Síða 1 af 1

7 manna jeppi

Posted: 27.maí 2012, 20:52
frá Svenni30
Sælir,
Systir mín og co eru að leita sér að 7 manna jeppa/jeppling max 33" breyttan.
Hvað væri sniðugt fyrir þau að skoða ? budget er 3,5 milla

Eru að spá í þessum hér http://netbilar.is/CarDetails.aspx?bid= ... &schpage=1

Eru þetta ekki þokkalegir vagnar

Allar ábendingar vel þegnar

Re: 7 manna jeppi

Posted: 28.maí 2012, 20:28
frá Alpinus
Ég veit ekki betur en að þessir Pajero bílar hafi komið ágætlega út. Henta vel fyrir íslenskar aðstæður, gott að keyra á malbiki og alveg hægt að taka á því utan þess líka. Ég myndi sjálfur velja þennan bíl fram yfir marga aðra... þ.e.a.s. ef ég væri að leita.

Re: 7 manna jeppi

Posted: 28.maí 2012, 22:07
frá Stebbi
Ég kannast aðeins við þennan bíl og hann hefur verið notaður nánast eingöngu innanbæjar og fengið topp viðhald. Gott eintak á ferðini þarna.

Re: 7 manna jeppi

Posted: 30.maí 2012, 15:16
frá Svenni30
Takk fyrir þetta strákar. Kemur vonadi í ljós núna fljótlega hvort þau fá þennan bíl.