Smá próflestraleiði, svo ég tók "stutta" bílskúrspásu...

User avatar

Höfundur þráðar
Eiður
Innlegg: 177
Skráður: 06.mar 2011, 16:07
Fullt nafn: Eiður Smári Valsson
Bíltegund: Patrol Y61

Smá próflestraleiði, svo ég tók "stutta" bílskúrspásu...

Postfrá Eiður » 08.maí 2012, 23:22

Sælir drengir og stúlkur, mig langaði bara að deila með ykkur afrakstrinum af þessari pásu.

En þannig er mál með vexti að þegar ég þarf auka olíu er ég með 60l tunnu í prófíltenginu að framan og ekkert að því, en það er ómögulegt að hella úr henni og einstefnuloki og slanga voru ekki að virka vel heldur vegna þess að það er erfitt að koma henni uppfyrir áfyllingarlokið einhverstaðar þar sem ekkert er.

þannig að ég fór að grúska í fittingsinu hjá pabba pípara og bjó til þetta...

P5070112 (1280x960).jpg


og það svínvirkar, ég nota loftdæluna til að dæla upp olíuni, slangan er að vísu ekki olíuþolin sé hvernig það fer.

P5070113 (1280x960).jpg


ég er ekki með neinar þéttingar milli tunnunar og kranans annarsvegar og tunnunar og stóra koparstykkisins hinsvegar. enda er 8 bör inn á kútnum svo nóg er að lofti ég er með tvo loka á leið loftsins til að geta verið nákvæmari á flæðinu því ég veit ekkert hvernig tunnan tæki því ef skotið yrði á hana nokkrum börum.

P5070116 (1280x960).jpg


20mm álpex fer niðrá botn, valdi það afþví að það er hægt að beygja það og koma því þarmeð í kassan á afturhlera og losna við lyktina innan úr bíl og jafnframt auðvelt að rétta það aftur og skrúfa í.

endilega komið með hugleiðingar og hugmyndir um betrumbætur:)




juddi
Innlegg: 1242
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Smá próflestraleiði, svo ég tók "stutta" bílskúrspásu...

Postfrá juddi » 08.maí 2012, 23:28

hef séð svipaða lausn á brúsum svín virkar
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is


Brynjarp
Innlegg: 274
Skráður: 07.apr 2010, 17:39
Fullt nafn: Brynjar Pétursson

Re: Smá próflestraleiði, svo ég tók "stutta" bílskúrspásu...

Postfrá Brynjarp » 08.maí 2012, 23:38

flottur
Skoda Octavia 2001 (seld)
Musso pick up 2004 (seldur)
Pajero 38" beryttur. 95" árg(seldur)
Honda CRF 250R 2005 (selt)
4runner 38" breyttur !! fjórhlaupari (brann)
Toyota Land Cruser 90. 38" breyttur

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Smá próflestraleiði, svo ég tók "stutta" bílskúrspásu...

Postfrá StefánDal » 09.maí 2012, 00:07

Ég var að vinna á verkstæði þar sem sama tækni var notuð við að tæma úrgansolíu úr lítilli tunnu yfir á safntank. Ég var alltaf beðinn um að fara ekki yfir 4.bör (veit ekki afhverju, ég bara vann þarna;) og passa mig sérstaklega þegar að tunnan var að tæmast. Aðeins einu sinni lenti ég í smá umhverfisslysi en þá var ég einmitt að drífa mig og fékk væna gusu upp úr tunnuni.

En þetta lítur glæsilega út hjá þér!

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Smá próflestraleiði, svo ég tók "stutta" bílskúrspásu...

Postfrá -Hjalti- » 09.maí 2012, 00:40

n afhverju ekki bara smíða aukatank?
Þetta er svo tímafrekt og mikið vesen.
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

scweppes
Innlegg: 72
Skráður: 12.apr 2011, 12:18
Fullt nafn: Sveinn Sveinsson

Re: Smá próflestraleiði, svo ég tók "stutta" bílskúrspásu...

Postfrá scweppes » 09.maí 2012, 11:00

Ég vann á verkstæði einu sinni, við vorum svona frekar í yngri kantinum þarna flestir. Vorum einmitt að tæma svona olíudall yfir á tunnu með þrýstilofti, síðan er hann nokkurn veginn tómur og þá skrúfuar félaginn fyrir kranann yfir í tunnuna og kippir síðan slöngunni af dallinum. Án þess að taka loftið af.

Þetta gerði all hressa sprengingu, allir gjörsamlega á floti í mótorolíu (hún fór upp í loft, töluverð lofthæð) og sá sem stóð næstur fékk olíu í augun og þurfti að fara á slysó.

Eins gott að muna að gera hlutina í réttri röð :)

User avatar

Höfundur þráðar
Eiður
Innlegg: 177
Skráður: 06.mar 2011, 16:07
Fullt nafn: Eiður Smári Valsson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Smá próflestraleiði, svo ég tók "stutta" bílskúrspásu...

Postfrá Eiður » 09.maí 2012, 11:59

Afhverju ekki að smíða aukatank... tja aðalega vegna kostnaðar. meirihlutinn af efninu í þetta allt var til, þar með talið efnið í vögguna fyrir tunnuna og beinn kostnaður af þessu var um 7000kr. vissulega er aukatankur þægilegri á allan hátt, en verandi ungur og fátækur þá ætla ég að láta þetta duga mig enn sem komið er allavegna;)

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Smá próflestraleiði, svo ég tók "stutta" bílskúrspásu...

Postfrá jeepson » 09.maí 2012, 12:00

Félagi minn minn er með 75l auka tank aftan á hleranum á jeppanum sínum. Og etur loft inná tankinn til að dæla yfir í aðaltankin. Hann er ekki nema 1-2mín að dæla yfir og setur loftið inná og tekur svo stútin af reglulega. til að hleypa þrýstinginum af. Þetta þræl virkar hjá honum.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Smá próflestraleiði, svo ég tók "stutta" bílskúrspásu...

Postfrá -Hjalti- » 09.maí 2012, 12:11

Eiður wrote:Afhverju ekki að smíða aukatank... tja aðalega vegna kostnaðar. meirihlutinn af efninu í þetta allt var til, þar með talið efnið í vögguna fyrir tunnuna og beinn kostnaður af þessu var um 7000kr. vissulega er aukatankur þægilegri á allan hátt, en verandi ungur og fátækur þá ætla ég að láta þetta duga mig enn sem komið er allavegna;)

þetta er fín lausn þangaðtil :)
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Smá próflestraleiði, svo ég tók "stutta" bílskúrspásu...

Postfrá Freyr » 09.maí 2012, 13:52

-Hjalti- wrote:n afhverju ekki bara smíða aukatank?
Þetta er svo tímafrekt og mikið vesen.


Þetta er margfallt ódýrara + það að bíllinn drífur betur með þyngdina framaná sér heldur en framan við afturhásingu. En vissulega er þetta meira vesen en að ýta bara á takka.

Ég er með nánast sömu útfæsrlu, hef notað þetta í nokkur ár með mjög góðum árangri og ætla mér ekki að skipta þessu út (hef haft þetta svona á S10 blazer, patrol og nú cherokee).

Image


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 67 gestir