Ryðvörn á gamla bíla


Höfundur þráðar
Leifi
Innlegg: 26
Skráður: 23.feb 2012, 12:23
Fullt nafn: Þorleifur Eggertsson
Bíltegund: LC 90

Ryðvörn á gamla bíla

Postfrá Leifi » 08.jún 2012, 15:42

Hvaða ryðvarnar efni er best til að verja ryðbletti á undirvagni, innaní bretti og slika staði?




joias
Innlegg: 633
Skráður: 15.feb 2010, 21:15
Fullt nafn: Jóhann Lúðvíksson

Re: Ryðvörn á gamla bíla

Postfrá joias » 10.jún 2012, 13:43

Það er tvennt sem ég hef gert við ryðbletti sem ég næ ekki að slípa almenniega niður. Það er að pensla rustconverter. Fæst í N1 og fleirir stöðum. Það er gott að fara 2-3 umferðir. Svo grunna ég yfir það með epoxy grunn með herði. Og svo mála ég yfir.
Svo er hin aðferðin að spreyja vaxi (holrúmspray) það fæst líka í N1

Það getur svo vel verið að það séu til aðrar jafn góðar eða betri aðferðir sem ég veit ekki um.
Prodject Toylett Hilux Longcap eða hvað á að kalla það...

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Ryðvörn á gamla bíla

Postfrá jeepson » 10.jún 2012, 19:29

Það er fínt að sprauta olíu í þetta líka. Mótor olía af diesel vélum er best hef ég heyrt. sótið í olíuni sest vel í alla hverki.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Hrannifox
Innlegg: 374
Skráður: 19.sep 2011, 20:14
Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
Bíltegund: Musso Sport 37''
Staðsetning: Hveragerði

Re: Ryðvörn á gamla bíla

Postfrá Hrannifox » 12.jún 2012, 14:46

Ef þú hefur aðgang af koppafeiti notaðri og svo notaði mótoroliu blandaðu þessu samann og vollah þú ert kominn með fína ryðvörn.


Einn sveitungur sagði mér að kaupa mér tektil og blanda hann með glussa, hann tók econaline sem hann átti
svoleiðis, var smá likt inni honum um tíma en ekkert til að grenja yfir, virkaði djöfulli vél sagði hann glussinn kemur í veg fyrir að tektilinn þorni og spryngi.

tektill og úða holrýmavaxi yfir hann árlega það á líka að koma í veg fyrir að tektilinn þorni
Hranni Fúsa
Jeep Grand Cherokee WJ


villi58
Innlegg: 2137
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Ryðvörn á gamla bíla

Postfrá villi58 » 12.jún 2012, 15:28

jeepson wrote:Það er fínt að sprauta olíu í þetta líka. Mótor olía af diesel vélum er best hef ég heyrt. sótið í olíuni sest vel í alla hverki.

Mótorolía af disel vélum er stútfull af tærandi sýrum og ýmsu óæskilegum efnum og ætti ekki að nota sem ryðvörn, er ekki óþarfi að fara að finna upp hjólið aftur ?
Hef tekið eftir að undirvagnsryðvörn þornar og springur, hef leyst málið með að blanda 1/4 hluta af holrúmavaxi, mjúkt árum saman.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur