Síða 1 af 1

millikassar Toyota

Posted: 13.júl 2012, 01:49
frá Heiðar Brodda
sælir af því að þið eruð svo flinkir að leita á netinu (vantar þolinmæði) er ekki einhver síða um toyotur og millikassa sem maður getur skoðað t.d er með 4runner 87 og langaði að getað borið þá saman t.d. lágadrifið í 1980 árg af hilux eða 70 krúser kv Heiðar

Re: millikassar Toyota

Posted: 13.júl 2012, 02:04
frá Heiðar Brodda
http://www.4x4wire.com/toyota/faq/parts/ fann þetta sjálfur :) kv Heiðar

Re: millikassar Toyota

Posted: 13.júl 2012, 02:53
frá Heiðar Brodda
finn reyndar ekki síðu yfir lc 70 stutta bílinn 4cyl bensín/dísel eða hilux disel gaman væri líka að finna kína síðu sem selur kit í lágakassan hef enga trú á að bandaríkjamenn geri þetta sjálfir, fann reyndar síðu sem sagði að kittin í lágakassan kæmi beint frá japan sjálfum kv Heiðar

Re: millikassar Toyota

Posted: 13.júl 2012, 07:11
frá sukkaturbo
sæll prufaðu þetta http://www.marlincrawler.com/ kveðja guðni

Re: millikassar Toyota

Posted: 13.júl 2012, 11:40
frá Heiðar Brodda
sæll var búinn að skoða þessa síðu er með það sem mig vantar en hugmyndin var að finna millikassa sem er lægri en hilux kassinn sem er 2,28 og kassinn í lc 70 er lægri langaði að vita hlutföllin svo er spurning um að fá láa kassan úr rocky en passar það saman og til að svara afhverju ég er að spá í þessu þá langar mig að geta keyrt í t.d lógírnum og hákassanum til að fá fleiri möguleika í keyrslu kv Heiðar

Re: millikassar Toyota

Posted: 13.júl 2012, 20:31
frá Startarinn
Afhverju seturu ekki bara auka gírkassa?
Ég setti það í minn og er bara sáttur, ég er á 4,56 hlutföllum sem eru leiðinlega há fyrir 38", en ég set bara í 3ja á fremri kassanum ef þess þarf með, ég keyri vanalega á aftari kassanum með þann fremri í 4ða sem er beint í gegn

Re: millikassar Toyota

Posted: 13.júl 2012, 22:36
frá Heiðar Brodda
Hvað ertu búinn að vera með þennan búnað lengi get fengið gírkassa hélt að það væru svo mörg vandamál sem fylgdu,en hver þau eru veit ég ekkert um hehe
var búin að bíta þetta í mig kv Heiðar

Re: millikassar Toyota

Posted: 14.júl 2012, 02:13
frá Startarinn
Það eru að verða komin 3 ár, einhverstaðar á milli 10 og 20 þús km, þar af amk 2000km þar sem bíl + hlass/kerra eru yfir 3 tonn

Þar sem ég sleppti aftari pakkdósinni á fremri kassanum lenti ég í því óhappi að fremri kassinn tæmdi olíuna yfir á aftari kassann, ég fattaði það ekki fyrr en löngu eftir að fremri kassinn fór að syngja og ég tók mig til að skipta um hann, það er búið að finna lausn á því vandamáli, en það tók sennilega 6-12 mánuði áður en olían var komin yfir, allavega nokkur þús km.

Aftari kassinn er frekar þungur milli gíra þegar bíllinn er kaldur þó ég sé með 75W/90 olíu á þeim báðum, en ég er sáttur með þessa uppsetningu eftir að hafa fundið lausn á byrjunar örðugleikunum

Re: millikassar Toyota

Posted: 14.júl 2012, 07:19
frá sukkaturbo
Sælir Ástmar hver eru hlutföllin lægsta gír í öllum kössum og hvar kemur aftasta stöngin upp. Ég er að fara að breita Toyota extracab og það væri meiriháttar þægilegt ef þú getur sett inn nánari lýsingu og myndir af þessari samsetningu. Lýst vel á hana ég er með 5:70 hlutföll og disel 2,4 orginal vél kveðja guðni

Re: millikassar Toyota

Posted: 15.júl 2012, 00:34
frá Startarinn
Mig minnir að 1 gír sé 3,7:1 í báðum gírkössum (koma báðir úr V6 bensín bílum), svo er ég bara með orginal millikassan aftaná sem er að mig minnir 2,29:1 í lága drifinu.

Ég sneri gírstönginni við á aftari kassanum og rétti úr hlykknum á henni, fyrir mig er hún á mjög þægilegum stað á milli sætanna. Stöngin á fremri kassanum er millikassastöng soðin við neðri enda af gírkassastöng

Á V6 kassanum er inntaksöxullinn með nákvæmlega eins rillum og úttakið á 4cyl bensínbílunum, svo ég renndi til og sauð saman tengistykki milli gírkassa á millikassa annarsvegar úr 4cyl bensín og hinsvegar úr V6 bensín, svo voru smíðaðar plötur sem pössuðu sitthvoru megin á gírkassann, á aðra þeirra sauð ég 40mm flatjárn uppá rönd sem yrði tengihúsið á milli gírkassana og planaði svo bæði plötuna og flatjárnin, svo var kössunum stillt upp uppá endann með tengistykkið á öxlunum og báðar plötur skrúfaðar á sinn stað, kassarnir stilltir af og seinni platan soðin á flatjárnin, svo var hún plönuð líka.
Ég setti kassana svo saman með 1mm pakkningar á milli tengihússins og beggja kassa, ég sleppti pakkdósinni aftanúr fremri kassanum þar sem hún var fyrir tengistykkinu á milli öxlanna, ég varð líka að stytta inntaksöxulinn á aftari kassanum til að þetta gengi upp með því bili sem ég vildi hafa á milli kassanna

Allann tímann sem þessir kassar hafa verið í hefur bíllinn verið á 4,56 hlutföllum

Það má geta þess til gamans að ég var að koma áðan til Sauðárkróks frá Keflavík með kerru í eftirdragi, bíll og kerra saman 4.090kg og allt keyrt með fremri kassann í 3ja, þetta var ferð númer 2, fyrri ferðin var 4.130kg
Ég tel mig nú vera búinn að fullvissa mig um að þessi kassi er kappnógu sterkur til að þola þetta. Ég dró einusinni gamlan rússajeppa upp gamla vegin yfir Hólmaháls í 2-2 háa, en hærri gír réði bílinn ekki við

Ég finn ekki myndirnar sem ég hélt að ég hefði tekið fyrir löngu en ég skal reyna að redda myndum við tækifæri

Re: millikassar Toyota

Posted: 15.júl 2012, 10:17
frá sukkaturbo
Sæll takk fyrir þeta Ástmar ég var að hugsa um að nota tvo disel gírkassa sem ég á. Ætli þeir séu ekki nógu sterkir og kanski eitthvað lægri fyrsti gír í þeim?? kveðja guðni

Re: millikassar Toyota

Posted: 16.júl 2012, 01:08
frá Startarinn