koma á móti :)

kveðja Helgi

Re: Illfæri vegaþráðurinn. Fyrir hálendisfara í sumar

Posted: 22.júl 2012, 23:43
frá Kiddi
Fyrst Helgi kemur inná þetta með að víkja vel og tímanlega... þá er það einmitt mín reynsla að það eru helst íslensku jepparnir á stóru dekkjunum sem víkja illa og slá gott sem ekkert af.

Kurteisi kostar ekkert og það tekur lygilega skamman tíma að stoppa út í kant, með tvö hjól útaf veginum.
Ekkert grjótkast, ekkert fát, það er engum sem bregður óþarflega við að mæta blöðrujeppa á góðri siglingu og síðast en ekki síst, engin óþarfa hjólför við hliðina á veginum.

En mikið er það skemmtilegt að fylgjast með því (svona í gegnum netið) þegar menn virðast vera að kynnast íslenskum hálendisvegum í fyrsta sinn. Einhvern veginn man ég ekki eftir þeim öðruvísi en einmitt svona, hvert einasta sumar?

Re: Illfæri vegaþráðurinn. Fyrir hálendisfara í sumar

Posted: 23.júl 2012, 00:06
frá btg
jú jú, um að gera að hleypa sem mest úr og fara í þetta í lóló, senda bílinn yfir og fara í berjamó á meðan (;->

Við hljótum að geta ætlast til þess að Vegagerðin haldi fjölförnum vegum í góðu standi eða hvað? Að Uxahryggir og Kaldidalur sé t.d. bara heflaður að vori og ekkert meira... það er ekki þjónusta við vegfarendur, það er þjónustuskerðing.

Re: Illfæri vegaþráðurinn. Fyrir hálendisfara í sumar

Posted: 23.júl 2012, 00:09
frá Kiddi
Ja, annað hvort hleypa menn úr og fara yfir á sæmilegum hraða eða hleypa ekki úr og fara hægt, svo skemmir auðvitað ekki fyrir ef bíllinn er þeim eiginleikum gæddur að geta fjaðrað sæmilega eins og nýlegar Toyotur til að mynda.

Re: Illfæri vegaþráðurinn. Fyrir hálendisfara í sumar

Posted: 23.júl 2012, 00:12
frá -Hjalti-
Kiddi wrote:Fyrst Helgi kemur inná þetta með að víkja vel og tímanlega... þá er það einmitt mín reynsla að það eru helst íslensku jepparnir á stóru dekkjunum sem víkja illa og slá gott sem ekkert af.

Kurteisi kostar ekkert og það tekur lygilega skamman tíma að stoppa út í kant, með tvö hjól útaf veginum.
Ekkert grjótkast, ekkert fát, það er engum sem bregður óþarflega við að mæta blöðrujeppa á góðri siglingu og síðast en ekki síst, engin óþarfa hjólför við hliðina á veginum.

En mikið er það skemmtilegt að fylgjast með því (svona í gegnum netið) þegar menn virðast vera að kynnast íslenskum hálendisvegum í fyrsta sinn. Einhvern veginn man ég ekki eftir þeim öðruvísi en einmitt svona, hvert einasta sumar?


Fyrst þú kemur inná þetta með að mæta blöðrudekkja jeppa. Get bara ekki verið sammála þér að þeir víkji eitthvað síður en aðrir. Lentum í því nánast undantekningarlaust þarsíðustu helgi á fjallabaki að óbreyttir jeppar aka bara áfram frammhjá fínum og góðum útskotum og ætlast til þess að stóri blöðrudekkja jeppinn stoppi og fari með annað dekkið út fyrir slóðan.

Re: Illfæri vegaþráðurinn. Fyrir hálendisfara í sumar

Posted: 23.júl 2012, 00:14
frá btg
Leiðin sem ég fór og hitti einn á F578 sem hafði misst undan afturdekk þar sem allir felguboltarnir gáfu sig:

Arnarvatnsvegur (F578) 36,71 km - Fjallvegur og keyrður sem slíkur, steinar hér og þar uppúr. Það mættu vera betri merkingar við Helluvað.
Arnarvatnsvegur (578) 8,09 km - Fínn, eitthvað af þvottabretti en annars fínn
Hvítársíðuvegur (523) 3,81 km - Fínn, eitthvað af þvottabretti en annars fínn
Kaldadalsvegur (550) 62,68 km - Handónýtur!
Þingvallavegur (36) 34,37 km - Fínn
Biskupstungnabraut (35) 8,51 km - Fínn
Hringvegur (1) 1,78 km - Fínn
Vegleið alls 155,95 km

Re: Illfæri vegaþráðurinn. Fyrir hálendisfara í sumar

Posted: 23.júl 2012, 00:35
frá Izan
Sælir.

Það kemur orðið æ oftar fyrir að ég sé sammála Helga Brjót, af hverju fariði ekki bara á Akureyri um Hvalfjarðargöng ef þið viljið keyra á spegilsléttum vegi. Hvað hefðu útlendingar að sækja hingað ef vegirinir væru allir eins hvort sem er hálendisvegir eða hringvegir? Og að lokum, hvernig geta menn ætlast til þess að vegagerðin hamist og djöflist á hálendisleiðum allt sumarið á meðan við eigum ekki einusinni malbikaðann hring um landið?

Kv Jón Garðar

Re: Illfæri vegaþráðurinn. Fyrir hálendisfara í sumar

Posted: 23.júl 2012, 00:41
frá Kiddi
-Hjalti- wrote:
Kiddi wrote:Fyrst Helgi kemur inná þetta með að víkja vel og tímanlega... þá er það einmitt mín reynsla að það eru helst íslensku jepparnir á stóru dekkjunum sem víkja illa og slá gott sem ekkert af.

Kurteisi kostar ekkert og það tekur lygilega skamman tíma að stoppa út í kant, með tvö hjól útaf veginum.
Ekkert grjótkast, ekkert fát, það er engum sem bregður óþarflega við að mæta blöðrujeppa á góðri siglingu og síðast en ekki síst, engin óþarfa hjólför við hliðina á veginum.

En mikið er það skemmtilegt að fylgjast með því (svona í gegnum netið) þegar menn virðast vera að kynnast íslenskum hálendisvegum í fyrsta sinn. Einhvern veginn man ég ekki eftir þeim öðruvísi en einmitt svona, hvert einasta sumar?


Fyrst þú kemur inná þetta með að mæta blöðrudekkja jeppa. Get bara ekki verið sammála þér að þeir víkji eitthvað síður en aðrir. Lentum í því nánast undantekningarlaust þarsíðustu helgi á fjallabaki að óbreyttir jeppar aka bara áfram frammhjá fínum og góðum útskotum og ætlast til þess að stóri blöðrudekkja jeppinn stoppi og fari með annað dekkið út fyrir slóðan.


Já það er auðvitað bölvaður dónaskapur líka... en þeir gera það sjaldnast á miklum hraða eins og stærri jepparnir eiga til að gera því miður. Ég hef sjálfsagt gert það nokkrum sinnum of oft en ég fór fyrst að átta mig á hvað þetta er óþægilegt fyrir hina þegar ég fór að aka um á óbreyttum bíl.

Re: Illfæri vegaþráðurinn. Fyrir hálendisfara í sumar

Posted: 23.júl 2012, 00:48
frá kjartanbj
Talandi um að hægja ekki á né víkja, var að keyra niður landvegin um síðustu helgi , rétt fyrir ofan Galtalæk, þegar ég mæti vikurflutningabíl, sá álfur hægði ekki einu sinni á sér, né vék af miðjum veginum, ég varð að gjöra svo vel að keyra útaf til þess að lenda ekki á honum, bíllinn hjá mér er frekar breiður á 44" og var ekki séns að ég gæti mætt honum svona þegar hann var á miðjum veginum

var bara heppni að það var ekkert til þess að keyra á eða lenda á fyrir utan vegin þarna

Re: Illfæri vegaþráðurinn. Fyrir hálendisfara í sumar

Posted: 23.júl 2012, 00:54
frá btg
Izan wrote:Sælir.

Það kemur orðið æ oftar fyrir að ég sé sammála Helga Brjót, af hverju fariði ekki bara á Akureyri um Hvalfjarðargöng ef þið viljið keyra á spegilsléttum vegi. Hvað hefðu útlendingar að sækja hingað ef vegirinir væru allir eins hvort sem er hálendisvegir eða hringvegir? Og að lokum, hvernig geta menn ætlast til þess að vegagerðin hamist og djöflist á hálendisleiðum allt sumarið á meðan við eigum ekki einusinni malbikaðann hring um landið?

