Síða 1 af 1

Hvað er Grand Cherooke 3.2 Diesel að eyða?

Posted: 02.júl 2012, 23:40
frá azazel
Mér vantar að vita hvað þessir bílar séu að eyða sirka. Þetta er 2002 árg ekin sirka 176.000 og eitt enn veit einhver hvort að þetta séu góðar vélar þá meina ég endast þær ekki vel?

Re: Hvað er Grand Cherooke 3.2 Diesel að eyða?

Posted: 03.júl 2012, 18:44
frá Stebbi
Ef hann er 2002 þá er hann með 2.7 common rail Benz og fer örugglega mjög vel með dropann.

Re: Hvað er Grand Cherooke 3.2 Diesel að eyða?

Posted: 04.júl 2012, 18:42
frá azazel
Komst að því að þetta er 3.1 og það er Ivenco vél í þessu ekkert spés eyðir slatta að mér skillst.

Re: Hvað er Grand Cherooke 3.2 Diesel að eyða?

Posted: 05.júl 2012, 01:46
frá íbbi
þú villt þessa vél ekki

Re: Hvað er Grand Cherooke 3.2 Diesel að eyða?

Posted: 06.júl 2012, 22:23
frá Einar
azazel wrote:Komst að því að þetta er 3.1 og það er Ivenco vél í þessu ekkert spés eyðir slatta að mér skillst.

Þessi vél er ítölsk en ekki Iverco heldur heitir fyrirtækið VM Motori, á þeim tíma sem Jeep var að nota þessar vélar átti ameríska Detroit Diesel fyrirtækið en það var síðan aftur í eigu Benz.
Hún á að vera 138 hp, tog 384 Nm. Eldri Grand Cherokee voru með 4 sílendra 2,5L vél sem var eiginlega sama vél og þessi en með einum sílender minna.
Þetta er væntanlega einn af síðustu bílunum með þessari vél, einhvertíman 2002 tók 2,7L Benz vél við.

Re: Hvað er Grand Cherooke 3.2 Diesel að eyða?

Posted: 07.júl 2012, 12:10
frá Einar
Þær dieselvélar sem Grand Cherokee hefur notað eru eftitfarandi:

1993-1998 (ZJ) 2.5L VM Motori 4 sílendra línuvél 425 OHV 114hp 300Nm líka notuð í t.d. Chrysler Voyager, Range Rover, Dodge Dakota og fleirum.
---
1999-2002 (WJ) 3.1L VM Motori 5 sílendra línuvél 531 OHV 138hp 384Nm
---
2002-2004 (WJ) 2.7L Mercedes-Benz 5 sílendra línuvél OM647 161hp 400Nm Líka notuð í Sprinter og fleirum.
---
2005-2010 (WK) 3.0L Mercedes-Benz V6 OM642 CRD 215hp 510Nm Líka notuð í ýmsum Benz fólksbílum og M jeppanum
---
2011-? (WK2) 3.0L VM Motori V6 RA 630 DOHC 247hp 550Nm