Nota snjallsíma sem GPS?


Höfundur þráðar
ThOl
Innlegg: 71
Skráður: 14.feb 2010, 21:32
Fullt nafn: Þorgeir Ólafsson

Nota snjallsíma sem GPS?

Postfrá ThOl » 21.maí 2012, 22:37

Hafa menn reynslu af því að nota snjallsíma með Android kerfi sem GPS, t.d LG Optimus? Er hægt að slökkva á tengingu við símkerfið t.d þegar menn nota símann sem GPS í útlöndum og stilla bara á gervitunglin? Sama gildir ef menn nota símann sem GPS utan þjónustusvæða símans á fjöllum. Hvaða app er best og er hægt að hlaða inn íslenskum kortum?
Kveðja
Þorgeir




Hrannifox
Innlegg: 374
Skráður: 19.sep 2011, 20:14
Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
Bíltegund: Musso Sport 37''
Staðsetning: Hveragerði

Re: Nota snjallsíma sem GPS?

Postfrá Hrannifox » 21.maí 2012, 23:27

nota ekki flestir snjallsímar google maps ?

nú hef ég ekki mikla reynslu af gps í símanum ekki nema í nokia en uppá fjöllum myndi ég nú
ekki treysta því eða þora að nota símann, ekki nema þá í algjöri neyð til að hafa eitthvað.


myndi þá frekar fá mér litið garmin tæki með möguleika á að tengja það við tölvu
Hranni Fúsa
Ssangyong Musso sport 37''
Jeep Grand Cherokee WJ

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Nota snjallsíma sem GPS?

Postfrá AgnarBen » 22.maí 2012, 13:29

Þú getur slökkt á gagnaniðurhali í símann erlendis (og sjáfsagt líka slökkt á loftnetinu ef þú ert að spyrja um það) en notað GPS áfram. Gallinn við þetta er að þá getur þú ekki hlaðið niður Google Maps til að segja þér hvar þú ert. Það getur þó verið að þú getir hlaðið inn korti af því svæði þar sem þú ert staddur og slökkt svo á gagnaniðurhalinu og þá vinnir þú bara á kortinu úr minninu. Svo eru til einhver app fyrir götuleiðsögn sem eru sniðug en ég þekki það ekki svo vel.

Hér finnur þú svo umræðu um notkun snjallsíma / spjaldtölva með android / Iphone hér á klakanum og á fjöllum. http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=6&t=6837
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

elfar94
Innlegg: 445
Skráður: 08.feb 2011, 13:58
Fullt nafn: elfar þór helgason
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: kópavogur

Re: Nota snjallsíma sem GPS?

Postfrá elfar94 » 22.maí 2012, 15:45

hef reynt að nota síman minn sem gps til að rata innanbæjar, hann hefur ekki reynst mér mjög vel.
'90 hilux extra dc 2.4 turbo 44"
"If i can't crawl over it, i'll fly over it"


Oskar K
Innlegg: 354
Skráður: 28.jún 2011, 00:28
Fullt nafn: Óskar Kristófer Leifsson

Re: Nota snjallsíma sem GPS?

Postfrá Oskar K » 22.maí 2012, 17:15

þetta GPS kerfi i android símunum byggist að hluta til á gerfihnöttum og hluta til á gsm sendum, hef reynt að nota gpsið í samsung síma sem ég er með uppá hálendi og það virkar bara enganvegin
1992 MMC Pajero SWB

User avatar

FÞF
Innlegg: 34
Skráður: 10.maí 2012, 21:09
Fullt nafn: Frank Þór Franksson

Re: Nota snjallsíma sem GPS?

Postfrá FÞF » 22.maí 2012, 21:31

Ég var einmitt að skoða þetta um daginn. Það eru til mjög góð GPS forrit fyrir android. Það er jafnvel hægt að finna forrit (PC) sem breytir googlemaps í það format sem þessi forrit nota, þar er maður kominn með helstu vegi og hæðarlínur í símann. Forritið sem ég skoðaði mest heitir Back Country Navigator. En það er sama hvað ég leitaði, ég fann aldrei leið til að koma Garmin ferlunum á það format sem GPS forritin kröfðust.
Garmin eru byrjaðir að hasla sér völl á þessu sviði, það er hægt að downloada þessum venjulega vega GPS frá Garmin í android. Einnig eru þeir komnir með hugbúnað þar sem maður setur inn ferla í vefumhverfi og downloadar svo kortum og ferlum meðan maður er á röltinu. Það er því ekki langt í að þetta verði veruleikinn.
Annars er varla langt í að maður geti verslað spjaldtölvu með Windows 8 og geti þá sett Mapsource upp á hana...


Hilmar Örn
Innlegg: 116
Skráður: 07.feb 2011, 18:05
Fullt nafn: Hilmar Örn Smárason
Bíltegund: 44" 4Runner
Staðsetning: Kópavogur

Re: Nota snjallsíma sem GPS?