Kv Jón Garðar


Auðvitað vantar að klára að malbika hringveginn, og sérstaklega fella allar þessar einbreiðu brýr áður en menn fara að byggja fleiri göng.

En núverandi gatnakerfi þarf að viðhalda, það er bara svoleiðis.

Re: Illfæri vegaþráðurinn. Fyrir hálendisfara í sumar

Posted: 23.júl 2012, 08:25
frá Tómas Þröstur
Ég fór Kaldadal frá Þingvöllum upp að Þórisjökli síðustu tvær helgar og vegurinn er bara fínn. Get ekki séða að vegurinn eigi að vera eittthvað öðruvísi ef hann á að teljast vera fjallvegur.

Re: Illfæri vegaþráðurinn. Fyrir hálendisfara í sumar

Posted: 23.júl 2012, 19:51
frá Stebbi
Kiddi wrote:
-Hjalti- wrote:
Kiddi wrote:Fyrst Helgi kemur inná þetta með að víkja vel og tímanlega... þá er það einmitt mín reynsla að það eru helst íslensku jepparnir á stóru dekkjunum sem víkja illa og slá gott sem ekkert af.

Kurteisi kostar ekkert og það tekur lygilega skamman tíma að stoppa út í kant, með tvö hjól útaf veginum.
Ekkert grjótkast, ekkert fát, það er engum sem bregður óþarflega við að mæta blöðrujeppa á góðri siglingu og síðast en ekki síst, engin óþarfa hjólför við hliðina á veginum.

En mikið er það skemmtilegt að fylgjast með því (svona í gegnum netið) þegar menn virðast vera að kynnast íslenskum hálendisvegum í fyrsta sinn. Einhvern veginn man ég ekki eftir þeim öðruvísi en einmitt svona, hvert einasta sumar?


Fyrst þú kemur inná þetta með að mæta blöðrudekkja jeppa. Get bara ekki verið sammála þér að þeir víkji eitthvað síður en aðrir. Lentum í því nánast undantekningarlaust þarsíðustu helgi á fjallabaki að óbreyttir jeppar aka bara áfram frammhjá fínum og góðum útskotum og ætlast til þess að stóri blöðrudekkja jeppinn stoppi og fari með annað dekkið út fyrir slóðan.


Já það er auðvitað bölvaður dónaskapur líka... en þeir gera það sjaldnast á miklum hraða eins og stærri jepparnir eiga til að gera því miður. Ég hef sjálfsagt gert það nokkrum sinnum of oft en ég fór fyrst að átta mig á hvað þetta er óþægilegt fyrir hina þegar ég fór að aka um á óbreyttum bíl.


Þetta er alveg jafnt á báða bóga, það eru klárlega fífl í báðum hópum. Ég hef oftar en ekki í pirringskasti hægt á mér og ekki gefið tommu af veginum fyrr en sá sem mætir mér gerir það líka, það er þá bara hans val að keyra á mig eða þruma útaf ef hann vill ekki slá af. Mæli ekki með þessu en stundum fær maður bara nóg af þessari vitleysu.

Re: Illfæri vegaþráðurinn. Fyrir hálendisfara í sumar

Posted: 23.júl 2012, 22:40
frá muggur
Er nú nýr í þessu sporti og þekki ekki hvað telst eðlileg hegðun á fjallvegum landsins. Var að keyra inn í mörk í síðustu viku og tvennt kom mér á óvart.

1. Þegar ég var rétt kominn af malbikinu og bíllinn að hristast í sundur á þvottabrettinu (var á svona 50) tekur fram úr mér heljarinnar Land Rover á 38 tommu og eys yfir mig grjóti. Hefði fundist hann hefði mátt slaka aðeins á og amk gefa stefnuljós eða jafnvel flauta á mig svo ég hefði getað helypt honum fram úr mér. Roverinn hvarf inn í reykjarmökk á nokkrum mínútum þannig að hann hefur allavega verið á 80 km hraða. Tek fram að örfáum sekundum seinna var ég kominn niður í 30 á mínum 33 tommu dekkjum.

