Síða 1 af 1
GPS í fartölvuna !
Posted: 11.júl 2012, 21:32
frá actros
þessi spurning er örugglega búinn að koma milljón sinnum upp hérna á þessu spjalli, en þar sem ég er nýliði og fáfróður þá ætla ég að spurja
hvað þarf ég og hvernig er þetta grægjað til að ég geti verið með fartölvuna á plata inní bíl og notað sem gps
og borgar þig sig ? í stað þess að kaupa sér bara GPS tæki ???
Re: GPS í fartölvuna !
Posted: 11.júl 2012, 21:57
frá hobo
Héðan er hægt að downloada forritinu nRoute.
http://www.gpsinformation.org/penrod/nroute/nroute.htmlTengja GPS tækið við og þú getur byrjað að rata.
Re: GPS í fartölvuna !
Posted: 11.júl 2012, 23:05
frá jeepson
Veistu hvort að þetta virki á gps pung í fartölvu Hörður??
Re: GPS í fartölvuna !
Posted: 11.júl 2012, 23:24
frá hobo
Það er ég 99% viss um, en þú þarft alltaf kortagrunnin til að vinna með.
Re: GPS í fartölvuna !
Posted: 12.júl 2012, 07:41
frá actros
hobo wrote:Það er ég 99% viss um, en þú þarft alltaf kortagrunnin til að vinna með.
semsagt ég þarf tölvu og pung/gpstæki ?
Re: GPS í fartölvuna !
Posted: 12.júl 2012, 09:25
frá hobo
Ég er nú enginn gúrú, en tölvan þarf örugglega að vera með kortagrunninn sem fylgir t.d íslandskortunum frá garmin. Svo er hægt að nota GPS tæki eða GPS pung sem loftnet.
Re: GPS í fartölvuna !
Posted: 12.júl 2012, 22:21
frá khs
Þú þarft:
Fartölvu með nroute og íslandskorti
USB GPS pung
That's it !
Re: GPS í fartölvuna !
Posted: 13.júl 2012, 00:25
frá actros
khs wrote:Þú þarft:
Fartölvu með nroute og íslandskorti
USB GPS pung
That's it !
loksins eitthver sem talar mannamál hérna ... hvar fæ ég dótið og áætlaðu kostnaður á bak við þetta
Re: GPS í fartölvuna !
Posted: 13.júl 2012, 00:51
frá Izan
Sæll
Þú getur aldrei látið tölvu koma í staðin fyrir Gps tæki. Þú getur hinsvegar látið Gps tæki skila upplýsingum inn í tölvuna sem sýnir þér í þessu forriti, nRoute, hvar þú ert staddur. Þetta forrit er frá Garmin og kortið sem við notum langflestir er frá Garmin líka og kostar eitthvað um 20.000 kall hjá Garminbúðinni.
Þú þarft ekki merkilegt Gps tæki, en það þarf að hafa kennitölu, einskonar Ip tölu sem elstu tækin hafa ekki eins og 128 tækin. Nýjustu handtæki allavega frá Garmin hafa heldur ekki þennann möguleika t.d. Dakota og sambærileg tæki svo að þú þarft að vera viss um að kaupa tæki sem hentar.
Gps mús eins og hefur verið nefnd hér dugar fínt í þetta og er í raun fínt verkfæri með tölvunni en hefur þann ókost að ef tölvan klikkar hefurðu ekki Gps sem dugar þér. Ef Gps tækið sjálft bilar er í raun nákvæmlega sama hvað tækið heitir.
Það eru til aðrir möguleikar en það tekur því varla að tala um þá, þeir eru það mikið lakari (nú gæti einhver orðið reiður).
OziExplorer getur tengst Gps tæki en það er ekki vektorkort sem þýðir að ef þú súmmar að virkar það bara eins og stækkunargler, vegirnir stækka með ólíkt vektorkortunum.
Magellan er líka með einhverja útgáfu af Íslandskorti en ég hef ekki séð það eða fiktað í frekar en OziExp að neinu viti. Oziinn er það sem menn notuðu fyrst en það hurfu allir frá því þegar nRoute forritið kom með Garmin kortagrunninum. Með Garmin kortinu getur þú líka downlodað sprungukortinu af jöklum íslands sem er til á síðunni safetravel.is.
