Bremsudælur að framan í LC90


Höfundur þráðar
oskarg
Innlegg: 25
Skráður: 05.des 2010, 21:03
Fullt nafn: Óskar Gústavsson

Bremsudælur að framan í LC90

Postfrá oskarg » 05.jún 2012, 14:06

Sælir.
Ætlaði rétt að vippa mér í bremsuklossaskipti að framan á LC90, 1998 árgerð. Þegar klossarnir voru komnir úr var ekkert mál að þrýsta ytri dælustimplum til baka með því að láta blæða en þeir innri haggast ekki. Sama staða er beggja vegna. Nú er spurt hvað er til ráða til að koma innri stimplum til baka svo klossarnir komist í?
Öll ráð vel þegin. kv. Óskar




olei
Innlegg: 816
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Bremsudælur að framan í LC90

Postfrá olei » 05.jún 2012, 15:48

Með fyrirvara um að ég hef aldrei átt við frambremsur í LC 90 þá hljómar þetta eins og stimplarnir séu ryðgaðir fastir í dælunum. Það útheimtir að rífa dælurnar úr og í sundur. Þrífa þær upp að innan og skipta um stimplana eftir þörfum og allar þéttingar.

Það er til í dæminu að það borgi sig að kaupa nýjar/uppgerðar/aftermarket dælur í stað þess að taka upp þær gömlu. Það fer eftir varahlutaverði.


Höfundur þráðar
oskarg
Innlegg: 25
Skráður: 05.des 2010, 21:03
Fullt nafn: Óskar Gústavsson

Re: Bremsudælur að framan í LC90

Postfrá oskarg » 05.jún 2012, 16:03

Takk fyrir svarið. Mér finnst þetta svolítið einkennilegt hjá mér því klossarnir eru jafn slitnir beggja vegna disks.

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Bremsudælur að framan í LC90

Postfrá Freyr » 05.jún 2012, 16:58

Fastir stimplar. Þetta er mjög algengt í 90 og 120 cruiser t.d.


Cruser
Innlegg: 156
Skráður: 29.mar 2010, 17:05
Fullt nafn: Bjarki Logason

Re: Bremsudælur að framan í LC90

Postfrá Cruser » 05.jún 2012, 18:50

Sæll Óskar
Þetta eru fastir stimplar, í 90 cruser festast innri stimplar og í 120 cruser festast ytri, skrítið. Ekki rífa deælurnar í sunndur vegna þess að þú færð ekki litlu gúmmíhringina sem eru á samsetningum ekki með í settum. Þú þarft væntanlega kaupa nýja stimpla og gúmmí settinn, svo er þetta bara dund að rífa sunndur og púsla saman. Hef lennt í því að þurfa að sjóða í fösti stimplana til þess að ná þeim úr. Svo er gott að sandblása dælurnar áður en sett er saman þá er allt svo hreint og fínt sko.
Vonandi að þetta komi að einhverju gagni?
Kv Bjarki
Kv
Bjarki


Styrmir
Innlegg: 164
Skráður: 08.mar 2010, 16:48
Fullt nafn: Styrmir Frostason

Re: Bremsudælur að framan í LC90

Postfrá Styrmir » 05.jún 2012, 20:01

Sæll Óskar

Til að ná stimplunum úr er best að ýta þeim út með að setja vice-grip á allar bremsur nema dæluna sem þú ætlar að ná stimplunum út og stíga síðan á bremsuna í bílnum og ýta þeim út þannig, þá er það ekkert vesen. Svo er best að taka hana í sundur eins og Bjarki segir að þú eigir ekki að gera passar þig bara á að týna ekki litla hring gúmmíinu og setja aftur á sinn stað þegar þú ert búinn að gera upp hvorn helmininn fyrir sig

Kv:Styrmir

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Bremsudælur að framan í LC90

Postfrá Freyr » 05.jún 2012, 23:33

Tók haug af svona dælum sundur þegar ég vann í toyota, passa bara eins og Styrmir talar um að týna ekki litlu hringjunum. Annars eru stimparnir oft það fastir að maður nær ekki að pumpa þeim út heldur þarf að sjóða á þá (vorum með um 1 meters langt stálrör í toyota til að nota í þetta, það tók ekki langann tíma að myndast turn af samansoðnum stimplum sem voru þá skornir af og byrjað að safna upp á nýtt....;-).

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Bremsudælur að framan í LC90

Postfrá Startarinn » 05.jún 2012, 23:41

Það má líka setja smurkopp á dæluna og nota koppafeitissprautu til að pumpa stimpilinn lausan, maður nær mun hærri þrýsting þannig heldur en að stíga á bremsuna
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur