loft í dekkjum


Höfundur þráðar
afc
Innlegg: 100
Skráður: 20.jún 2010, 11:47
Fullt nafn: Bjarni Pálmason
Bíltegund: Grand Cherokee

loft í dekkjum

Postfrá afc » 12.júl 2012, 20:44

Sælir

Er til einhver tafla með viðmið hversu mikið loft á að vera í dekkjum með tilliti til stærðar dekkjanna og svo skilirða.
Ef ekki væri þá hægt að smella inn þeim psi sem þið notið í dekkin ykkar miðað við stærð og skilirði :)


35" Trooper ´00

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: loft í dekkjum

Postfrá jeepson » 12.júl 2012, 20:59

Ég er að keyra núna með 28psi í dekkjunu á malbikinu. Er með patrol Y60 á 38" Ground Hawg bíllinn er samkvæmt hafnar vigt 2,2tonn. En á malarvegum hef ég verið að keyra með 16psi. Ég pufaði reyndar síðustu helgi að keyra með 11psi í dekkjunum á malarveg. Bíllinn var auðvitað mjög mjúkur.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Heiðar Brodda
Innlegg: 623
Skráður: 08.mar 2010, 19:59
Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
Bíltegund: 4Runner '87 38''
Staðsetning: Egilsstaðir

Re: loft í dekkjum

Postfrá Heiðar Brodda » 13.júl 2012, 01:46

sæll er með 4runner á 38'' og fer ekki yfir 22 er yfirleitt með 20 pund í dekkjunum kv Heiðar


Höfundur þráðar
afc
Innlegg: 100
Skráður: 20.jún 2010, 11:47
Fullt nafn: Bjarni Pálmason
Bíltegund: Grand Cherokee

Re: loft í dekkjum

Postfrá afc » 13.júl 2012, 10:42

Er það þá bara miðað við akstur á malbiki í innanbæjarakstri og langkeyrslu ?

Það hlítur að vera munur á lofti í 35 og 38 tommu er það ekki alveg öruggt

Ég er núna að keyra á 28psi sleppur það ekki ?
35" Trooper ´00


Johnboblem
Innlegg: 228
Skráður: 11.nóv 2010, 09:04
Fullt nafn: Stefán Þór Sigfússon
Bíltegund: Defender 130

Re: loft í dekkjum

Postfrá Johnboblem » 13.júl 2012, 11:05

Að minnka loft í dekkjum





Það tíðkast meðal jeppamanna að lækka loftþrýsting í dekkjum til að auka drifgetu þeirra. Það sem ávinnst er aukinn gripflötur dekkja við jörðu og þar með flothæfni. Því stærri sem dekkin eru þeim mun meira verður flot þeirra og grip við úrhleypingu.


Minnkun lofts í dekkjum er nauðsynleg við akstur í snjó en einnig mjög freistandi þegar ekið er á grófum malarvegum á sumrin. Við það verður aksturinn mýkri og þægilegari og farþegar njóta ferðarinnar betur. Þó ber að hafa í huga að engin dekk eru sérstaklega gerð fyrir lágan loftþrýsting. Því er nauðsynlegt að pumpa í dekkin aftur eins fljótt og auðið er þegar aka skal hratt á auðum vegi. Einnig skal forðast hvassa steina því þeir geta auðveldlega eyðilagt dekk. Á sumrin geta þær aðstæður komið upp að hleypa þurfi verulega miklu lofti úr dekkjum til að komast fyrir hindrun án þess að skemma undirlag.


Við akstur í snjó með lágum loftþrýstingi í dekkjunum þarf að gæta þess að þau hitni ekki. Reynslan er sú að þegar ekið er á mjög gljúpum snjó, sem krefst loftþrýstings allt niður í 3 pund til að drífa bílinn áfram, er ferðin vanalega svo lítil að snjórinn nær að kæla dekkið nægilega til að varna skemmdum. Ef snjórinn er harður eykst hraðagetan og hættan á dekkjaskemmdum. Því er nauðsynlegt að fylgjast ætíð vel með loftþrýstingi í dekkjunum.





Loftþrýstingur í dekkjum (pund á fertommu)



Með þennan loftþrýsting í dekkjum er ekki ráðlegt að aka hraðar en ca 40 km/klst og gæta þess að snjórinn sé nægjanlega laus til að þyrlast uppá dekkin og kæla þau.

