Kaup á netinu


Höfundur þráðar
Eggert
Innlegg: 82
Skráður: 20.mar 2012, 15:55
Fullt nafn: Eggert Bjarnason
Bíltegund: Trooper

Kaup á netinu

Postfrá Eggert » 06.júl 2012, 11:19

Hvað er ykkar reynsla af því að panta varahlútir af Netinu erlendis frá ?
Ég er að skoða Spíssa í Trooper 3,0 Og sé að það er til á netinu og miða við verði þar þá er þetta kanski að kosta 4,200.kr stykki.
Er einhver með mynd af spíssum eða eitthvað sem getur hjálpa mér í þessari leit ?



User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Kaup á netinu

Postfrá Járni » 06.júl 2012, 23:33

Það er alveg hrikalega fáránlegt verð, værirðu til í að deila þessari vefslóð með okkur? Mér finnst þetta mjög dularfullt.
Land Rover Defender 130 38"


btg
Innlegg: 124
Skráður: 06.feb 2010, 14:00
Fullt nafn: Bjarni Þór

Re: Kaup á netinu

Postfrá btg » 07.júl 2012, 01:50

Eggert wrote:Hvað er ykkar reynsla af því að panta varahlútir af Netinu erlendis frá ?
Ég er að skoða Spíssa í Trooper 3,0 Og sé að það er til á netinu og miða við verði þar þá er þetta kanski að kosta 4,200.kr stykki.
Er einhver með mynd af spíssum eða eitthvað sem getur hjálpa mér í þessari leit ?


Sæll,

mín reynsla er mjög góð. Þurfti að kaupa hjólalegu (hub) í framhjól á Pajero (05) og kostaði það um 70 þús hjá umboðinu á sínum tíma(2010). Fékk hana svo í stál og Stönzum á 50 þús. Fékk svo flugu í hausinn ári seinna, að gott væri bara að eiga þessar legur á lager. Hringdi í Stál og Stanza, legurnar komnar í 70 þús (hubinn þ.e.a.s.) og ég þorði ekki að hringja í umboðið. Fór að leita á netinu, fann ýmsa en vildi sgk eða eitthvað viðurkennt. Fann svo birgja í Kína sem vildi selja mér Kína legur á slikk, ég bað hann um að útvega mér viðurkenndar legur, það var til frá sgk en 2x dýrara sagði hann og hafði litla trú á því að ég vildi kaupa það. Ég bað um sgk og verð í 1 að framan og 2 að aftan.

Á meðan hann var sofandi eða að reikna út þá hringdi ég í Stál og Stanza til að athuga hvaða legu ég hefði keypt hjá þeim, þar sem ég skoðaði það ekkert sérstaklega, veit ekki afhverju, kannski treystir maður íslenskum söluaðilum of mikið.

Fékk þau svör í Stál og Stönzum eftir að starfsmaður hafði sagt "augnablik, ætla að kíkja" að "þetta væri ómerkt og sennilega kínalegur". Takk fyrir mig.

Ég pantaði frá vini mínum í Kína legurnar á föstudegi, hann vildi bara senda með dhl og leysti ég það úr tolli fimmtudeginum á eftir.

Miðað við íslenska verðlagningu frá smásölum, þá greiddi ég aðeins fyrir eina legu með öllu til Steingríms, en fékk þrjár. Ef ég hefði tekið kína legu þá hefði ég borgað 50% minna. Ég fékk þessar í sérpökkuðum umbúðum hver fyrir sig, í kössum merktar MMC.

Félagi minn á strumpastrætó (Caravan), fékk endurskoðun á eina hjólarlegu, kostaði að mig minnir 40 þús stk. Ég pantaði þetta fyrir hann frá USA þar sem sendingakostnaðurinn var rúmlega einn þriðji, komið hingað heim á sex dögum á 32 þús, báðar framhjólalegurnar (hubbarnir).

Það borgar sig samt ekki að panta allt beint að utan.. en það borgar sig að gera verðsamanburð og spá í málin.

kv, Bjarni


Höfundur þráðar
Eggert
Innlegg: 82
Skráður: 20.mar 2012, 15:55
Fullt nafn: Eggert Bjarnason
Bíltegund: Trooper

Re: Kaup á netinu

Postfrá Eggert » 07.júl 2012, 02:14

Sælir.

Ég verð að viðirkenna að ég er ekki mjög fær á þvi að finna hluti á netinnu en hef samt sem áður verið að skoða þetta.
Vandamálið hjá mér er það að ég veit ekki 100% hvernig spíssar eru í Trooper.
Er hræddur um að panta vitlaust. Er búinn að finna eitthvað á ebay allt frá 4.000 og upp í 10.500 kr stykki.
Passa spíssar úr 2001 í 2000 ?
Getur einhver aðstoða mig að finna réttu spíssana ?
Svo er spurning þarf að kaupa alla 4 eða er nóg að kaupa 1 ef einn er farinn ? Getur maður gert þetta sjálfur ?
Endilega ef einhver getur sagt mér eitthvað til mundi það vera frábært.. :-)


halendingurinn
Innlegg: 124
Skráður: 22.apr 2010, 14:05
Fullt nafn: Trausti Kári Hansson

Re: Kaup á netinu

Postfrá halendingurinn » 07.júl 2012, 10:15

Áður en þú ferð í einhverjar æfingar myndi ég tala við Friðrik Ólafsson í Kópavogi. Þeir gætu átt einhverja spíssa og lagað þetta fyrir þig.


Valdi 27
Innlegg: 150
Skráður: 13.feb 2010, 21:48
Fullt nafn: Valdimar Geir Jóhannsson

Re: Kaup á netinu

Postfrá Valdi 27 » 08.júl 2012, 18:51

Sæll, er búinn að sipta um spíssa í einum Trooper 2000árg. Þá var bíllinn tölvulesinn og skipt um einn spíssa, minnir að það hafi verið nr.2 að framan. Bíllinn allavegana hefur gengið eins og klukka síðan og það er komið ca ár síðan. Ég man ekki alveg en þá fengum við upptekinn spíssa frá einhverjum aðila uppi á Höfðanum.

Kv. Valdi


svpajero
Innlegg: 6
Skráður: 27.jún 2010, 11:16
Fullt nafn: Svavar Halldórsson

Re: Kaup á netinu

Postfrá svpajero » 22.júl 2012, 14:12

Já ég lenti í því að það suað á pæjeró hjá mér "ónýtar reimar" '96 2.8td og heddið sprak lét þrýstiprófa það hjá kistufelli (kostar 6000kr)minnir mig hann spurði hvort mig vantaði annað kostar 143000kr hjá þeim strýpað semsagr engir ventlar og engar pakkningar. Ég fór á ebay og fann nýtt hedd með ventlum og öllum pakkningum tilbúið til ásettningar fyrir 420dollara já og nýir heddboltar líka.það kostaði svo 140dollara að senda þetta heim að dyrum tók 6daga pantað á þriðjudegi og komiða heim að dryum á mánudeginum eftir og greiddi þá 10108kr í gjöld.þá kostaði þetta 84000kr heimkomið vel sloppið hefði getað farið í rúm 200þ hjá kistufelli, hef verslað svolítið á netinu og aldrei lent í neinum vandræðum með það.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 23 gestir