2. Á bakaleiðinni er ég að fara yfir eina ánna og erlendir ferðamenn eru á hinum bakkanum greinilega að fylgjast með hvernig mér gengur. Á bakvið þá er svo trukkur frá Iceland Excursion og þegar ég er kominn svona bíllengd út í ánna þá tekur trukkurinn fram úr túristunum og mætir mér í ánni svo ég þurfti að beygja út af grynnstu leið og lenti í hyl þannig að vatn náði nærri upp á húdd. Það var svosem engin hætta en ég var þarna með fjölskylduna í bílnum (konu, 5 ára, 3 ára og tvo hunda) þannig að mér stóð ekki á sama.

En ég það ber að taka fram að flestir voru mjög kurteisir og einn blöðrujeppinn meira að segja beið til að sjá hvort ég hefði það ekki yfir Gígjökulsánna. Það fannst mér mjög virðingarvert.

Re: Illfæri vegaþráðurinn. Fyrir hálendisfara í sumar

Posted: 23.júl 2012, 22:58
frá stebbiþ
Hef sömuleiðis lent í frekju og æðibunugangi frá svona 46" ferðaþjónustubíl. Oft eru þetta strákpjakkar sem eru að sýna hvað þeir eru töff, með einhverjar útlenskar skvísur afturí. Það á að taka niður númerið og hringja í fyrirtækið og bera fram kvörtun vegna svona vitleysinga.

Kv, Stebbi Þ.

Re: Illfæri vegaþráðurinn. Fyrir hálendisfara í sumar

Posted: 24.júl 2012, 01:02
frá reyktour
muggur wrote:Er nú nýr í þessu sporti og þekki ekki hvað telst eðlileg hegðun á fjallvegum landsins. Var að keyra inn í mörk í síðustu viku og tvennt kom mér á óvart.

1. Þegar ég var rétt kominn af malbikinu og bíllinn að hristast í sundur á þvottabrettinu (var á svona 50) tekur fram úr mér heljarinnar Land Rover á 38 tommu og eys yfir mig grjóti. Hefði fundist hann hefði mátt slaka aðeins á og amk gefa stefnuljós eða jafnvel flauta á mig svo ég hefði getað helypt honum fram úr mér. Roverinn hvarf inn í reykjarmökk á nokkrum mínútum þannig að hann hefur allavega verið á 80 km hraða. Tek fram að örfáum sekundum seinna var ég kominn niður í 30 á mínum 33 tommu dekkjum.

2. Á bakaleiðinni er ég að fara yfir eina ánna og erlendir ferðamenn eru á hinum bakkanum greinilega að fylgjast með hvernig mér gengur. Á bakvið þá er svo trukkur frá Iceland Excursion og þegar ég er kominn svona bíllengd út í ánna þá tekur trukkurinn fram úr túristunum og mætir mér í ánni svo ég þurfti að beygja út af grynnstu leið og lenti í hyl þannig að vatn náði nærri upp á húdd. Það var svosem engin hætta en ég var þarna með fjölskylduna í bílnum (konu, 5 ára, 3 ára og tvo hunda) þannig að mér stóð ekki á sama.

En ég það ber að taka fram að flestir voru mjög kurteisir og einn blöðrujeppinn meira að segja beið til að sjá hvort ég hefði það ekki yfir Gígjökulsánna. Það fannst mér mjög virðingarvert.



Enda er líka alvöru fjöðrun í Land Rover.

Re: Illfæri vegaþráðurinn. Fyrir hálendisfara í sumar

Posted: 24.júl 2012, 21:51
frá Brjótur
Það keyrir auðvitað hver fyrir sig strákar en notabene dekkjastærðin skiftir öllu máli og þegar búið er að hleypa úr 46 tommu niður í 10 pund þá veit maður ekki af þvottabrettum eða holum og þar af leiðandi er eðlilegt að bílar á þessum dekkjum sem eru oftast ....túristabílar,,, eins og þið nefnið þá og virðist hneykslast voðalega á aki hraðar en bíll á 33 eða 35 tommu dekkjum, án þess þó að vera að keyra glannalega, en vissulega eru til í þeim bransa misjafnir sauðir eins og í öðrum business, en upp til hópa eru þetta mjög kurteisir menn og ljúfir, en við túristakeyrarar erum sammála um að íslenskir jeppamenn hafa tilhneigingu til að víkja ,,,,, ekki.... eða illa og seint og gefa í í smátímatil að halda okkur fyrir aftan. en sjá svo að það er ekki að gera sig, kanski út af dekkjastærð?
En ok þetta er ekkert mál það er pláss fyrir okkur alla þarna þó að við förum mishratt yfir á misstóru dekkjunum okkar.

