Millikassi í Starex
Posted: 24.maí 2012, 23:47
Ég er búinn að leita í marga mánuði að millikassa í Starex 2001. Hélt að þetta passaði við 1999 kassann en í ljós hefur komið að það eru þrjár srærðir af gírkössum í Starex. Minnsta gerðin er í bílum alveg fram til 2001 en þá er gírkassinn stækkaður og eldri millikassar passa ekki. Síðan kemur nýr kassi 2003 sem er enn stærri. Veit einhver hérna hvar ég mögulega get fengið svona millikassa ég er búinn að reyna allar partasölur á landinu en það virðist ekki vera neitt framboð af þessum árgerðum 2001-2003