Kv Jón Garðar
Re: GPS í fartölvuna !
Posted: 13.júl 2012, 00:52
frá Izan
Sæll
Þú getur aldrei látið tölvu koma í staðin fyrir Gps tæki. Þú getur hinsvegar látið Gps tæki skila upplýsingum inn í tölvuna sem sýnir þér í þessu forriti, nRoute, hvar þú ert staddur. Þetta forrit er frá Garmin og kortið sem við notum langflestir er frá Garmin líka og kostar eitthvað um 20.000 kall hjá Garminbúðinni.
Þú þarft ekki merkilegt Gps tæki, en það þarf að hafa kennitölu, einskonar Ip tölu sem elstu tækin hafa ekki eins og 128 tækin. Nýjustu handtæki allavega frá Garmin hafa heldur ekki þennann möguleika t.d. Dakota og sambærileg tæki svo að þú þarft að vera viss um að kaupa tæki sem hentar.
Gps mús eins og hefur verið nefnd hér dugar fínt í þetta og er í raun fínt verkfæri með tölvunni en hefur þann ókost að ef tölvan klikkar hefurðu ekki Gps sem dugar þér. Ef Gps tækið sjálft bilar er í raun nákvæmlega sama hvað tækið heitir.
Það eru til aðrir möguleikar en það tekur því varla að tala um þá, þeir eru það mikið lakari (nú gæti einhver orðið reiður).
OziExplorer getur tengst Gps tæki en það er ekki vektorkort sem þýðir að ef þú súmmar að virkar það bara eins og stækkunargler, vegirnir stækka með ólíkt vektorkortunum.
Magellan er líka með einhverja útgáfu af Íslandskorti en ég hef ekki séð það eða fiktað í frekar en OziExp að neinu viti. Oziinn er það sem menn notuðu fyrst en það hurfu allir frá því þegar nRoute forritið kom með Garmin kortagrunninum. Með Garmin kortinu getur þú líka downlodað sprungukortinu af jöklum íslands sem er til á síðunni safetravel.is.
Kv Jón Garðar
Re: GPS í fartölvuna !
Posted: 13.júl 2012, 16:47
frá jeepson
Hörður er einhver ákveðin mappa þarna inni sem að maður á að taka niður?? Ég er búinn að prufa tvæ english version og það virkar ekki. Það kemur bara eitthvað south africa dæmi og svo hættir setupið að setja forritið inn?? Ég kan auðvitað ekkert á þetta. En hugmyndin vaað troða þessu í fartölvuna mína og svo fá lánaðn gps punginn hjá brósa og prufa þetta með íslandskortinu.
Re: GPS í fartölvuna !
Posted: 13.júl 2012, 19:01
frá khs
actros wrote:khs wrote:Þú þarft:
Fartölvu með nroute og íslandskorti
USB GPS pung
That's it !
loksins eitthver sem talar mannamál hérna ... hvar fæ ég dótið og áætlaðu kostnaður á bak við þetta
Fartölvan þarf ekki að kosta mikið notuð
Pungurinn fæst hjá Garmin, efa að hann kosti meira en 10-15 þús
Kortið er á 20 held ég
Svo þarftu inverter í bílinn til að gefa tölvunni rafmagn, ég er með 150W. Hann er á 6-10 þús líklega.
Re: GPS í fartölvuna !
Posted: 13.júl 2012, 19:06
frá Óskar - Einfari
GPS pungurinn kostar 20.900,- hjá garminn.... finnst það ansi öflugt fyrir GPS móttakara með usb tengi á endanum...
Re: GPS í fartölvuna !
Posted: 14.júl 2012, 12:12
frá olei
Fyrir mörgum árum gekk á milli manna kortagrunnur með skönnuðum kortum á NOS GEO sniði. Hvert kort er semsé tvö skjöl, annarsvegar myndin á raster sniði (xxx.NOS) og hinsvegar hnitaupplýsingar (xxx.GEO) sem er bara textaskjal. Þessi kort voru keyrð af forriti sem hét Navtrek og síðar Nobeltec að mig minnir. Þessi grunnur er vissulega barn síns tíma en sem betur fer hefur landið ekki breyst að ráði síðan hann varð til.