Postfrá Hilmar Örn » 23.maí 2012, 10:41

Hvernig er það, virkar gps í snjallsíma án þess að vera nettengdur. Ég er Samsung síma og hef aldrei fengið gps til að vikra nema hafa kveikt á netinu líka.

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Nota snjallsíma sem GPS?

Postfrá AgnarBen » 23.maí 2012, 16:55

svopni wrote:Þú þarft að vera nettengdur þar sem að það styðst að hluta til við 3G. Það er allavegana sá skilningur sem ég legg í þetta.


Þetta hljómar órökrétt án þess að ég hafi prófað þetta neitt sérstaklega. GPS ætti að geta staðið eitt og sér, eruð þið ekki bara í vandræðum með að hlaða niður kortum (vantar nettenginu) til að sýna hvar þið eruð staddir ?
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

andrig
Innlegg: 167
Skráður: 31.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Andri Þór Gíslason
Bíltegund: Dodge Ram 2500
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Re: Nota snjallsíma sem GPS?

Postfrá andrig » 23.maí 2012, 17:09

ég er með samsung galaxy ace og ég myndi ekki treista þessu fyrir 5aur uppá fjöllum.
virkar leiðinlega bæði hérna heim í reykjavík sem og í stórborgum í útlöndum, og þegar að ég hef farið til útlanda með þetta hef ég hlaðið kortunum niður áður en ég fer
- Dodge RAM Cummins 2500, 2001 38"

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Nota snjallsíma sem GPS?

Postfrá AgnarBen » 23.maí 2012, 21:22

Ég prófaði þetta á leiðinni heim, slökkti á 3G og stöðvaði allt gagnaniðurhal en hafði kveikt á GPS og þetta virkaði fínt með Ozi Explorer í símanum, missti aldrei merkið þó ég væri með þetta í sætinu við hliðina á mér inni í bíl. Ég hef samt ekkert prófað að keyra eftir þessu á fjöllum en get ekki ímyndað mér að þetta sé eitthvað verra þar. Hugsanlega eru símarnir með misgóða GPS móttakara en mér sýnist minn virka vel. Ég er með HTC Google Nexus 1.

p.s. ég er bara nokkuð sáttur við Beta útgáfuna af OziExplorer í Android símanum mínum. Eina umkvörtunarefnið í fljótu bragði er að þegar ég vel kort þá er ekki valmöguleikinn á því að velja bara kort þar sem ég er staddur. Kannski kemur þetta í fyrstu útgáfu.

p.p.s. ég uppfærði Ozi hjá mér í útgáfu 1.16 og það hefur fullt af dóti bæsti inn, td að velja kort miðað við staðsetningu :)
Síðast breytt af AgnarBen þann 23.maí 2012, 22:19, breytt 1 sinni samtals.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

Stóri
Innlegg: 145
Skráður: 14.jan 2011, 23:54
Fullt nafn: Kristófer Helgi Sigurðsson
Bíltegund: JEEP
Staðsetning: Borgarnes
Hafa samband:

Re: Nota snjallsíma sem GPS?

Postfrá Stóri » 23.maí 2012, 22:11

Það sem er vesen með þessa snjallsíma er að maður er alltaf að hlaða niður kortunum (eða í flestum tilfellum) en það sem var nefnt hér áður að nota gps án nettengingar er hinsvegar líka stillingaratriði, það heitir Assisted GPS eða bara A gps í t.d gamla nokia símanum mínum, semsagt síminn fær aðstoð frá GSM/3G sendum til að ákvarða staðsetningu.... sem getur verið óhagvæmt og er í flestum tilfellum óþarfi. það er hægt að slökkva á því.

Garmin er samt búinir að gefa út kort f. iphone, ss evrópukort, er reyndar ekki búinn að prófa það því að ísland er ekki í því en hefur einhver skoðað það eitthvað ?

Kristófer
Kristófer Helgi Sigurðsson
Tæknimaður
JEEP MAÐUR !

User avatar

FÞF
Innlegg: 34
Skráður: 10.maí 2012, 21:09
Fullt nafn: Frank Þór Franksson

Re: Nota snjallsíma sem GPS?

Postfrá FÞF » 24.maí 2012, 01:34

Ég talaði við mann í kvöld sem sagðist vera með Ozi Explorer á 7" spjaldtölvu í bílnum og notaði kortagrunn frá Landmælingum Íslands. Hann fullyrti að hann gæti notað Garmin track með þessu forriti. Reyndar finnst mér grunnur Landmælinga vera frekar óaðlaðandi en það er víst hægt að niðurhala eða breyta googlemaps þannig að þau henti þessum GPS forritum.

http://www.oziexplorer.com/
http://lifehacker.com/5819742/google-ma ... ring-tools

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Nota snjallsíma sem GPS?

