Síða 1 af 1

Óþekkt viðvörunarljós í gömlum Patrol

Posted: 27.maí 2012, 23:30
frá Raven
sælir

Er einhver patrol spekingur hérna, sem gæti sagt mér eitthvað um þetta ljós ?

Þannig er að bíllinn varð rafmagnslaus hjá mér, og þurfti start/drátt til að komast í gang. Við það þá kviknaði ljós í mælaborðinu (rautt ljós) og logar enn.
Ég er búinn að reyna ýmislegt til að komast að hvað er að en ekki fundið neitt.
1. Tékka á öllum olíum. (vél, kassa, drifum, millikassa, vatnið, stýrið, bremsum osf.) allt ok.
2. googla þetta í hörgul...
3. hringja í IH og svo senda þeim mail með mynd af ljósinu.
4. IH kom upp með að "hugsanlega gæti þetta verið vegna hráolíusíunnar" og ég skipti um hana, þó hinn hafi bara verið ekinn ca 1000 km. (ljósið logar enn)

Enn veit ég ekki hvað þetta ljós þýðir, er einhver hér sem getur sagt mér hvaða skynjari framkallar þetta ljós ?

ég fann ekki hvernig ég gat vistað niður mynd, þannig að ég setti hana sem avatar myndina hjá mér :)

Re: Óþekkt viðvörunarljós í gömlum Patrol

Posted: 27.maí 2012, 23:37
frá jeepson
Sæll. Sendu mér myndina í mail og ég skal henda henni inn fyrir þig.

Re: Óþekkt viðvörunarljós í gömlum Patrol

Posted: 27.maí 2012, 23:45
frá Stebbi
Þetta getur verið viðvörunarljós fyrir vatn í hráolíusíu. Ef það er flotholt sem þurfti að flytja á milli í síuskiptum þá getur það annað hvort staðið á sér, gleymst að tengja það aftur eða vírarnir í sundur.

Re: Óþekkt viðvörunarljós í gömlum Patrol

Posted: 27.maí 2012, 23:54
frá jeepson
Hér kemur mynd af ljósinu umrædda.

Image

Re: Óþekkt viðvörunarljós í gömlum Patrol

Posted: 28.maí 2012, 03:23
frá Sævar Örn
settu patrolinn í gang, taktu plöggið neðanaf hráolíusíu rofanum og tengdu á milli t.d. með bréfaklemmu, ef ljósið slokknar þá veistu að rofinn í síunni er bilaður, ef ekkert breytist er vandamálið einhversstaðar á milli mælaborðs og plöggsins.

Re: Óþekkt viðvörunarljós í gömlum Patrol

Posted: 28.maí 2012, 09:18
frá gamli
þetta er A/T oil temp ljósið er ég nokkuð viss um tékkaðu á virnum sem fer í skinjara sem er fyrir miðju á blokinni hægrameginn þetta er neðsti skinjarin ekki svo langt frá mótor festinguni ef ég man rétt