LC 80 eyðslutölur

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

LC 80 eyðslutölur

Postfrá Polarbear » 28.maí 2012, 21:18

Sælir spjallverjar,

Ég er með landcruiser 80 árgerð 1993 og mér finnst hann eyða heldur miklu. Hvað eru menn hér að eyða í hreinum innanbæjarakstri á 38" breyttum svona bílum sem enn eru með orginal hlutföll? mér reiknast til að minn sé í svona 22-25 lítrum innanbæjar og finnst mér það helvíti vel í lagt... svo finnst mér hann reykja leiðinlega mikið, þó er hann með KN síu (sem er tandurhrein) og hressilegt gat á pústinu nálægt bínu, en er þó með 2.5 púst (Ekki 3ja tommu).

gangurinn er ágætur, ekkert grófur þannig séð en bíllinn er náttúrulega keyrður til tunglsins. (c.a 370 þúsund km)....

er þetta eðlileg eyðsla á þessum tíkum innanbæjar á orginal eða á maður að fara að láta taka upp spíssana og reyna að fá þessa eyðslu eitthvað neðar?



User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: LC 80 eyðslutölur

Postfrá ellisnorra » 28.maí 2012, 21:54

Ég keyrði á tímabili 38" bíl og þá var hann í ca 15-17 í svona úti-á-landi akstri. Mér fannst það nú frekar mikið. Svakaleg ólykt var af þeim bíl, þe pústfnykur. Ef hann var settur í gang inní skúr og keyrt strax út þá var samt ólíft þar inni þangað til vel var búið að lofta út. Aldrei fundið jafn slæma dísel pústfýlu.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Maggi
Innlegg: 264
Skráður: 31.jan 2010, 00:32
Fullt nafn: Magnús Blöndahl
Bíltegund: WranglerScrambler

Re: LC 80 eyðslutölur

Postfrá Maggi » 28.maí 2012, 22:06

Er með óbreyttan bíl ekinn um 380.000
Síðasti langkeyrslutankur var 13.5L/100 en þá var ekið á ca löglegum hraða.
Eyðslan fer upp ef ekið er hraðar.

kv
Maggi
Wrangler Scrambler


bragig
Innlegg: 102
Skráður: 28.maí 2010, 19:21
Fullt nafn: Bragi Guðnason
Bíltegund: LC 80, Hilux xc

Re: LC 80 eyðslutölur

Postfrá bragig » 28.maí 2012, 22:43

Er með LC 80 ´92 sjálfskiptur á 35" dekkjum og original hlutföll (3.70) ekinn 336 þ. km.

Langkeyrsla er í kringum 10 lítrar ef keyrt er á 80-90 í lock-up inu á 1600-1800 snúningum. Stundum 11 lítrar að vetri til með fullan bíl af fólki og farangri. Hef viktað bílinn reglulega við bæjarmörkin og algengt er að hann vikti 2700-3000 kg við brottför.

Innanbæjar í vetur mældi ég hann kringum 16-20 lítra keyrður kaldur í skólann og til baka.

Hef átt nokkra fólksbíla sem eyða jafnmikið eða meira en HJ 80. En það er örugglega leikur einn að láta krúserinn eyða miklu meira ef menn reyna. Margir bílar eru með uppskrúfuð olíuverk og kanski þreytta spíssa sem ásamt þungum hægri fæti er góð uppskrift af óhóflegri eyðslu. Ég vil meina að 3 tonna jeppahlunkar séu ekki ætlaðir til hraðaksturs né spyrnu.

