Síða 1 af 1

Ryðhola

Posted: 20.maí 2012, 22:30
frá Hfsd037
Sælir, fann smá gat annari hjólaskálinni sem ég læt sjóða í á morgun, en það er hinsvegar ryðmyndun inn í sílsinum sem ég veit ekkert hvernig ég á að fjarlægja eða hvort ég ætti að leyfa því að vera?
hvernig mynduð þið tækla þetta?
Image

Re: Ryðhola

Posted: 21.maí 2012, 01:11
frá Hrannifox
Er það ekki þannig með ryð að það heldur áframm ef ekkert er gert

Hafa menn eitthverja reynslu af efnum sem stoppa súrefni að ryði ? þannig það geti ekki haldið áfram að ryðga? eða hægir á þvi og hvaða efni þá?

gæti verið upplagt að kanna það, þar sem þetta er hundleiðinlegur staður
eða jafnvél sandblása/glersalla veit að hann er suddalega dýr ef þú kemst í svoleiðis græjur?

bara svona það sem flaug í gegnum hugann veit ekki hvort þetta hjálpi þér eitthvað.

kv Hranni, gangi þér vél með þetta

Re: Ryðhola

Posted: 21.maí 2012, 09:53
frá Startarinn
Það tefur ryðið eitthvað að úða duglega af smurolíu inní sílsann, en það er takmarkað sem er hægt að gera nema skera hann allann upp og sandblása.

Re: Ryðhola

Posted: 21.maí 2012, 12:32
frá juddi
Spurning að skola þetta út með sýruvaski og verja síðan með einhverju varanlegu á eftir

Re: Ryðhola

Posted: 21.maí 2012, 17:46
frá s.f
það er til efni hjá wurth sem heitir riðbreitir þetta er borið á riðgaða fleti og járnið blánar og þegar það hefur skeð þá á járnið að vera hætt að riðga og þá má mála beint yfir þetta eftir að það verður þurt enn það má ekki bera riðvörn einsog ætigrunn eða svoleiðis efni á þá fleti sem riðleisirinn er setur á

Re: Ryðhola

Posted: 23.maí 2012, 10:46
frá Hilmar Örn
það er til efni hjá wurth sem heitir riðbreitir


Hefur einhver prófað þetta og til að deila með okkur hvernig þetta vikrar.

Hef ekki fulla trú á að svona virki 100% eins og t.d sandblástur og tveggja þátta grunnur en gaman að fá reynslu sögur.

Re: Ryðhola

Posted: 23.maí 2012, 11:38
frá atlifr
Ég notaði svona rust converter, að vísu ekki úr wurth, á bíl sem ég átti, pússaði það mesta með flipaskífu, setti efnið yfir og málaði svo yfir (nennti ekki að sparsla), á 2,5 árum sem ég notaði bílinn áður en ég hennti honum komu engar bólur í lakkið.

Re: Ryðhola

Posted: 23.maí 2012, 12:23
frá Big Red
Einnig er vax alveg snilldar efni í til að sprauta í holrúm og þess háttar. Vaxið bindist ryðinu einhvernvegin og stöðvar alla ryðmyndun.