Breytingarskoðun og hópferðaleyfi á breyttan jeppa??

User avatar

Höfundur þráðar
JoiVidd
Innlegg: 242
Skráður: 23.okt 2010, 18:56
Fullt nafn: Jóhann Viðarsson

Breytingarskoðun og hópferðaleyfi á breyttan jeppa??

Postfrá JoiVidd » 17.maí 2012, 01:55

Veit einhver hvar hægt er að nálgast lista yfir þau atriði sem farið er yfir í breytingarskoðun? ættla að láta skoða hann á 41" uppá að geta verið á 38" á sumrin og 44" á veturnar...
Ég veit að ég þarf að hafa hjólastöðuvottorð og vigtunarvottorð og hraðamælirinn þarf að vera réttur.
Veit einhver hvað er fleira farið yfir? td. max hæð á ljósum og leyfileg breydd frá stöðuljósum og útá ystu brún boddýs????

Og einnig hvað þarf að bæta við til að há hópferðaleyfi líka, og jafnvel ef einhver veit hvað svona kostar ca.

Ég er mjög heftur og takmarkaður í tölvunotkun svo ég kann ekki að googla og svoleiðis...

Kveðja Jóhann


Ford F350 6.0 '05
Benz E55 Amg '98 til sölu
Skidoo Summit 860cc 154" '08

Til sölu varahlutir úr Patrol '02!
Jóhann - 6601605


Einar Kr
Innlegg: 78
Skráður: 09.maí 2010, 04:29
Fullt nafn: Einar Kristinn Brynjólfsson

Re: Breytingarskoðun og hópferðaleyfi á breyttan jeppa??

Postfrá Einar Kr » 17.maí 2012, 02:57

Bíllinn þarf að vera breytingarskoðaður fyrir 35" eða stærra og með því sem fylgir að fá breytingarskoðun, slökkvitæki og það allt. Held að það þurfi ekki neitt meira í sambandi við bílin. Hélt að það þyrfti að vera sjö farþega eða fleiri, en hef verið að sjá fimm manna jeppa með hópferðaleyfi. Væri gaman að vita hvað slíkt ferli kostar, þannig að ef þú færð einhverjar tölur máttu alveg henda þeim inn.


Baddi
Innlegg: 7
Skráður: 01.feb 2010, 18:48
Fullt nafn: Baldur Steingrímsson

Re: Breytingarskoðun og hópferðaleyfi á breyttan jeppa??

Postfrá Baddi » 17.maí 2012, 11:38

Góðann dag.
7 manna bílar þurfa ekki Hópferðaskoðun.
Einungis 9 manna og stærri þurfa svoleiðis skoðun.
Þú getur hinsvegar fengið svoleiðis skoðun.
Þá þarftu slökkvitæki, sjúkrakassa og neyðarhamar.
Það sem þú græðir á því er að þá máttu leggja í stæði,
merkt hópferðabílum. Annað ekki.


Baddi
Innlegg: 7
Skráður: 01.feb 2010, 18:48
Fullt nafn: Baldur Steingrímsson

Re: Breytingarskoðun og hópferðaleyfi á breyttan jeppa??

Postfrá Baddi » 17.maí 2012, 11:50

Eitt sem ég gleymdi að minnast á hópferðaleyfi
kostar í kringum 250-500 þúund á ári að mig minnir.
Þannig að þú keyrir á leyfi þess sem þú ert að keyra fyrir.

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Breytingarskoðun og hópferðaleyfi á breyttan jeppa??

Postfrá Brjótur » 17.maí 2012, 12:04

Jói þú færð þessar upplýsingar hjá vegagerðinni og skoðunarstöðvunum og í þínum sporum myndi ég bara fara þangað, því þú færð bara bullsvör hérna, og það er byrjað. :)


Kárinn
Innlegg: 180
Skráður: 08.apr 2010, 10:13
Fullt nafn: Kári Rafn Þorbergsson

Re: Breytingarskoðun og hópferðaleyfi á breyttan jeppa??

Postfrá Kárinn » 19.maí 2012, 01:11

sammála helga þetta er bull, þetta eru einhverir þúsundkallar að fá hópferðaskoðun


Einar Kr
Innlegg: 78
Skráður: 09.maí 2010, 04:29
Fullt nafn: Einar Kristinn Brynjólfsson

Re: Breytingarskoðun og hópferðaleyfi á breyttan jeppa??

Postfrá Einar Kr » 19.maí 2012, 04:59

Það er voðalega lítið hægt að finna um þetta á netinu og er búinn að hafa samband við vegagerðina, þar var enginn sem gat veitt nein svör (sá sem vissi mest um þetta ekki við þann daginn var svarið) en hafði samband við frumherja og fékk þau svör að það væri 35" breytingarskoðun og stærra sem þyrfti til að fá hópferðaskoðun á bílinn. Átti ekki að vera neitt meira samkvæmt þeim svörum sem ég fékk, en hann nefndi það að þeir væru frekar smámunasamir varðandi útlit bílsins. Annars er ég búinn að googla þetta fram og til baka og get einungis fengið upplýsingar um 9 farþega og fleiri, ekkert um jeppa. En svo sagði kallinn hjá frumherja mér það að það væru breytingar í vændum þannig að líklegast þyrfti ekki neina breytingu á bílnum svo lengi sem um akstur utan þéttbýlis væri að ræða. Sel það ekki dýrara en ég stal því....

Er ekki 250 - 500 þ kr talann sem Baddi nefnir hér að ofan er fyrir Hópferðaleyfi, ekki Hópferðaskoðun?

En ef 7 manna bílar þurfa ekki hópferðaskoðun, afhverju eru þá allir þeir Superjeeps sem ég hef séð hjá ferðaþjónustufyrirtækjum hópferðaskoðaðir? Varla bara að ganni?

Brjótur, þú virðist vera með þó nokkra reynslu í þessum bransa, ekkert að koma úr þínum viskubrunni varðandi hópferðadæmið? Þætti gaman að vita hvað er svona mikið bull, svona til að vera ekki í áframhaldandi bulli.

User avatar

andrig
Innlegg: 167
Skráður: 31.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Andri Þór Gíslason
Bíltegund: Dodge Ram 2500
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Re: Breytingarskoðun og hópferðaleyfi á breyttan jeppa??

Postfrá andrig » 19.maí 2012, 09:08

mig minnir að við höfum borgað 7000kr fyrir hópferðaleifið.. og eina sem var skilirði í því var að bílinn stæðist skoðun og væri snirtilegur
- Dodge RAM Cummins 2500, 2001 38"


HHafdal
Innlegg: 128
Skráður: 18.mar 2010, 10:52
Fullt nafn: Halldór Hafdal Halldórsson
Staðsetning: Vatnsleysuströnd

Re: Breytingarskoðun og hópferðaleyfi á breyttan jeppa??

Postfrá HHafdal » 19.maí 2012, 11:33

ég er nýbúinn að fá hópferðaskoðun kostaði að mig minnir 5000kr bíllinn þarf að vera snyrtilegur og vel útlítandi annars bara venjuleg skoðun fór með minn í Tékkland þeir eru ódýrastir og gefa 4x4 afslátt og taka stóru jeppana í Hafgnafirði.

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Breytingarskoðun og hópferðaleyfi á breyttan jeppa??

Postfrá Brjótur » 19.maí 2012, 20:01

Sælir strákar, þetta eru allt sitthverjir liðirnir sem menn eru að tala um hérna, hóferðaskoðun, hópferðaleyfi, ferðaskipuleggjendaleyfi, ferðaskrifstofuleyfi.

1. hópferðaskoðun, þarf 35 tommu breytingu, góður stimpill útávið ekki nauðsynlegur samkvæmt lögum, það er rétt sem sagt er hér að framan að ekki þarf þessa skoðun nema á 9 manna og fleiri, en það er von á breytingu. kostar ekki mikið.

2. Hópferðaleyfi er starfsleyfi veitt af vegagerðinni aðila sem er að operata ferðir, rútuferðir, jeppaferðir, en er ekki að selja þær sjálfur. minnir að þetta kosti 12.000 kr

3. Ferðaskipuleggjandaleyfi þarf til að mega selja ferðir og skipuleggja, ef sami aðili ætlar að aka farþegunum líka þá þarf hann hópferðaleyfið líka. þetta var að kosta 20.000 - eða 30.000 en síðan þarf að far á eitthvert námskeið að auki.

4. Ferðaskrifstofuleyfi, það er dýri pakkinn þar kostar leyfið sjálfsagt þennan 500.000 kall sem um er rætt og þar þurfa menn að leggja fram 4.500.000- króna tryggingu og sjálfsagt eitthvað meira sem ég vil ekki vita.