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: LC 80 eyðslutölur

Postfrá Polarbear » 28.maí 2012, 23:31

ég er nú nokkuð léttur á fætinum þannig að ég tel að 25 innanbæjar sé abnormal miðað við þetta. held að spíssar fari á viðgerðarlistann :)

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: LC 80 eyðslutölur

Postfrá Freyr » 28.maí 2012, 23:55

Pabbi á '94 bíl, vx með ssk. á 35" dekkjum. Vél og púst alveg óbreitt. Hann fer í 12-13 við bestu aðstæður í langkeyrslu en kringum 15 innanbæjar, fer eitthvað hærra á veturna. Þetta er með frekar "mjúku" aksturslagi.


peturin
Innlegg: 159
Skráður: 28.mar 2010, 10:52
Fullt nafn: Pétur Ingjaldsson

Re: LC 80 eyðslutölur

Postfrá peturin » 29.maí 2012, 10:24

Ég var með minn í svona 13 til 17lítrum en svo breytist þetta og hann fór langt yfir 20 lítrana og reykti eins og svartolíubrennari.
Búinn að skipta um spíssa, sé engan mun á eyðslu en hann torkar betur...
Núna verður skrúfað niður í olíuverkinu þar sem að mér skilst það komi slit í skrúfuna og hún opni meir svo að maður justerar hana bara aðeins til baka.
Ekki komin reynsla á þetta en.
KV PI

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: LC 80 eyðslutölur

Postfrá Polarbear » 29.maí 2012, 10:40

þú mátt skutla á mig upplýsingum um hvernig þú skrúfar niður í þessari skrúfu, jafnvel myndir ef þú getur.... ég væri alveg til í aðeins minna tork og minni eyðslu.


peturin
Innlegg: 159
Skráður: 28.mar 2010, 10:52
Fullt nafn: Pétur Ingjaldsson

Re: LC 80 eyðslutölur

Postfrá peturin » 29.maí 2012, 12:04


Ég er úti á sjó og er það nú ástæðan fyrir því að ekki er búið að prufa.
Ég skal sjá hvað ég get gert í upplýsingum um þetta.
Annars eru fullt af köllum hér inni sem kunna þetta, en eru lítið að tjá sig
KV PI

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: LC 80 eyðslutölur

Postfrá Freyr » 29.maí 2012, 13:38

Ég þekki ekki aðgerðina sem slíka en ég sá vanan mann gera þetta á toyota verkstæði fyrir nokkrum árum. Til að komast að þessu losaði hann inngjafararma sem eru utan við/undir soggreininni vm í húddinu, veit ekki hvort þetta gagnast þér nokkuð samt.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: LC 80 eyðslutölur

Postfrá Stebbi » 29.maí 2012, 16:53

Þið hljótið að vera að gera eitthvað vitlaust. Samkvæmt langflestum pistlum sem ég hef lesið á F4x4.is þá á svona bíll á 44" á ekki að eyða nema tæpum 9 úti á vegi og eitthvað enþá minna innanbæjar. Menn hafa verið tilbúnir að deyja fyrir þessar tölur ef einhver kallar þá lygara. :)
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: LC 80 eyðslutölur

Postfrá Óskar - Einfari » 29.maí 2012, 18:01

Einmitt það sama og ég var að hugsa Stebbi... man eftir að hafa séð einhverjar svona ótrúlega eyðslutölur á f4x4. Mér þætti gaman að sjá 2,5-3 tonna LC80 á 44" sem eyðir 9L/100 úti á vegi á 80-90km hraða. Ef þær tölur standa væri eyðsla á nútíma diesel fólksbíl til skammar!
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


ursus
Innlegg: 42
Skráður: 17.jan 2011, 18:57
Fullt nafn: Sæmundur Oddsteinsson

Re: LC 80 eyðslutölur

Postfrá ursus » 29.maí 2012, 18:02

Stebbi wrote:Þið hljótið að vera að gera eitthvað vitlaust. Samkvæmt langflestum pistlum sem ég hef lesið á F4x4.is þá á svona bíll á 44" á ekki að eyða nema tæpum 9 úti á vegi og eitthvað enþá minna innanbæjar. Menn hafa verið tilbúnir að deyja fyrir þessar tölur ef einhver kallar þá lygara. :)



það getur vel verið að það sé rétt og satt að þeir eyði ekki meiru á 44". en það verður að taka það með að það er ekki hægt að keyra hraðar en 35 kmh á því gleðigúmíi. nema hafi gleymst að setja 2 eða 3 framan við þessa 9 .......

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: LC 80 eyðslutölur

Postfrá Stebbi » 29.maí 2012, 18:50

ursus wrote:
Stebbi wrote:Þið hljótið að vera að gera eitthvað vitlaust. Samkvæmt langflestum pistlum sem ég hef lesið á F4x4.is þá á svona bíll á 44" á ekki að eyða nema tæpum 9 úti á vegi og eitthvað enþá minna innanbæjar. Menn hafa verið tilbúnir að deyja fyrir þessar tölur ef einhver kallar þá lygara. :)



það getur vel verið að það sé rétt og satt að þeir eyði ekki meiru á 44". en það verður að taka það með að það er ekki hægt að keyra hraðar en 35 kmh á því gleðigúmíi. nema hafi gleymst að setja 2 eða 3 framan við þessa 9 .......


Samkvæmt F4x4.is þá er meðalferðahraði á svona bíl aldrei undir 90kmh sama hvernig færið er, svo má ekki gleyma því að þegar þú kemur heim úr helgarferð með hanskahólfið fullt af hraðasektum, fullan tank af olíu og bílinn í drasli þá þykir ekkert að því að setja á hann 3-4 milljónir að því gefnu að hann sé minnst 20 ára gamall og kominn yfir 300 þús.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: LC 80 eyðslutölur

Postfrá -Hjalti- » 29.maí 2012, 19:09

Stebbi wrote:
ursus wrote:
Stebbi wrote:Þið hljótið að vera að gera eitthvað vitlaust. Samkvæmt langflestum pistlum sem ég hef lesið á F4x4.is þá á svona bíll á 44" á ekki að eyða nema tæpum 9 úti á vegi og eitthvað enþá minna innanbæjar. Menn hafa verið tilbúnir að deyja fyrir þessar tölur ef einhver kallar þá lygara. :)



það getur vel verið að það sé rétt og satt að þeir eyði ekki meiru á 44". en það verður að taka það með að það er ekki hægt að keyra hraðar en 35 kmh á því gleðigúmíi. nema hafi gleymst að setja 2 eða 3 framan við þessa 9 .......


Samkvæmt F4x4.is þá er meðalferðahraði á svona bíl aldrei undir 90kmh sama hvernig færið er, svo má ekki gleyma því að þegar þú kemur heim úr helgarferð með hanskahólfið fullt af hraðasektum, fullan tank af olíu og bílinn í drasli þá þykir ekkert að því að setja á hann 3-4 milljónir að því gefnu að hann sé minnst 20 ára gamall og kominn yfir 300 þús.


Ég átti Pajero í tvær vikur í vetur , Ég fór að finna fyrir biturleika um miðja fyrstu vikuna svo fór þetta að stigmagnast með hverjum deginum og á endanum var ég hættur að geta staðið uppúr rúminu á morgnana. Endaði með að ég seldi pæjuna á hálfvirði einfaldlega til að bjarga sálartetrinu. En Stebbi minn ég held að það verði ekki aftursnúið hjá þér :(
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: LC 80 eyðslutölur

Postfrá Stebbi » 29.maí 2012, 23:09

Að eiga Pajero pirrar mig ekkert, ef hann fer að verða leiðinlegur þá set ég hann bara í skammarkrókinn og þá er hann til friðs eftir smá stund þar. Annars tók ég eftir þessu Land Cruiser bulli fyrst þegar ég átti Toyotu, svona á svipuðum tíma og var verið að ferma þig Hjalti minn. :)
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: LC 80 eyðslutölur

Postfrá Freyr » 30.maí 2012, 02:31

Stebbi, það þýðir ekkert að rökræða þetta við Hjalta. Maðurinn velur óþægilegt boddý (situr á gólfinu og slæm hönnun á afturhlera), setur í það máttlausa vél, notar drif sem af mörgum eru talin veik og griplaus dekk.............;-) ;-) ;-)

Með kveðju, Freyr

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: LC 80 eyðslutölur

Postfrá -Hjalti- » 30.maí 2012, 03:42

Freyr wrote:Stebbi, það þýðir ekkert að rökræða þetta við Hjalta. Maðurinn velur óþægilegt boddý (situr á gólfinu og slæm hönnun á afturhlera), setur í það máttlausa vél, notar drif sem af mörgum eru talin veik og griplaus dekk.............;-) ;-) ;-)

