Sælir,
félagi minn er með Wrangler 2001 árg. með 4 cyl. 2,5l vélinni og er hann að gefast upp á máttleysi.
Spurningin er hvort rafkerfið passi á milli við 4,0 HO línu 6:una eða ekki??
Erum að tala um að skipta út vél, skiptingu og millikassa sem kæmi úr Cherokee ´94.
Hef heyrt að það er maus að púsla V8 í staðin fyrir 4,0. En vantar allar upplýsingar um hvort það sé nokkuð mikið vesen frá 4cyl. í 4.0.
Hvort það skiptir einhverju máli, þá er þetta evróputýpa.
Allar upplýsingar velþegnar......
kv.
Markús
Wrangler rafkerfi
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: Wrangler rafkerfi
Þú þarft alt rafkerfið með. Það er strákur á Selfossi sem að setti 4l vél í 2,5 wrangler og hann enaði á því að þufa alt rafkerfið með. Hann heitir Böðvar. Því miður er ég ekki með nr hans lengur.
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Wrangler rafkerfi
Ég gerði þetta fyrir þremur og hálfu ári síðan. Þú þarft rafkerfið. Hér eru myndir af því þegar ég gerði þetta http://elliofur.123.is/photoalbums/132534/ og svo geturu leitað hérna á spjallinu af cherokee rafmagnsteikningar og fundið þær teikningar sem þú þarft. Svo er bara að vera skipulagður í rafkerfisvinnunni, fara eftir teikningunum og finna hvaða vír gerir hvað, aðskilja mótorrafmagnið frá boddy rafmagninu og merkja báða enda þegar þú klippir (td með hvítu teipi og tússa númer á teipið) og glósa niður á blað hvað hver vír gerir og jafnvel hvert hann fer.
Með svona skipulagi og talsverðri þolinmæði og allra helst góðri skynsemi þá er þetta ekkert stórmál þó það taki slatta tíma.
Með svona skipulagi og talsverðri þolinmæði og allra helst góðri skynsemi þá er þetta ekkert stórmál þó það taki slatta tíma.
http://www.jeppafelgur.is/
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur