Síða 1 af 1

hnykking á stýristöng

Posted: 14.jún 2012, 00:17
frá elfar94
kvöldið, ég þarf að láta hnykkja til stýrisstöngini hjá mér um einhverja millimetra til að geta fest gírkassan 100% að vélini, hvar get ég látið gera það fyrir mig?

Re: hnykking á stýristöng

Posted: 14.jún 2012, 00:47
frá Freyr
Ég átta mig ekki alveg á hvað þú ert að spyrja um en þetta hljómar eins og eitthvað sem er alls ekki í lagi. Getur þú útsýrt betur hvaða stöng þú ert að tala um?

Re: hnykking á stýristöng

Posted: 14.jún 2012, 00:59
frá elfar94
mig minnir að þetta heiti togstöng á fagmáli, stöngin sem tengir á milli hægri og vinstri stýrisupphengju

Re: hnykking á stýristöng

Posted: 14.jún 2012, 01:03
frá elfar94
ástæðan fyrir því að ég þarf að láta gera þetta er sú að á verkstæði var vélin í bílnum færð framar svo að hún myndi ekki narta í hvalbakin, þar af leiðandi var gírkassin færður framar líka, og hann rekst núna í togstöngina

Re: hnykking á stýristöng

Posted: 14.jún 2012, 15:05
frá ivar
Er þetta stöng sem er aftan við framhásingu?
Snertir hún ekkert nema hvort hjólnaf?

Ef svo er myndi þetta sennilega gang þó svo að ég sjálfur myndi ekki gera þetta.

Re: hnykking á stýristöng

Posted: 14.jún 2012, 16:50
frá Styrmir
Ég held að Elfar sé að tala um millibilstönginni og hann er með lödu á klöfum.

Re: hnykking á stýristöng

Posted: 14.jún 2012, 16:52
frá Styrmir
Ef þú ert bara að tala um örfáa millimetra má þá ekki bara slípa aðeins í kúpplingshúsið?

Re: hnykking á stýristöng

Posted: 14.jún 2012, 17:31
frá elfar94
Styrmir wrote:Ef þú ert bara að tala um örfáa millimetra má þá ekki bara slípa aðeins í kúpplingshúsið?


það er spurning, mér var sagt að láta hnykkja henni því ég þarf líka að koma varnarplötu aftaná vélina til að fá ekki grjótkast og svona inn í kúplingshúsið, en hvað haldið þið að sé sniðugast? skal taka mynd á eftir og setja inn til að þið getið séð hvernig þetta er allt saman

Re: hnykking á stýristöng

Posted: 14.jún 2012, 21:06
frá juddi
Hefði ekki verið einfaldara að banka hvalbakinn aðeins inn

Re: hnykking á stýristöng

Posted: 15.jún 2012, 15:01
frá elfar94
juddi wrote:Hefði ekki verið einfaldara að banka hvalbakinn aðeins inn

örugglega, en það er of seint núna, um leið og ég finn myndavélina þá tek ég myndir af þessu og set hér inn til að fa ykkar álit hvort ég eigi að skera úr kúplingshúsinu eða hnykkja stöngini

Re: hnykking á stýristöng

Posted: 15.jún 2012, 15:49
frá Freyr
Ég veit ekki með ykkur en mín skoðun er sú að þetta sé stórhættulegt. Um leið og stöngin er sveigð (þó ekki sé nema nokkra mm) þá er styrkur hennar gagnvart kiknun margfallt minni en upphaflega auk þess sem þetta gæti skilað skjálfta í stýri og ónákvæmara stýri á allann hátt.

Þetta skaltu alls ekki gera eða láta gera fyrir þig!!!

Kv. Freyr

Re: hnykking á stýristöng

Posted: 15.jún 2012, 16:22
frá Startarinn
Ég er alveg sammála Frey í þessu, Mér finnst orginal sýrisgangur sjaldan yfirsmíðaður, ef þú þarft að hafa lækkun í stönginni myndi ég láta smíða sverari stöng með síkkun, ekki bara einni beygju og þá með styrkingu í hverri beygju, ef við erum að tala um skitin 1-2 mm þá er líklega allt í lagi að slípa aðeins neðan af kúplingshúsinu