Með kveðju, Freyr


Ég fer þó ekki á fólksbílum á fjöll og fer því ekki í kvíðakast þegar ég hugsa til kaðalsins í skottinu :)
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


jongunnar
Innlegg: 220
Skráður: 14.jún 2011, 21:03
Fullt nafn: Jón Gunnar Mýrdal

Re: LC 80 eyðslutölur

Postfrá jongunnar » 30.maí 2012, 06:14

Polarbear wrote:Sælir spjallverjar,

Ég er með landcruiser 80 árgerð 1993

gangurinn er ágætur, ekkert grófur þannig séð en bíllinn er náttúrulega keyrður til tunglsins. (c.a 370 þúsund km)....

er þetta eðlileg eyðsla á þessum tíkum innanbæjar á orginal eða á maður að fara að láta taka upp spíssana og reyna að fá þessa eyðslu eitthvað neðar?


Ég hugsaði fyrst þegar ég las þetta ÚFF ÆTLI HANN SÉ BÚINN AÐ FÁ SÉR LÍFVÖRÐ. þú ert alveg öruggleg kominn á most wanted lista hjá mörgum núna.
Ef það er ekki olía undir enskum bílum þá er ekki olía á þeim

User avatar

muggur
Innlegg: 353
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: LC 80 eyðslutölur

Postfrá muggur » 30.maí 2012, 08:27

Gaman að þessu spjalli.
Hef alltaf furðað mig á því afhverju verið er að selja Toyota Yaris og Nissan Micra. Þessir framleiðendur myndu ná miklu meiri olíu/bensín sparnaði við að taka LC og Patrol, troða undir þá 48 tommu, dana 60, four-link, loftdælum, milligír, spilbeislum, ljóskösturum þannig að bílarnir minna á jólatré og a.m.k. 2x200 lítra auka tönkum því að slíkir bílar eyða aldrei meira en 10 á hundraðið innanbæjar og miklu minna í langkeyrslu.

Nei annars þá held ég að menn séu alltaf að miða við eyðslu í allra bestu aðstæðum (niður kambana t.d.) þegar svona tölur eru birtar. Er til efs að nokkur svona uber breyttur bíll eyði undir 15 á langkeyrslu AÐ JAFNAÐI.

Ps. En já bensín Pajero finnst sopinn góður
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: LC 80 eyðslutölur

Postfrá Polarbear » 30.maí 2012, 08:54

pardon...

nóg komið af rugli hérna.... keep on-topic takk.


rottinn
Innlegg: 120
Skráður: 24.mar 2011, 00:42
Fullt nafn: Böðvar Stefánss
Bíltegund: Chevy Silverado 6.6

Re: LC 80 eyðslutölur

Postfrá rottinn » 30.maí 2012, 11:21

Sælir spjallverjar. Ég er með afnot af svona cruiser 92módelið keyrður um 200þ,km. Hann er sjálfskiptur og ekki með cooler. Hann er að eyða að meðaltali um 13-14l/100 á 35tommunni. Hann hefur farið í 11lítra við bestu aðstæður í langkeyrslu. Hann jók eyðsluna ekki að neinu marki á 38". En annars er hann einsog allir hinir bílarnir, hann eyðir öllu sem á hann er sett ;)

User avatar

lc80cruiser1
Innlegg: 277
Skráður: 17.jan 2012, 12:40
Fullt nafn: Björgvin Björgvinsson
Bíltegund: LC 80

Re: LC 80 eyðslutölur

Postfrá lc80cruiser1 » 30.maí 2012, 17:32

Er á 1600 snúningum á 90 km hraða sýnist eyðslan vera milli 12 og 13 á langkeyrslu
Land Cruiser 80 1991


plummerinn
Innlegg: 92
Skráður: 24.sep 2011, 10:09
Fullt nafn: haukur harðarson

Re: LC 80 eyðslutölur

Postfrá plummerinn » 30.maí 2012, 22:50

sælir..

ég er með lc 80 . með 12 ventla vélinni . á 46" tommu dekkjum . ekinn 350 þús. með nýrri túrbínu frá stýrivélaþjónustunni. þ,e stærri . hóflega uppskrúfað olíuverk, 3" púst og intercooler. . og já , á 4:88 hlutföllum.

í beinni keyrslu á Reyðarfjörð var hann að fara með 17 lítra á hundraðið . ( reyndar í snjó og hálku um síðustu jól.)

í innarbæjar snatti og eitthverri lengri keyrslu. er hann um 20 til 22 lítra.. munar furðu litlu á því .

Kv Haukur . p,s frekar keyri ég minna á góðum bíl heldur en að komast lengra á smábíl.


spurs
Innlegg: 394
Skráður: 11.apr 2010, 19:05
Fullt nafn: Sigmundur Bjarnason

Re: LC 80 eyðslutölur

Postfrá spurs » 31.maí 2012, 11:01

Ég átti beinskiptan á 38" og hann var með 12L í langkeyrslu.

User avatar

lc80cruiser1
Innlegg: 277
Skráður: 17.jan 2012, 12:40
Fullt nafn: Björgvin Björgvinsson
Bíltegund: LC 80

Re: LC 80 eyðslutölur

Postfrá lc80cruiser1 » 31.maí 2012, 12:10

Þessi eyðir öllu minna en Patrol 94 á 38, sá bíll var um 15-16 á langkeyrslu !
Land Cruiser 80 1991

User avatar

nobrks
Innlegg: 327
Skráður: 31.jan 2010, 21:12
Fullt nafn: Kristján Arnór Gretarsson

Re: LC 80 eyðslutölur

Postfrá nobrks » 01.jún 2012, 15:15

Bíllinn hjá´mér er með 12v LC80 mótorinn ótjúnnaðan ek250þkm,
en ég keyrði einn tank á 39,5 dekkjum 4.11 hlutföll GPS mælt, tvær ferðir Rvk-Grundartangi og restin í bænum.
mælingin gaf 10,7 eða 11,7 l/100km , reyndar var hann svo svagur að það varð að keyra hann varlega innanbæjar.

Og já mengunin sem kemur frá þessu í hægagangi er svakaleg.

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: LC 80 eyðslutölur

Postfrá Polarbear » 01.jún 2012, 15:39

það er augljóst að eitthvað er að hjá mér. hvað mæla menn hér með að ég skoði fyrst? spíssa? olíuverkið? (og hvernig þá) eða.... ég er ekki alveg með það á tæru hvar er best að byrja...

eins þætti mér gaman að sjá myndir/teikningar af því hvar og hvernig maður getur fiktað í þessari ágætu magnskrúfu.


peturin
Innlegg: 159
Skráður: 28.mar 2010, 10:52
Fullt nafn: Pétur Ingjaldsson

Re: LC 80 eyðslutölur

Postfrá peturin » 01.jún 2012, 16:45


Byrjaðu á skrúfunni það er ódýrast og fljótlegast.
Hringdu í þetta númer 8979191 þetta er hann Steini Ford og hann gerir þetta fyrir þig úti á götu ef ég þekki hann rétt.
KV PI


Sveinn.r.þ
Innlegg: 106
Skráður: 27.feb 2012, 08:16
Fullt nafn: Sveinn Rúnar þórarinsson
Bíltegund: lc80

Re: LC 80 eyðslutölur

Postfrá Sveinn.r.þ » 01.jún 2012, 23:22

Steini er eimitt að fara í minn á næstu dögum,þetta er algjör snillingur,Steini skrúfaði minn niður í fyrra,og skiptinginn var skemtilegri og fékk meira tog,núna verður olíuverkið tekið og spíssar ath,því greyið sótar svo,minn er á 33" og er með 15-17 í bænum ca12 í langkeyrslu og skiptir ekki máli hvort 2 tonna hús sé með,fer svo á 38" í haust,hentar honum vél með 4.20 hlutföll,góða helgi

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: LC 80 eyðslutölur

Postfrá Polarbear » 01.jún 2012, 23:52

takk fyrir þetta. ég heyri í Steina eftir helgi.


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: LC 80 eyðslutölur

Postfrá kjartanbj » 20.jún 2012, 01:01

var að koma úr smá dagsrúnt

skrapp inn í mörk og dró svo 44" 4runner frá hellu og í hveragerði

94 módel 80 cruiser sjálfskiptur 44" breyttur en er á 38" sumartúttum

ég mældi eyðsluna á þessum dagsrúnt og hún var 14.9 lítrar sem er nokkuð ágætt bara miðað við að hafa dregið 2 tonna bíl þessa vegalengd

þetta er eyðsla mæld eftir gps
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-


ottarari
Innlegg: 13
Skráður: 30.apr 2010, 20:32
Fullt nafn: Óttar Ari Gunnarsson

Re: LC 80 eyðslutölur

Postfrá ottarari » 21.jún 2012, 01:16

Ég mundi skoða KN siuna,lentum i þvi á LC60 að svona sia var að hindra loft að vélinni og reykti hann svörtu P,S er með LC 60 38/44 hef aldrei náð honum niður fyrir 15/l á 100 km.KN sian var ný


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: LC 80 eyðslutölur

Postfrá kjartanbj » 09.aug 2012, 23:58

Fyllti bílinn um daginn , keyrði 105km eftir Gps , fyllti hann aftur og setti á hann 10.6 lítra , og btw er á 44"
þetta var keyrt á 90km/h .. finnst magnað hvað þetta eyðir litlu miðað við stærð
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-


bragig
Innlegg: 102
Skráður: 28.maí 2010, 19:21
Fullt nafn: Bragi Guðnason
Bíltegund: LC 80, Hilux xc

Re: LC 80 eyðslutölur

Postfrá bragig » 10.aug 2012, 18:55

Mældi minn krúser 80 í sumarlangkeyrslu um daginn. Sjálfskiptur 4.2 TDI ´92 ekinn 340 þ.km 12 ventla á 35" dekkjum. Keyrði frá Siglufirði til Hafnarfjarðar vellir. Mældist 400km og ég tók 37 lítra á bílinn. Þetta eru um 9,2 lítrar/100km. Var einn í bílnum með lítið af farangri og keyrt á um 90km/h.


Einfari
Innlegg: 26
Skráður: 15.apr 2010, 08:56
Fullt nafn: Einar Stefánsson

Re: LC 80 eyðslutölur

Postfrá Einfari » 11.aug 2012, 20:45

Bragig, hver er snúningshraðinn á 90 km?

Er bara að forvitnast um á hvaða snúning hann eyðir minnstu


bragig
Innlegg: 102
Skráður: 28.maí 2010, 19:21
Fullt nafn: Bragi Guðnason
Bíltegund: LC 80, Hilux xc

Re: LC 80 eyðslutölur

Postfrá bragig » 11.aug 2012, 21:11

Einfari wrote:Bragig, hver er snúningshraðinn á 90 km?

Er bara að forvitnast um á hvaða snúning hann eyðir minnstu


Er á 1800 snúningum á 90 km/h ef ég man rétt.


peturin
Innlegg: 159
Skráður: 28.mar 2010, 10:52
Fullt nafn: Pétur Ingjaldsson

Re: LC 80 eyðslutölur

Postfrá peturin » 13.aug 2012, 11:21

bragig wrote:Mældi minn krúser 80 í sumarlangkeyrslu um daginn. Sjálfskiptur 4.2 TDI ´92 ekinn 340 þ.km 12 ventla á 35" dekkjum. Keyrði frá Siglufirði til Hafnarfjarðar vellir. Mældist 400km og ég tók 37 lítra á bílinn. Þetta eru um 9,2 lítrar/100km. Var einn í bílnum með lítið af farangri og keyrt á um 90km/h.

Bragi hvaða hlutföll eru í honum hjá þér í hásingum.
kv Pétur


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 34 gestir