Síða 1 af 1

AC cobra, bentley, ferrari ofl bílar á ferðinni

Posted: 07.jún 2012, 23:13
frá ellisnorra
Rakst á þessa í dag í sveitinni minni, datt í hug að deila þessu með ykkur.
Ég var svo agalega slefandi að ég hafði ekki rænu á að taka nema 3 myndir.. á símann minn :) Og auðvitað sé ég eftir að hafa ekki tekið fleiri myndir, og af fleiri bílum. Þarna voru ferrari, benz, porche og margir margir fleiri.
Það sem ég veit að þarna voru á ferðinni franskur fornbílaklúbbur, þeir voru búnir að keyra amk kjósaskarð, hvalfjörð og dragann í dag og ég sá þá við Deildatunguhver. Næst skildist mér að þeir færu á vestfirðina.
Ég gjörsamlega slefaði yfir ac cobrunni (429 og síslapúst, þvílíkt sound) og bentley, sem ég veit ekki mikið meira um en mikið var hann ógeðslega flottur maður.. shiii

Image
Image
Image

Re: AC cobra, bentley, ferrari ofl bílar á ferðinni

Posted: 08.jún 2012, 20:24
frá ellisnorra
http://ruv.is/sarpurinn/frettir/2905201 ... d-norraenu

Þarna er fréttaskot um þetta, bentleyinn er víst metinn á um 200 milljónir....

Re: AC cobra, bentley, ferrari ofl bílar á ferðinni

Posted: 10.jún 2012, 19:31
frá jeepson
svopni wrote:Góða skemmtun á vestfjörðunum, ég segi nú ekki meira. Það er óspennandi að keyra þá á nýlegum bílum, hvað þá gömlum ferrari ;)


Það er fínt að keyra vestfirðina ef að menn fara djúpið. Það er malbikað alveg að Þingeyri :) En hin leiðin er hinsvegar langt því frá að vera góð fyrir þessa bíla.