þetta eru tölur birtar án ábyrgðar :) en þetta er það sem mig minnir að þetta sé svona í grófum dráttum.

kveðja Helgi

User avatar

JonHrafn
Innlegg: 578
Skráður: 06.feb 2010, 10:41
Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
Staðsetning: Keflavík south

Re: Breytingarskoðun og hópferðaleyfi á breyttan jeppa??

Postfrá JonHrafn » 19.maí 2012, 21:27

Er ekki verið að gleyma "rekstrarleyfinu" fína , og því fylgir að þú þarft að fara á námskeið sem haldið er í mars hjá Ökuskólanum í Mjódd og kostar litlar 100þús krónur.

Ferðaskipuleggjendaleyfi ætti að duga flestum, ef þörf er á Ferðaskrifstofuleyfi sem er miklu meiri pakki þá borgar sig að fá "lepp" sem er löglegt meðan Ferðaskipuleggjandaleyfi er til staðar.

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Breytingarskoðun og hópferðaleyfi á breyttan jeppa??

Postfrá Brjótur » 20.maí 2012, 12:53

Rekstrarleyfið fylgir í nr.2 hóferðaleyfinu en já þarf að fara á þetta námskeið, en nú ætla ég að ausa úr mér afhverju ég var ekki viljugur til að pósta þessu hér og ég verð hreinskilinn og kanski harðorður,
Það er alveg komið út í hött hvernig hver gæðingurinn af öðrum geysist fram og nær sér í þessi leyfi sem ættu að kosta miklu meira en þau gera, hver gæðingurinn af öðrum prentar bæklinga og fer að operata jeppaferðir sem eru bara tóm svik menn tala ekki við fólkið, vita ekkert um land og þjóð, og á veturna fara menn að snjó og segjast vera komnir á jökul eða þora ekki nær jökli og það nýjasta sem ég hef séð í jeppabæklingi er orðalagið á ensku að fara að jökli.Svo eru menn ekki að hleypa nóg úr og skilja svo ekkert í því að þeir drífa ekkert, einn var ekki með loftdælu lengi vel. Fyrir tæpum 11 árum þegar ég byrjaði í þessu þá kvörtuðu ferðamennirnir ef ekki var farið á jökul eins og ferðalýsingin er og vildu endurgreiðslu. Nú síðast í gær var ég að keyra fólki í þórsmörk sem var hér fyrir 2 árum og hafði keypt sér ferð í þórsmörk, en þegar þau sáu staðinn í gær þá áttuðu þau sig á að þau höfðu aldrei verið í Mörkinni það var snúið við á miðri leið og farið niður á sandana og skógarfoss, það var verið á 2 bílum og í öðrum bílnum var engin leiðsögn því bílstjórinn kunni litla ensku, og lítil í hinum bílnum og hann vildi ekki leiðsegja í talstöðina, þetta er frábært!! mér datt í hug leyfislausir aðilar en þetta var keypt í gegnum ferðaskrifstofu. Þetta bull að hver sem er geti náð sér í rekstrarleyfi og fariða ð keyra svona án nokkurrar reynslu eða menntunar mun eyðileggja þennan bransa. þetta mun sjálfsagt hrista upp í mönnum en ok sannleikurinn er oft sár.

kveðja Helgi


HHafdal
Innlegg: 128
Skráður: 18.mar 2010, 10:52
Fullt nafn: Halldór Hafdal Halldórsson
Staðsetning: Vatnsleysuströnd

Re: Breytingarskoðun og hópferðaleyfi á breyttan jeppa??

Postfrá HHafdal » 20.maí 2012, 14:23

Sammála síðasta ræðumanni.

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Breytingarskoðun og hópferðaleyfi á breyttan jeppa??

Postfrá jongud » 20.maí 2012, 15:28

þetta virðist vera séríslenskt vandamál.
Þegar orðrómur kemur upp að einhverjir hafa grætt á einhverju, þá stekkur hver sótraftur til og ætlar í sama bransa. Án þess að hafa hundsvit á hvað snýr fram eða aftur á nokkrum hlut í bransanum!
Og svo bíta stjórnvöld hausinn af skömminni með því að segja "Hér eru sóknartækifæri!" En gera svo EKKERT varðandi reglugerðir, eftirlit eða aðstöðu fyrir viðkomandi bransa.
Muniði eftir bankaútrásinni?
Símafyrirtækjunum?
Smálanáfyrirtækjunum?
Netbólunni?
Ég gæti haldið áfram að telja upp...


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 21 gestur