vantar upplýsingar


Höfundur þráðar
halldorrj
Innlegg: 61
Skráður: 01.maí 2011, 21:58
Fullt nafn: Halldór Rúnar Júlíusson

vantar upplýsingar

Postfrá halldorrj » 15.júl 2012, 14:38

á meðfylgjandi mynd sjáiði þið "síu" á vaccum lögninni að wastegatei, getiði sagt mér hvort þetta sé einstefnu loki eða ?? prófaði að blása í hann í bílnum hjá mér og gat blásið á báða vegu,

kv. einn í bilanaleit :)

Image




olei
Innlegg: 816
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: vantar upplýsingar

Postfrá olei » 15.júl 2012, 17:02

Þetta lítur út eins og sía og er vafalítið sía.
Þegar þrýstingurinn í soggreininni fer upp í visst gildi þá yfirvinnur hann gorminn sem vinnur á móti membrunni og opnar fyrir spjaldloka sem hleypir afgasinu framhjá túrbínunni. Við það minnka afköstin á túrbínunni og þrýstingurinn frá henni hættir að vaxa. Við minna álag sigrar síðan gormurinn aftur og þá lokast spjaldið. ERGO; loft þarf að hafa greiða leið gegnum lögnina að membrunni í báðar áttir. Því er afar ólíklegt að þarna eigi að vera einstefnuloki af nokkru tagi.

Hvert er annars vandamálið sem þú ert að reyna að leysa?

*uppfært*
VIð nánari skoðun á myndinni virðist þessi sía ekki vera á lögnina að membrunni á túrbínunni heldur á einhverri tengilögn ásamt ýmsu fleira. Það virðist vera búið að setja stillanlegan boost controller í bílinn og útilokað að átta sig á tilgangi þessa kubbs, (sem lítur út eins og sía) án þess að vita í hvað allar lagnirnar tengjast.


Höfundur þráðar
halldorrj
Innlegg: 61
Skráður: 01.maí 2011, 21:58
Fullt nafn: Halldór Rúnar Júlíusson

Re: vantar upplýsingar

Postfrá halldorrj » 15.júl 2012, 18:11

í bílnum mínum, (sem er ekki bíllinn á myndinni) þá er þessi sía á vaccum slöngunni sem kemur á membruna á wastegateinu, bíllinn hjá mér missir allt afl á jöfnum snúning, þá er nóg að slá af í 1-2 sekúndur þá er hann eðlilegur aftur, hann gerir þetta reglulega á ferðinni.
það er ný hráolíu sía og loftflæðiskynjari,

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: vantar upplýsingar

Postfrá Startarinn » 15.júl 2012, 19:34

Það á ekki að vera neinn einstefnuloki að wastegate, það væri frekar slæmt ef það festist opið.....

Þetta hljómar frekar eins og hann missi olíu, er olíudæla á undan olíuverki?
Hvernig bíll er þetta?
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Höfundur þráðar
halldorrj
Innlegg: 61
Skráður: 01.maí 2011, 21:58
Fullt nafn: Halldór Rúnar Júlíusson

Re: vantar upplýsingar

Postfrá halldorrj » 15.júl 2012, 21:14

þetta er patrol 2000 árg 3.0L


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur