Síða 1 af 1

Á eitthver gps trakk að gígnum á Eyjafjallajökli?

Posted: 05.jún 2012, 17:12
frá -Hjalti-
Sælir
Á eitthver gps trakk að gígnum á Eyjafjallajökli?

Re: Á eitthver gps trakk að gígnum á Eyjafjallajökli?

Posted: 05.jún 2012, 18:28
frá Magnús Ingi
Þú þarft ekkert trakk þarna upp nóg af förum að velja:)

Re: Á eitthver gps trakk að gígnum á Eyjafjallajökli?

Posted: 05.jún 2012, 19:32
frá ellisnorra
Magnús Ingi wrote:Þú þarft ekkert trakk þarna upp nóg af förum að velja:)


Og ætlar þú að fullyrða að öll þau för séu í lagi og hættulaus?
Engin leiðindi :)

Re: Á eitthver gps trakk að gígnum á Eyjafjallajökli?

Posted: 05.jún 2012, 19:41
frá Oskar K
bara ekki keyra frammaf

Re: Á eitthver gps trakk að gígnum á Eyjafjallajökli?

Posted: 06.jún 2012, 12:30
frá Magnús Ingi
Nei ég ætla ekki að fullyrða neitt en eins og þetta hefur verið hefur verið ein óberandi mest notuð akstusbraut þarna upp sem er í notkun nánast daglega hjá túristakeyrurum en svo er hellingur að öðrum förum þarna sem ég veit ekkert um:)). en það hlítur einhver að eiga nýlegt trakk þarna upp

Re: Á eitthver gps trakk að gígnum á Eyjafjallajökli?

Posted: 06.jún 2012, 13:52
frá ivar
Ég fór þangað um daginn en er ekki viss um að ég eigi track. Skal skoða það.
Hinsvegar eins og áður hefur komið fram þá er þetta nokkuð augljóst þegar þú ert að keyra þarna upp og það eru sennilega hundruðir fara sem eru c.a. í vegformi upp á jökulinn. Þau eru nokkurnveginn rétt.

Hinsvegar eins og hefur líka komið fram þá mæli ég með að fara ekki of nálægt gígbrúninni og heldur ekki suður upp frá steininum. Þar eru litlar sprungur sem gætu fest bílinn.

Jöklakortið er fínt í þessum efnum.

Re: Á eitthver gps trakk að gígnum á Eyjafjallajökli?

Posted: 06.jún 2012, 14:56
frá Stjóni
Af hverju ætti track úr GPS að vera öruggara en för í snjónum? Ef einhver á track úr GPS sannar það aðeins að það hafi einu sinni verið ekið, ekki endilega að þar sé alltaf öruggt að fara.

Re: Á eitthver gps trakk að gígnum á Eyjafjallajökli?

Posted: 06.jún 2012, 17:37
frá Kiddi
Nákvæmlega.
Maður á ekki að treysta förum frá öðrum eða trakki.

Fínt samt að hafa það til hliðsjónar.