Síða 1 af 1

Höfuðdæla?

Posted: 06.maí 2012, 16:20
frá sukkaturbo
Sælir félagar var að aðstoða félaga minn við að loftæma bremsukerfið í Bronco II. Búið er að setja Wagoneer hásingar undir eða dana 44 diskar að framan og skálar að aftan. Notuð er orginal höfuðdælan. Gekk vel að loft tæma með bílinn ekki í gangi kom pedalinn upp. En um leið og sett er í gang fer pedalinn niður og bremsurnar eru alveg niður við gólf eða á neðra kerfinu. Reyndum að loft tæma með bílinn í gangi en þær vilja ekki koma upp. Búnir að herða út í að aftan. Þegar drepið er á eru bremsurnar í efstu stöðu og virka fínt og síga ekki við átak eða stöðu á hemli. Getur verið að höfuðdælan sé ónýt eða stífluð hún var búinn að standa einhverja mánuði og búið að fikta eitthvað í henn reyna að hreinsa boxið og dusta og gera kveðja guðni á sigló

Re: Höfuðdæla?

Posted: 06.maí 2012, 16:25
frá Járni
Það fyrsta sem ég mæli með að þið félagar gerið er að loka fyrir slöngurnar út við hjól og prófa hann þannig. Ef hann er ennþá svona þarf að athuga þessa höfuðdælu nánar. Ef hann stífnar upp við þetta prófið þið að sleppa einu hjóli í einu þar til þið finnið þessa óþarfa færslu.

Re: Höfuðdæla?

Posted: 06.maí 2012, 16:42
frá sukkaturbo
sæll takk fyrir þetta prufa það Visegrip á allar slöngur og prufa svo það er bara ein slanga að aftan ef ég man rétt

Re: Höfuðdæla?

Posted: 06.maí 2012, 18:03
frá Ofsi
Vakum kúturinn hjá þér gæti verið farinn að draga loft. Ef hann dregur loft, þá er hægt að pumpa upp bremsurnar og svo detta þær niður þegar bílinn er settur í gang. Þetta er þó ekki sérlega algeng bilun. Tékkaðu á því hvort þú heyrir soghljóð hjá bremsupetalanum inn í bíl

Re: Höfuðdæla?

Posted: 06.maí 2012, 18:16
frá sukkaturbo
sæll skoða það líka en ég varð var við þegar ég var að pumpa bremsurnar með bílinn í gangi að það breittist aðeins hæga gangurinn, þessi mótor er 302 með 4 hólfa blöndung það lýsti sér eins og það drægi örlítið niður í houm er ég steig á bremsuna kanski er það eðlilegt annars takk fyrir kveðja guðni

Re: Höfuðdæla?

Posted: 06.maí 2012, 19:45
frá Járni
Já, það er eðlilegt að gangurinn breytist eitthvað. Passaðu þig samt að kremja ekki slöngurnar með visegripinu.

Re: Höfuðdæla?

Posted: 06.maí 2012, 23:30
frá stebbi83
Settiru nýja bremsuklossa en gamla diska?
Gerðist svipað hjá mér í vinnunni um daginn þá var ekkert mál að lofttæma og allt í góðu en svo þegar bíllinn var settur í gang ig hreyfður þá fór petallinn í gólfið.
Vandamálið þar var að bremsudiskurinn var orðinn misþykkur og lausnin var nýir diskar.