Meðfylgjandi tafla er einungis til viðmiðunar og byggð á reynslu þeirra sem hafa ekið á dekkjum með lágan loftþrýsting við hinar ýmsu aðstæður.








Dekk sem ekið er með lágan loftþrýsting eru alfarið á ábyrgð notanda því enginn dekkjaframleiðandi samþykkir að hleypt sé úr dekkjum.

Þeir sem aka í snjó upp jökla og fjöll þurfa stöðugt að fylgjast með loftþrýstingi í dekkjum, m.a. vegna þess að aukin hæð yfir sjávarmáli hefur þau áhrif að þrýstingur í dekkjum eykst. Þetta hefur veruleg áhrif á drifgetu jeppans. Á sama hátt þarf að fylgjast með og bæta tímanlega lofti í dekkin þegar farið er niður aftur. Auk hæðar yfir sjávarmáli hafa hitastig, hæðir og lægðir áhrif á loftþrýsting í dekkjum.
Viðhengi
minnka.gif
minnka.gif (6.43 KiB) Viewed 8048 times

User avatar

Hansi
Innlegg: 300
Skráður: 01.feb 2010, 20:28
Fullt nafn: Hans Ragnar Þór
Bíltegund: Toyota LC 80

Re: loft í dekkjum

Postfrá Hansi » 13.júl 2012, 12:21

Ég var með 44" Patrol, ók honum yfirleitt á um 22- 23 psi á malbiki og svo milli 10-12psi á möl, þetta voru DC 44" hálslitin (Ný dekk eru harðari, stundum betra að hafa hafa aðeins minni þrýsting). Svo er bara minnkað eftir þörf í snjó :)
Er núna með 38" LC 90 á Ground hawk 38" töluvert slitin í köntum en minna í miðju, ég er með hann á malbiki á 30 psi og svo 12 psi á möl ( með lágum loftþrýsting slitna dekkinn meira í köntum).
Ef belgurinn á dekkjunum er að hitna mikið þá er loftþrýsingurinn of lítill miðað við aksturshraða. Ef dekk hitna mikið þá skemmast þau innannfrá, gott er að fylgjast vel með þessu.
Með 35" dekk er ég yfirleitt með um 27-28 psi innannbæjar og um 15-16 psi á möl.
Aðeins harðari dekk minni snertiflötur, minni eyðsla :) bíllinn aftur á móti harðari og tekur meira í sig ójöfnur.
En svona hef ég þetta.... er alls ekki segja neinum að gera það eins.
Hér ber hver ábyrgð á sjálfum sér :)
Mbk. Hans

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: loft í dekkjum

Postfrá jeepson » 13.júl 2012, 16:35

Hansi wrote: ( með lágum loftþrýsting slitna dekkinn meira í köntum)


Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að ég er farinn að keyra með 28psi á malbikinu, ég var altaf með 24psi á malbikinu. En ég gleymdi reyndar að taka það fra að í venjulegum akstri yfir vetrar tíman er ég bara með 20psi í dekkjunum. Hinsvegar er bróðir minn með patrol Y60 á 35" breyttann og er með 33" sumar skó undir honum og 10"breiðar felgurog hann er með 35psi í dekkjunum minnir mig semsagt í maliks akstri. Ég er með 12" eða 13" breiðar fyrir 38" GH dekkin mín og á 16" breiðar sem að ég ætla að prufa í vetur :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


btg
Innlegg: 124
Skráður: 06.feb 2010, 14:00
Fullt nafn: Bjarni Þór

Re: loft í dekkjum

Postfrá btg » 28.des 2012, 21:33

Er með 33" á 8,5 tommu breiðum 17" felgum undir pajero, hvaða loftþrýsting eru menn að nota á svoleiðs þá á vetrum, möl og malbiki?

Minnir að ég hafi fengið hann frá dekkjaverkstæðinu með 40psi í, og það var allt of hart, er með hann í 32psi núna og langar að hleypa úr en vil passa uppá endinguna á dekkjunum. Þau eru gefin upp fyrir 80psi :-) http://www.tirerack.com/tires/tires.jsp ... &tab=Specs

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: loft í dekkjum

Postfrá hobo » 28.des 2012, 23:57

Ég myndi hafa ca 30 pund alla jafna en svona um 20 pund á langvarandi möl.
En mestan áhuga hefði ég á því sem póststjóri spjallsins að þú myndir skrifa undir fullu nafni :)


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 44 gestir