Síða 1 af 1

Loftdælur

Posted: 10.maí 2012, 12:52
frá atte
Hafa menn ekkert verið að setja svona í skottið hjá sér, þarna er maður kominn með dælu og kút.

https://www.byko.is/verkfaeri-og-festin ... /vnr/15295

Re: Loftdælur

Posted: 10.maí 2012, 13:08
frá ivar
Ég hef hugleitt svona lausn en þarna vantar samt annaðhvort inverter eða 12V mótor og mix. Veit ekki hvort maður myndi spara á endanum og svo er ekkert sjálfgefið að þetta sé öflugri dæla en t.d. venjuleg FINI

Re: Loftdælur

Posted: 10.maí 2012, 13:16
frá jeepson
Ég keypti splunku nýja fini dælu í Byko og er mjög ánægður með hana. Ég á reyndar eftir að græja kútinn, einstefnulokan og pressustatið á. 12V finidæla kostar tæp 70þús hjá Byko.

Re: Loftdælur

Posted: 10.maí 2012, 14:34
frá Trosturn
Eg er med fini flash og eg var ad setja fra 2pundum uppi 20 pund á 36" oll dekk a rett um 15min:)

Re: Loftdælur

Posted: 10.maí 2012, 15:36
frá jeepson
Trosturn wrote:Eg er med fini flash og eg var ad setja fra 2pundum uppi 20 pund á 36" oll dekk a rett um 15min:)


Ég er einmitt með svona flash dælu. Fínar dælur. Svo er ég með vörubíla kút sem að fer undir jeppann minn. Þannig að maður verður altaf með gott loftmagn í fyrsta dekkið :p

Re: Loftdælur

Posted: 10.maí 2012, 18:18
frá atte
Ég er nefnilega að velta þessu fyrir mér, þessi dæla dælir 217 ltr/klst og converterinn kostar ca 10þús þannig að dæla, kútur og converter er á ca 45 þús + ca 5000 í rafmagnsdót til að tengja, þannig að samtals er þetta ca 50 þús. Ég helda að bíladælan sé að dæla 150 ltr/klst og hún kostar 70 þús + rafmagn 5þús + kútur ca 10þús sem gerir 85þús þannig að mismunurinn er 35 þús sem er ca ein Vhf stöð og samt er maður með öflugri dælu.
Endilega leiðréttið mig ef þetta er rengt hjá mér, veit reyndar ekki hvort einhver converter ræður við svona dælu
en þarf að komast að því.

Re: Loftdælur

Posted: 10.maí 2012, 18:35
frá jeepson
Ég held að þetta uni bara taka altof mikið á geymana. Svo er það spurning um hvort að þú fáir converter sem er nógu öflugur. flash dælan dælir 166l á mínútu minnir mig. Bróðir minn stakk einmitt uppá þessu dæmi við mig og við pabbi bentum honum á að þetta gengi ekki upp. enda hvað er svona bískúrpressa stór. Er hún ekk 1,5kw?

Re: Loftdælur

Posted: 11.maí 2012, 08:19
frá OskarV
Þessi dæla Fini amico dregur max 1,5 kw

Þú þyrftir þá inverter sem ræður við 1500W
Íhlutir eru með einn sem er 2500W á 110 þús

Þannig að nei þetta er ekki ódýrara nema þú sért með svona öflugan inverter í bílnum fyrir.

318314 INVERTER 12DC-230VAC 1000W INVERTER 12VDC 230VAC 1000W PI1000MN 31,797.00 kr. 39,905.00 kr. 137 Skoða hjá Velleman
318316 INVERTER 12DC-230VAC 2500W INVERTER 12VDC 230VAC 2500W PI2500M 87,534.00 kr. 109,855.00 kr. 137 Skoða hjá Velleman