Það er til opið og ókeypis kortaforrit sem keyrir þennan kortagrunn nokkuð vandræðalaust.
http://opencpn.org/ocpn/ Og öfugt við ýmis kortaforrit þá er ekki nauðsynlegt að nota sorphugbúnað frá Microsoft til að keyra það. Þetta er til fyrir dótið frá Apple og svo náttúrulega alvöru stýrikerfi eins og t.d Linux, BSD og Solaris.
GPS pung fyrir tölvuna getur þú keypt þér á Ebay fyrir smáaura. Ég er með einn sem er eitthvað í líkingu við þennan hér sem virkar fínt.
http://www.ebay.co.uk/itm/Globalsat-BU- ... 173wt_1398
Re: GPS í fartölvuna !
Posted: 14.júl 2012, 12:39
frá olei
Svona lítur þetta út án GPS tengingar
Re: GPS í fartölvuna !
Posted: 15.júl 2012, 19:33
frá AgnarBen
Izan wrote:Sæll
Það eru til aðrir möguleikar en það tekur því varla að tala um þá, þeir eru það mikið lakari (nú gæti einhver orðið reiður).
OziExplorer getur tengst Gps tæki en það er ekki vektorkort sem þýðir að ef þú súmmar að virkar það bara eins og stækkunargler, vegirnir stækka með ólíkt vektorkortunum.
Magellan er líka með einhverja útgáfu af Íslandskorti en ég hef ekki séð það eða fiktað í frekar en OziExp að neinu viti. Oziinn er það sem menn notuðu fyrst en það hurfu allir frá því þegar nRoute forritið kom með Garmin kortagrunninum. Með Garmin kortinu getur þú líka downlodað sprungukortinu af jöklum íslands sem er til á síðunni safetravel.is.
Kv Jón Garðar
Þó að Jón Garðar þekki ekki og líki ekki við Ozi eða Nobeltec þá eru hundruðir reyndra jeppamanna á Íslandi enn þann dag í dag sem nota þessi forrit með góðum árangri. Ég ætla þó ekki að vera draga úr kostum vektor korta sem nRoute notar heldur leiðrétta það að LMÍ kortin og Ozi eða Nobeltec hugbúnaðurinn séu ekki þess virði að skoða og sé ekki nothæfur. Þó að vektorkortin séu öflug þá hafa LMÍ kortin líka sína kosti umfram vektorkortin, þau sýna gróðurfar, hraunfláka, mýrlendi osfrv og eru mjög skemmtileg og falleg að horfa á. Ég er með skönnuð kort í mörgum mælikvörðum, allt frá 1:500.000 niður í 1:50.000 sem eru mjög nákvæm, með 20 m á milli hæðarlína og fullkomlega í gildi í dag fyrir alvöru vetrarferðir á hálendinu. Auðvitað hafa vegir breyst í einhverjum örfáum tilfellum en landslagið er bara nákvæmlega eins og það var fyrir 50 árum síðan og sömu lækjarsprænurnar renna til sjávar :) Það besta við þennan hugbúnað og þessi kort er að það kostar lítið að koma sér honum upp ásamt kortunum og þú færð uppfærslur frítt fyrir lífstíð. Það er þó meira grúsk að nota Ozi og leika sér með þessi kort en mér finnst það nú bara skemmtilegt.
Það er held ég ekki rétt hjá þér Jón Garðar að Ozi hafi fyrst verið notað, Nobeltec er búið að vera við lýði mun lengur held ég. Gagnstætt Nobeltec sem er hugbúnaður sem hefur ekki viðhaldið í mörg ár og er hægt og sígandi að deyja út, þá er Ozi Explerer ennþá í fullu fjöri og í stöðugri þróun, það er td hægt að fá Ozi hugbúnaðinn í Android síma með LMÍ kortin undir (er með þetta sjálfur) og uppfærslur eru reglulega gefnar út.
http://www.oziexplorer.comVildi bara verja heiður Ozi ;-)
kveðja
Agnar