Síða 1 af 1

Umhverfisbætur að Fjallabaki

Posted: 27.jún 2012, 15:44
frá Hansi
Laugardaginn 30. júní blása Útivist og umhverfisnefnd Ferðaklúbbsins 4x4 til umhverfisbótaferðar. Markmið ferðarinnar er að laga skemmdir af völdum utanvegaaksturs að Fjallabaki, en þessar skemmdir voru til umfjöllunar í nóvember s.l. Þetta er þó með þeim fyrirvara að Vegagerðin verði búin að opna leiðina, en gera má ráð fyrir að það verði fyrir helgi. Að afloknu góðu dagsverki verður Dalakofinn heimsóttur og þeir sem þess óska geta fengið þar gistingu meðan húsrúm leyfir. Þeir sem vilja taka þátt í þessu verkefni eru beðnir um að tilkynna sig á netfangið skuli@utivist.is. Brottför frá Select við Vesturlandsveg kl. 8.30 laugardagsmorgun.
http://www.utivist.is/utivist/frettir/?cat_id=1062&ew_0_a_id=391261
Image

Re: Umhverfisbætur að Fjallabaki

Posted: 27.jún 2012, 16:58
frá frikki
Ætlar þú að rulla með Hansi.

kkv
Frikki

Re: Umhverfisbætur að Fjallabaki

Posted: 27.jún 2012, 17:39
frá Hansi
Mér datt það svona í hug, ferð þú?