kveðja Helgi

Re: Illfæri vegaþráðurinn. Fyrir hálendisfara í sumar

Posted: 24.júl 2012, 22:30
frá stebbiþ
Helgi, þó mér sé á móti skapi að alhæfa um túristajeppa/bílstjóra, þá hef ég nánast alltaf þurft að hægja á mér og víkja vel út í kant þegar ég hef mætt þeim. Ég hef verið með fjölskylduna í bílnum og ekki haft mikin áhuga á að fara í "chicken" við þá. Kannski hef ég bara verið óheppin í mínum ferðalögum, ég veit það ekki. Túristabílstjórar eru auðvitað í vinnunni og eru kannski litaðir af því. Mér finnst bara stundum eins og í þeirra augum séu allir bara fyrir þeim. Það skiptir auðvitað engu máli hvort menn komist hraðar yfir á 46" dekkjum, þegar tveir bílar mætast á þröngum fjallvegi, þá hægja báðir ferðina.

Kv, Stebbi Þ.

Re: Illfæri vegaþráðurinn. Fyrir hálendisfara í sumar

Posted: 24.júl 2012, 22:47
frá Polarbear
stebbi, ég er ekkert alltaf sammála Helga heldur :) en þú verður líka að átta þig á einu: Túristabíllinn er kanski búinn að hægja á sér um 50% eða úr 70 niður í 35 án þess að þú sjáir það almennilega.... hellingur fyrir hann, en fyrir þig sem hægir á þér úr 40 og niður í 20 (50% líka, til að gæta sammælis) sérðu kanski lítinn mun, eða ég held að þetta sé málið. Hann er að "mæta þér" á 35+20 frá þínum sjónarhóli séð.

svo taka þessir bílar bara meira pláss... þeir eru jú breiðari en litlu tíkurnar.

al verstu einstaklingar sem ég mæti á fjöllum eru útlendingar á bílaleigubílum, þeir víkja sama og ekkert, vita ekkert hvar bíllinn er á veginum og hafa enga tilfinningu fyrir því hvort þeir séu að keyra útaf eða ekki og eru iðullega á miðjuni og keyra langt um hraðar en þeir geta í raun.

svo má lengi rífast um það hvort túristakeyrararnir geti ekki bara samt verið meira tillitssamir og stoppað nær alveg og vikið vel útá og jafnvel útfyrir axlir.. stóru dekkin ættu allavega að gera það mögulegt :)

Re: Illfæri vegaþráðurinn. Fyrir hálendisfara í sumar

Posted: 24.júl 2012, 23:07
frá stebbiþ
Já, það getur vel verið að þessi útreikningur standist. Í þessi skipti hef ég verið á 38" Chevy Van og svo síðar á 39.5" Suburban, sem eru varla litlar tíkur. Suzuki Fox á 30" dekkjum hefur nákvæmlega sama umferðarrétt og 46" Econoline. Auðvitað eru aðstæður misjafnar og stundum hentar mun betur fyrir smájeppann að víkja.
Þetta eru mín lokaorð í þessari umræðu.

Kv, Stebbi

Re: Illfæri vegaþráðurinn. Fyrir hálendisfara í sumar

Posted: 25.júl 2012, 19:19
frá Brjótur
Stebbi þú ert bara óvenju óheppinn heyrist mér :) en ég get ekki talað alveg fyrir alla bílstjórana í túristagreininni en allflestir okkar allavega ég stoppa oftast og bíð afþví að eg á kanski betra með það en hinn bíllinn en það fer ógeðslega í taugarnar á mér sérstaklega á Dómadalsleið þar sem hún er niðurgrafinn og vont að víkja þegar íslenskir ökumenn keyra framhjá stað sem myndi henta til að mætast á og hrista svo bara hausinn þegar þeir komast ekki upp á grasið og horfa bara á stóra bílinn . og hugsa ,,, þú ert á stóru dekkjunum og verður að víkja :) og Lalli góður punktur hjá þér

kveðja Helgi

Re: Illfæri vegaþráðurinn. Fyrir hálendisfara í sumar

Posted: 25.júl 2012, 19:33
frá stebbiþ
Helgi, þú virðist vera alveg með á heilanum að þú sért með svo stóran bíl og allir aðrir á tíkum o.s.frv. Suburbaninn minn er nú nokkrum númerum stærri en Patrolinn þinn. Þau tilfelli sem ég hef lent í og orðið reiður yfir, eru þegar tveir (báðir stórir) mætast á sléttum köflum þar sem hægt er að aka greitt. Þar hefur mér fundist ég vera neyddur út í kant vegna æðibunugangs.
Þetta voru loka-lokaorð.

