Er byrjandi í þessum bransa en er að reyna að finna mér fremur ódýran, áreiðanlegan, rúmgóðan og óbreyttan 7-manna jeppa til notkunar innanbæjar og ferðalaga með litla hópa (ferðamenn). Hef aðeins verið að skoða 98-00 árgerðir af LC 100. Bensínbíllinn er talsvert ódýrari en diesel bíllinn, og flestir minna eknir. Gallinn, geri ég ráð fyrir, er að bensínvélin eyðir umtalsvert meira? Á móti kemur er kannski lægri viðhalds/viðgerðakostnað á bensínvélinni.
Væri gaman að heyra ykkar reynslu eða skoðanir á þessu og hvort þið hafið einhverjar eyðslutölur á þessar vélar (m.v. óbreytta bíla)
LC 100 diesel vs. bensín
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur