Síða 1 af 1
það er ekki góð skemtun að keyra fram af klett
Posted: 28.jún 2012, 03:09
frá GeiriLC
titill segjir svo sem allt ætlaði bara að minna á að keyra varlega í sumar. ég tók mig til og keyrði fram af klett um daginn það er ekki gaman engin slys yrðu áfólki en ótrulegt hvað litli kutur stóðsig vel í því. sprunga i ruðu, affelgun og 2 ónytar felgur. þeir sem komu að slys stað trúðu því ekki að ég hafi ekki velt bílnum eða að minsta kosti klest hann eina af honum sem snerti jörðina eru dekkin og svo sló ég óvart i spegilinn og hann fer i ruðuna.
hérna er hann fyrir neðan brekkuna

herna sest hvar hann fór niður

og hérna er svona gróft mat hvernig hann fór þessa leið... liklega er hann oltinn þegar hann lendir á steininum vinstra meginn en lendir svo á steni sem affelgar hann og sprenginginn frá því hefur að öllum likindum rétt bílinn við.

siðan er bilnum ekið yfir lækinn og keyrir aðeins neðar þar sem hann fær aðstoð við að komast upp brekkuna aftur nuna vantar mig bara nyjar felgur undir bílinn og hann getur haldið áfram lifinu.
svo má til gaman geta að ég spilaði fótboltaleik sýðar um kvöldið og ég fékk miklu verri áverka þar nældi mér í vænt glóður auga og heilahristing og sma tognun i ökla á með það að keyra fram af klett boostaði aðalega soldið mikið adrenalín inni blóðið mitt
Re: það er ekki góð skemtun að keyra fram af klett
Posted: 28.jún 2012, 08:36
frá GylfiRunner
það á líka ekki að vera að stunda utanvega akstur
Re: það er ekki góð skemtun að keyra fram af klett
Posted: 28.jún 2012, 09:04
frá -Hjalti-
GylfiRunner wrote:það á líka ekki að vera að stunda utanvega akstur
Ertu svo viss um að það sé ekki vegur þarna uppá? Óhöpp geta gerst.
Þetta hefur verið helvíti gott flug hjá þér. Er mjög undrandi að bíllinn sé ekki meira skemmdur. Ertu búin að skoða hvort að grind og frammhásing sé enn í góðu lagi?
Re: það er ekki góð skemtun að keyra fram af klett
Posted: 28.jún 2012, 09:24
frá joisnaer
þetta er öflugt! tel það nú gott ef bíllinn hefur ekki skaddast meira en 2 ónýtar felgur og sprunga í rúðu.
tók flott flug einu sinni á land rovernum hjá mér (félagi minn mældi að hann hefði flogið 10 metra) eftir að hafa keyrt
aðeins of hratt á barð (var reyndar á dágóðri siglingu) og eftir það var bogin felga, bogin millibilsstöng, laus framljós og mjög aukin hjartsláttur hjá ökumanninum.
Re: það er ekki góð skemtun að keyra fram af klett
Posted: 28.jún 2012, 09:27
frá joisnaer
joisnaer wrote:þetta er öflugt! tel það nú gott ef bíllinn hefur ekki skaddast meira en 2 ónýtar felgur og sprunga í rúðu.
tók flott flug einu sinni á land rovernum hjá mér (félagi minn mældi að hann hefði flogið 10 metra) eftir að hafa keyrt
aðeins of hratt á barð (var reyndar á dágóðri siglingu) og eftir það var bogin felga, bogin millibilsstöng, laus framljós og mjög aukin hjartsláttur hjá ökumanninum.
og smávægilega bogna framhásingu.....
Re: það er ekki góð skemtun að keyra fram af klett
Posted: 28.jún 2012, 09:49
frá GeiriLC
það sérst allavega ekkert á fram hásingunni og ég ætla nu að vona að eg fái ekki miklar skammir fyrir utan vegar akstur því það er vegur fyrir ofan myndina og til að keyra i burtu völdum við leið sem skaðaði landið sem allra minnst keyrði aðal lega i grjóti og læk
Re: það er ekki góð skemtun að keyra fram af klett
Posted: 28.jún 2012, 11:07
frá olei
Þetta heitir; að sleppa með skrekkinn!
Skál fyrir því!
Re: það er ekki góð skemtun að keyra fram af klett
Posted: 28.jún 2012, 11:28
frá Óskar - Einfari
Gott að þið sluppuð án meiðsla.... það er fyrir öllu...
en hvernig vildi þetta til ef ég má spyrja?
Re: það er ekki góð skemtun að keyra fram af klett
Posted: 28.jún 2012, 17:46
frá StefánDal
Gott að ekki fór verr. En ég verð að spyrja eins og Óskar. Hvernig skeði þetta eiginlega?
Re: það er ekki góð skemtun að keyra fram af klett
Posted: 28.jún 2012, 18:34
frá jeepson
Heppinn að hafa sloppið svona vel. Láttu stunt menn sjá um svona í framtíðinni. Gott að þetta fór alt vel. :)
Re: það er ekki góð skemtun að keyra fram af klett
Posted: 28.jún 2012, 21:50
frá dazy crazy
Merkilegt hvað þessir bílar þola, ég veit um einn sem fór niður 25 metra brekku (fór útúr svona sneiðing á MJÖG brattri hlíð). Þegar hann var búinn að útskýra fyrir lögreglunni að hann hafi verið drukkinn vegna þess að í geðshræringu sinni eftir rússíbanann hafi hann seilst í pela sem var afturí var bíllinn held ég keyrður heim til hans fyrir hann og er hann á honum enn þann dag í dag, 8 árum seinna.
Re: það er ekki góð skemtun að keyra fram af klett
Posted: 29.jún 2012, 02:25
frá GeiriLC
ég var a leiðinni að ná í turista til husavíkur oer bara á einhverju lulli með opna ruðuna þa kom geitungur þegar eg er að taka beygjuna og hlammar ser á sólgleraugun min, oft segji eg skordyr eru agæt meðan maður ser þau en þetta fanst mer um of og eg misti stjæorn a bilnum ....
Re: það er ekki góð skemtun að keyra fram af klett
Posted: 01.júl 2012, 11:42
frá biggi72
Núna vatnar like takkann.
Pínu fyndið en gott að fólkið slapp.