Síða 1 af 1
varahlutir í eða Gera við AC dælur
Posted: 26.jún 2012, 21:44
frá -Hjalti-
Eru eitthverjir sem taka að sér að gera við selja varahluti í þungar/fastar air condition dælur (nissan patrol)
Re: varahlutir í eða Gera við AC dælur
Posted: 27.jún 2012, 16:20
frá Groddi
-Hjalti- wrote:Eru eitthverjir sem taka að sér að gera við selja varahluti í þungar/fastar air condition dælur (nissan patrol)
Settu inná hana sjálfskiptivökva og hjakkaðu henni fram og til baka (getur tekið góðan tíma til að fá hana liðuga aftur, en svoleiðis bjargaði ég dælunni minni)
ég setti þvingu bara utanum segulkúpinguna til að taka á henni, setti svo góða slatta af vökva inná, svo er bara að vera þolinmóður. Ekki taka of fast á henni, bara þar til hún stoppar, þá ferðu til baka og svo framveigis...
Re: varahlutir í eða Gera við AC dælur
Posted: 27.jún 2012, 18:49
frá jeepson
Pabbi gerði þett einmitt með dælu sem að var föst og hún lagaðist.
Re: varahlutir í eða Gera við AC dælur
Posted: 27.jún 2012, 21:13
frá Aparass
Ég hef lagað eina svona dælu sem festist vegna þess að hún gleimdist í gangi og svo var ekið á fullum snúning þangað til hún festist.
Ég mundi frekar opna dæluna og skoða áður en þú nauðgar henni í gang. í þessu tilfelli hjá mér hafði rifið sig einföld pinnalega sem kostaði innan við tvö þús kall í fálkanum og ég mixaði eina skífu á móti þeirri legu. síðan eru sex stimplar inn í dælunni og tveir af þeim höfðu rifið sig aðeins og dugði alveg að pússa þá aðeins með vatnspappír. Eftir þetta snérist allt voða fínt og þessi dæla er enn í gangi ári seinna og búin að dæla fjandi oft og hanga í gangi vel og lengi.
Eflaust hefði hún komist af stað með sjálfskiptivökva og rörtöng en það hefði ekki verið viðgerð og hún hefði eflaust skemmt legusætið og eitthvað meira með tímanum þannig að ég mæli með að kíkja á hana áður en þú pínir hana af stað bara upp á framtíðina að gera.
Re: varahlutir í eða Gera við AC dælur
Posted: 28.jún 2012, 21:33
frá Groddi
já þetta er náttúrulega spurning hvort að dælan hafi legið uppí hillu og fests, eða hovrt að hún hætti að virka á meðan hún var í notkun, ef þetta er vegna notkunarleysis þá er nú yfirleitt bara nógi að smirja þær upp, hitt er náttúrulega bilun, sem þarf að skoða frekar.
Groddi
Re: varahlutir í eða Gera við AC dælur
Posted: 28.jún 2012, 22:51
frá Aparass
það er reyndar alveg rétt hjá þér.
Re: varahlutir í eða Gera við AC dælur
Posted: 28.jún 2012, 23:13
frá -Hjalti-
Þess vegna spyr ég hvort að hægt sé að kaupa varahluti (legur) í svona dælur
Re: varahlutir í eða Gera við AC dælur
Posted: 01.júl 2012, 17:06
frá Groddi
-Hjalti- wrote:Þess vegna spyr ég hvort að hægt sé að kaupa varahluti (legur) í svona dælur
Finndu verksmiðjunúmer og hafðu samband við umboð bílsins, annars getur þú tekið þetta í spað og mælt legur osfv og farið í fálkan td?