Síða 1 af 1

Nissan Patrol 2,8 ´99

Posted: 11.jún 2012, 20:30
frá hafthor12
Kannast einhver við að hafa lent í því að vera með óþétta heddpakkningu eftir samsetningu. það er nýtt hedd, það er ný plönuð blokk, það er ný pakkning en samt pústar hann út í vatn á öllum silendrum. Búinn að prófa að starta með engin glóða kerti í, þá er allt í lagi. Síða búinn að prófa að færa eitt kerti á hvern silender fyrir sig og þá blobbar loft upp úr vatnskassanu, sama hvaða sílender ég prófa.
Gott væri ef enhver hefur heyrt um slíkt að fá koment.

Re: Nissan Patrol 2,8 ´99

Posted: 11.jún 2012, 20:35
frá Startarinn
Ef hann gerir þetta á öllum sílendrum dettur mér ekkert annað í hug en að pakkningin passi bara ekki, með nýplanaða blokk og nýtt hedd er ekki margt sem kemur til greina

Re: Nissan Patrol 2,8 ´99

Posted: 14.jún 2012, 19:08
frá hafthor12
Pakkningin var rétt en heddið var of gróft planað þannig að það náði ekki að þétta á stálpakkninguna. Of djúpar rákir eftir fræsarann.