Síða 1 af 1

Aðstoð við innfluttning

Posted: 15.jún 2012, 21:41
frá Magni
Er einhver sem getur hjálpað mér að panta frá Ebay frá aðila sem sendir ekki beint til Íslands. Einhver sem er með heimilisfang úti og getur tekið þetta fyrir mig. Ég vissi um einn sem gerði þetta en hann er hættur núna. Það eru ljós sem ég vil panta og ég finn þau ekki annarsstaðar og aðilinn sem er að selja þau sendir ekki hingað.

Megið endilega benda mér á einhvern ef þið vitið um. Takk fyrir Magni 695-3189

Re: Aðstoð við innfluttning

Posted: 15.jún 2012, 21:58
frá ellisnorra
Shopusa? Kostar auðvitað eitthvað en er einfalt og traust.

Re: Aðstoð við innfluttning

Posted: 15.jún 2012, 21:59
frá Magni
búinn að reyna það, það kemur alltaf error þegar ég geri "confirm payment" á ebay....

Re: Aðstoð við innfluttning

Posted: 15.jún 2012, 23:15
frá stjanib
Sæll

Talaðu við þessa Iceglobal, www.igl.is þeir eiga að vera ódýrari enn shopusa.

Re: Aðstoð við innfluttning

Posted: 16.jún 2012, 07:40
frá ivar
langar svo að benda þér á að vandamálið hjá þér gæti legið í því að þú verðir að vera með USA addressu skráða sem main address í ebay.
Þá er einnig mögulegt að þú lendir í vandræðum þegar kemur að billing address en þú ættir að geta leyst það með því að hafa samband við bankann þinn og láta skrá auka addressu á kortið þitt eh staðar í BNA.

Re: Aðstoð við innfluttning

Posted: 16.jún 2012, 10:11
frá Dreki
http://smartshop.is/

þetta er ódýrt og gott

Re: Aðstoð við innfluttning

Posted: 17.jún 2012, 08:38
frá AgnarBen
Góðan dag
ég vil benda mönnum á að fá staðfest verð frá þeim aðilum sem flytja heim fyrir ykkur. Ég gerði einu sinni þau mistök að panta í gegnum IceGlobal (er í raun Jónar Transport) án þess að fá staðfest verð, hélt að þetta yrði svipað og reiknivélin sagði hjá ShopUSA en þeir rukkuðu mig um svakalegar upphæðir fyrir flutninginn sem síðan þýddi að tollverðið hækkaði talsvert líka og verðið á vörunni hingað heim komið var allt of hátt.

kveðja
Agnar