Síða 1 af 1
Bilanagreining á nissan terrano 2,7
Posted: 14.maí 2012, 23:06
frá Svenni30
Sælir, Vinnufélagi minn er með terrano 2,7 sem er eitthvað bilaður.
Hann höktir og prumpar reykir alveg eins og djöfullinn og eyðir haug.
Það sem hann er búinn að gera er að skipta um hráolíusíu og setja eitthvað efni sem ég man ekki hvað heitir út í tankinn.
Hann talaði um að hann hafi skánað eitthvað þegar hann setti efnið í tankinn en vernaði svo aftur strax.
Hvað gæti verið að hrjá bílinn hjá honum ?
Re: Bilanagreining á nissan terrano 2,7
Posted: 14.maí 2012, 23:21
frá spámaður
gerðist þetta snögglega eða var hann að slappast hægt og rólega?
Re: Bilanagreining á nissan terrano 2,7
Posted: 14.maí 2012, 23:34
frá Svenni30
Gerðist snögglega.
Hann sótti hann inn á Akureyri og kom á honum á Dalvík 45 kílómetrar, Þá byrjaði þetta
Re: Bilanagreining á nissan terrano 2,7
Posted: 14.maí 2012, 23:59
frá pattigamli
einn hverju hlutar vegna hefur hann breist á tima mundi ég halda
Re: Bilanagreining á nissan terrano 2,7
Posted: 15.maí 2012, 00:13
frá StefánDal
Eru olíuverkin ekki eitthvað viðkvæm í þessum bílum?
Bíðum eftir svari frá ella ofur;)
Re: Bilanagreining á nissan terrano 2,7
Posted: 15.maí 2012, 10:47
frá olei
Þessi lýsing passar við að EGR ventillinn standi opinn. Fyrsta vers er að kippa vakúmslöngunni af honum og taka smá bíltúr.
Re: Bilanagreining á nissan terrano 2,7
Posted: 15.maí 2012, 10:51
frá olei
pattigamli wrote:einn hverju hlutar vegna hefur hann breist á tima mundi ég halda
Það er tímagír í þessari vél og því má heita útilokað að það sé skýringin.
Re: Bilanagreining á nissan terrano 2,7
Posted: 15.maí 2012, 19:53
frá dragonking
Setti hann nokkuð bensín á Akureyri á bílinn?
Re: Bilanagreining á nissan terrano 2,7
Posted: 15.maí 2012, 20:03
frá pattigamli
lenti í svipuðu dæmi og þessu á 96 terrano II 2,7 fyrir 3 árum keðjustrekjarinn gafst upp og keðjan hopaði um 1tön og þá reykir kvikindið hóstar og hikstar og verður mátlaus en skröltir samt áfram
Re: Bilanagreining á nissan terrano 2,7
Posted: 15.maí 2012, 20:27
frá olei
Ég stóð í þeirri meiningu að 2.7 væri alltaf með tímagír. Svona lítur þetta út í 99 árgerð.

Re: Bilanagreining á nissan terrano 2,7
Posted: 15.maí 2012, 21:34
frá Startarinn
Félagi minn lentií veseni með trooper sem hann átti.
Hjá honum var ónýtur spíss, sem ruglaði víst allt kerfið hjá honum, bíllinn fór að hökta ásamt fleiru, það er svo langt síðan að ég man ekki nákvæmlega hvernig hann hagaði sér en þetta er kannski vert að hafa í huga
Re: Bilanagreining á nissan terrano 2,7
Posted: 15.maí 2012, 22:26
frá Svenni30
Takk fyrir hjálpina strákar. Þetta var EGR ventillinn sem var að valda þessu.
Re: Bilanagreining á nissan terrano 2,7
Posted: 16.maí 2012, 04:19
frá íbbi
já það er fyrsti spíssin minnir mig, hann er með tölvuni fyrir þá áfasta