Síða 1 af 1

Langbogar losaðir af Patrol.

Posted: 23.maí 2012, 17:36
frá Alpinus
Góðan daginn

Ég ætlaði að taka langbogana af Patrolnum mínum en lenti í smá veseni. Þeir eru boltaðir í þakið og einfalt mál að skrúfa þá úr.... en einn boltinn situr fastur, snýst bara og vill ekki upp. Vandamálið er þessi bolti er inni í boganum sjálfum og þ.a.l. enginn leið að komast að honum nema með skrúfjárninu.

Getur einhver gefið mér ráð með þetta, ég þarf endilega að losna við þennan blessaða bolta.

Öll góð ráð þegin með þökkum

Kveðja

Hans M

Re: Langbogar losaðir af Patrol.

Posted: 23.maí 2012, 19:21
frá jeepson
Mér dettur nú eitt í hug. Þú getur sett wisegrip töng á bolta hausinn og svo borað boltan út. Nú eða ráðist á hann með slípirokk.

Re: Langbogar losaðir af Patrol.

Posted: 23.maí 2012, 20:58
frá Alpinus
jeepson wrote:Mér dettur nú eitt í hug. Þú getur sett wisegrip töng á bolta hausinn og svo borað boltan út. Nú eða ráðist á hann með slípirokk.


Sæll

Málið er bara að boltinn er ofan í boganum og það kemst ekkert að honum nema skrúfjárnið. Best væri að geta brotið hausinn af en þá gæti maður skemmt bogann í átökunum. Kannski er hægt að renna járnsög undir bogann og saga hann þannig í sundur, spurning að ég athugi það...

Re: Langbogar losaðir af Patrol.

Posted: 23.maí 2012, 21:03
frá jeepson
Alpinus wrote:
jeepson wrote:Mér dettur nú eitt í hug. Þú getur sett wisegrip töng á bolta hausinn og svo borað boltan út. Nú eða ráðist á hann með slípirokk.


Sæll

Málið er bara að boltinn er ofan í boganum og það kemst ekkert að honum nema skrúfjárnið. Best væri að geta brotið hausinn af en þá gæti maður skemmt bogann í átökunum. Kannski er hægt að renna járnsög undir bogann og saga hann þannig í sundur, spurning að ég athugi það...


Járnsögin er auðvitað snilld ef að þú nærð að toga bogan eitthvað frá til að reka ekki sögina í toppinn.

Re: Langbogar losaðir af Patrol.

Posted: 24.maí 2012, 06:56
frá Atttto
smá hugmynd,
Setja kjörnara í gatið, kjörna í miðjann hausinn og bora svo með bor sem er jafn stór eða 0,5 mm stærri en boltinn sjálfur. (ekki hausinn)

Re: Langbogar losaðir af Patrol.

Posted: 24.maí 2012, 10:16
frá gunnireykur
rífa toppklæðninguna úr bílnum og sjá hvort að þú getur ekki haldið hnoðrónni á meðan skrúfan er tekinn úr.

Re: Langbogar losaðir af Patrol.

Posted: 24.maí 2012, 22:25
frá Alpinus
Þetta með kjörnaran er vel reynandi. Ef það ætlar ekki að virka þá má alltaf kíkja á toppklæðninguna, það er bara bölvað vesen en fín hugmynd samt:)

Fínar hugmyndir, takk.