Kv, Stebbi Þ.

Re: Illfæri vegaþráðurinn. Fyrir hálendisfara í sumar

Posted: 25.júl 2012, 20:37
frá Brjótur
Stebbi fyrir hvað stendur þ? kanski þveri ? og þú virðist taka þetta alveg einstaklega til þín allir túristakeyrarar vondir við þig ooo:( legg til að þú lesir það sem ég og aðrir erum að skrifa ekki bara á milli linanna ok ?

kveðja Helgi

Re: Illfæri vegaþráðurinn. Fyrir hálendisfara í sumar

Posted: 25.júl 2012, 20:49
frá stebbiþ
Helgi minn, það ert þú sem virðist ekki ná því sem ég er að segja.
Jæja, nóg komið af þessari vitleysu.

Kv, Stebbi Þveri

Re: Illfæri vegaþráðurinn. Fyrir hálendisfara í sumar

Posted: 26.júl 2012, 15:26
frá Stjóni
Þráðurinn byrjaði á umræðu um holóttavegi á hálendinu, ég spyr bara til hvers að eiga jeppa ef hann þolir ekki nokkrar holur. Sumir ættu kannski að halda sig við spjallsíður þar sem spjallað og um bóntegundir og efni á innréttinguna.
En að hinu, þ.e.a.s. akstursmáta túristakeyrara þá vil ég segja að miðað við mína litlu reynslu af túristum þá vinnur maður sér ekki innpunkta hjá þeim með ofsaakstri. Mér hefur sýnst ad flestir túristar vilji öryggi og fagmennsku. Hvernig liði manni sjálfum með brjáluðum leigubílstjóra í Kualalumpur?

Re: Illfæri vegaþráðurinn. Fyrir hálendisfara í sumar

Posted: 26.júl 2012, 18:02
frá Brjótur
Big Like á Stjóna :)

Re: Illfæri vegaþráðurinn. Fyrir hálendisfara í sumar

Posted: 26.júl 2012, 21:12
frá Hfsd037
Stjóni wrote:Þráðurinn byrjaði á umræðu um holóttavegi á hálendinu, ég spyr bara til hvers að eiga jeppa ef hann þolir ekki nokkrar holur. Sumir ættu kannski að halda sig við spjallsíður þar sem spjallað og um bóntegundir og efni á innréttinguna.
En að hinu, þ.e.a.s. akstursmáta túristakeyrara þá vil ég segja að miðað við mína litlu reynslu af túristum þá vinnur maður sér ekki innpunkta hjá þeim með ofsaakstri. Mér hefur sýnst ad flestir túristar vilji öryggi og fagmennsku. Hvernig liði manni sjálfum með brjáluðum leigubílstjóra í Kualalumpur?



Ég byrjaði þennan þráð svo menn gætu verið vel upplýstir um stöðu á vegum á hálendinu og planað eftir því ferðir
þeas ef maður nennir ekki að þurfa að dóla á 10km hraða eina leið þá getur maður hinsvegar farið 50km með því að fara aðra leiðina og planað góðann dagstúr úr Reykjavík frá því :)

Re: Illfæri vegaþráðurinn. Fyrir hálendisfara í sumar

Posted: 26.júl 2012, 21:24
frá Stjóni
.

Re: Illfæri vegaþráðurinn. Fyrir hálendisfara í sumar

Posted: 26.júl 2012, 21:26
frá Hfsd037
Stjóni wrote:Hlynur Freyr ef þú ert að veiða píkur þá eru Sprengisandur eða Kaldidalur ekki besti staðurinn :)


Hvað veist þú um það ;) Sprengisandur er stúfullur af frönskum göngulufsum þessa dagana hehe

Re: Illfæri vegaþráðurinn. Fyrir hálendisfara í sumar

Posted: 26.júl 2012, 21:42
frá Stjóni
Hlynur Freyr, þú breyttir póstinum þínum svo minn meikar varla sens :(