Eggert wrote:Hvað er ykkar reynsla af því að panta varahlútir af Netinu erlendis frá ?
Ég er að skoða Spíssa í Trooper 3,0 Og sé að það er til á netinu og miða við verði þar þá er þetta kanski að kosta 4,200.kr stykki.
Er einhver með mynd af spíssum eða eitthvað sem getur hjálpa mér í þessari leit ?
Sæll,
mín reynsla er mjög góð. Þurfti að kaupa hjólalegu (hub) í framhjól á Pajero (05) og kostaði það um 70 þús hjá umboðinu á sínum tíma(2010). Fékk hana svo í stál og Stönzum á 50 þús. Fékk svo flugu í hausinn ári seinna, að gott væri bara að eiga þessar legur á lager. Hringdi í Stál og Stanza, legurnar komnar í 70 þús (hubinn þ.e.a.s.) og ég þorði ekki að hringja í umboðið. Fór að leita á netinu, fann ýmsa en vildi sgk eða eitthvað viðurkennt. Fann svo birgja í Kína sem vildi selja mér Kína legur á slikk, ég bað hann um að útvega mér viðurkenndar legur, það var til frá sgk en 2x dýrara sagði hann og hafði litla trú á því að ég vildi kaupa það. Ég bað um sgk og verð í 1 að framan og 2 að aftan.
Á meðan hann var sofandi eða að reikna út þá hringdi ég í Stál og Stanza til að athuga hvaða legu ég hefði keypt hjá þeim, þar sem ég skoðaði það ekkert sérstaklega, veit ekki afhverju, kannski treystir maður íslenskum söluaðilum of mikið.
Fékk þau svör í Stál og Stönzum eftir að starfsmaður hafði sagt "augnablik, ætla að kíkja" að "þetta væri ómerkt og sennilega kínalegur". Takk fyrir mig.
Ég pantaði frá vini mínum í Kína legurnar á föstudegi, hann vildi bara senda með dhl og leysti ég það úr tolli fimmtudeginum á eftir.
Miðað við íslenska verðlagningu frá smásölum, þá greiddi ég aðeins fyrir eina legu með öllu til Steingríms, en fékk þrjár. Ef ég hefði tekið kína legu þá hefði ég borgað 50% minna. Ég fékk þessar í sérpökkuðum umbúðum hver fyrir sig, í kössum merktar MMC.
Félagi minn á strumpastrætó (Caravan), fékk endurskoðun á eina hjólarlegu, kostaði að mig minnir 40 þús stk. Ég pantaði þetta fyrir hann frá USA þar sem sendingakostnaðurinn var rúmlega einn þriðji, komið hingað heim á sex dögum á 32 þús, báðar framhjólalegurnar (hubbarnir).
Það borgar sig samt ekki að panta allt beint að utan.. en það borgar sig að gera verðsamanburð og spá í málin.
kv, Bjarni