Postfrá AgnarBen » 24.maí 2012, 11:36

FÞF wrote:Ég talaði við mann í kvöld sem sagðist vera með Ozi Explorer á 7" spjaldtölvu í bílnum og notaði kortagrunn frá Landmælingum Íslands. Hann fullyrti að hann gæti notað Garmin track með þessu forriti. Reyndar finnst mér grunnur Landmælinga vera frekar óaðlaðandi en það er víst hægt að niðurhala eða breyta googlemaps þannig að þau henti þessum GPS forritum.

http://www.oziexplorer.com/
http://lifehacker.com/5819742/google-ma ... ring-tools


Ég hef notað Ozi í 10 ár í fartölvunni hjá mér í vetrarferðum á hálendinu með LMÍ kortin undirliggjandi og er líka kominn með þetta í símann minn til prufu (Android). Ég er þvert á móti mjög hrifinn af þessum fallegu kortum frá LMÍ þar sem maður sér vel breytileika landslagsins í litum og líkar vel að keyra eftir þessu á veturna. Ég hef amk ekki séð ástæðu til að skipta ennþá.

GoogleMaps er fínt til að keyra eftir vegum og rata í borgum en náttúrurlega gjörsamlega ónothæft fyrir hálendisferðir á veturna. Ég reyndar skil ekki af hverju menn þurfa eitthvað sérstakt GPS forrit til að keyra eftir vegum eða rata í borgum, það koma tól í þetta standard í Android/iPhone símum í dag sem eru ágæt.

Það er ekkert mál að converta Garmin tracki þannig að hægt er að nota það í Ozi (og öfugt).
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


Hilmar Örn
Innlegg: 116
Skráður: 07.feb 2011, 18:05
Fullt nafn: Hilmar Örn Smárason
Bíltegund: 44" 4Runner
Staðsetning: Kópavogur

Re: Nota snjallsíma sem GPS?

Postfrá Hilmar Örn » 24.maí 2012, 12:18

jæja þá er ég búinn að skoða þetta betur og nú get notað gps í símanum án þess að kveikt á wifi.

Ef ég vill hafa kort (google map) þá verð ég að kveikja á wifi opna kortið og bíða þartil að ég fæ my location. þá er hægt að slökkva á wifi en kortið helst enn inni. Þetta vissi ég ekki, hélt að það þyrfti alltaf að hafa wifi on til að hafa kortið.

Síðan náði ég mér í app sem heitir gps status þá fær maður skjamynd með compass, fjölda gervitungla og sendi styrk þeirra, hæð yfir sjó. hraða. lat og long. heading og fleira. Núna virkar síminn eins og lítið gps tæki sem er ekki með korti. Gott til að bjarga sér á ef maður er á göngu eða einhverstaðar það sem maður þarf ekki kort full time.
Image
https://play.google.com/store/apps/details?id=com.eclipsim.gpsstatus2&feature=search_result#?t=W251bGwsMSwxLDEsImNvbS5lY2xpcHNpbS5ncHNzdGF0dXMyIl0.

Á eftir að prófa þetta en þetta lofar góðu.

Það sem helst vantar er að hafa kort (downloads) í símanum til að geta opnað það hvar sem er án þess að vera í símasambandi.


Hilmar Örn
Innlegg: 116
Skráður: 07.feb 2011, 18:05
Fullt nafn: Hilmar Örn Smárason
Bíltegund: 44" 4Runner
Staðsetning: Kópavogur

Re: Nota snjallsíma sem GPS?

Postfrá Hilmar Örn » 29.maí 2012, 21:49

Jæja þá er búinn að prufa að nota símann sem GPS tæki og gekk það bara vel. Það er bæði hægt að búa til punkt í tækið (mark) þar sem maður er staddur eða setja inn GPS hnit. Tækið sýnir fjarlægð í punktinn og svo er compass sem að sýnir í hvaða stefnu maður á að ganga. Tæki bregst vel við og er fljótt að sýna ef það er breyting að hraða eða stefnu. Á tímabili var ég með 11 GPS tungl inni sem ég tel mjög gott á síma appi.
Mjög sniðugur fídus er að það er hægt að senda GPS hnit úr símanum í annan síma með bluetooth, sms og einhverju einu í viðbót sem ég man ekki hvað var. Getur verið mjög gott ef maður verður viðskilja við ferðafélaga, Þarft ekki að skrifa neitt, finnur bara GPS hnitið og sendir það beint.
Það er ekkert að því að nota þetta til að bjarga sér en þetta er og verður alltaf sími en ekki GPS tæki. Mun alltaf taka litla GPS göngutækið mitt með ef ég er að fara í rjúpu eða einhverja lengri göngur.

Eitt sem ber að hafa í huga er að rafhlaðan á símanum tæmist mun hraðar ef það er kveikt á GPS móttakaranum, því getur verið gott að kveikja á móttakaranum og taka stefnuna og slökkva svo aftur til að eyða ekki rafhlöðuni að óþörfu.

kv Hilmar


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 33 gestir