Síða 1 af 1

600 fm bílskúr, 5 pláss í boði

Posted: 15.maí 2012, 13:00
frá ArnarST
Við erum tveir félagar sem erum að gera upp bíla og við erum búnir að leita aðeins að húsnæði undir þetta hobbý.

Svo núna í kvöld fórum við og skoðuðum 600fm húsnæði í Garðabænum sem er fullkomið undir einmitt þetta. þar sem að þetta er nú samt heldur stórt fyrir tvo bíla, þá ætlum við að reyna að hópa saman 10-13 aðilum sem hægt er að treysta varðandi leigu, þegar eru rúm 5 pláss upptekin. flott húsnæði með vatni rafmagni og góðri lýsingu. leigan er 380þ á mánuði. Auðveldlega er pláss fyrir 2-3 bíla per meðlim.

Ef þið viljið vera með í þessu ekki hika við að vera í bandi.

Leigan verður í kringum 30-40þ. á mánuði.

Setjum þau skilyrði að viðkomandi verði með í þessu allavega fram að áramótum.

Arnar Kristinn Stefánsson