Síða 1 af 1

Hámarks felgubreidd á 38"

Posted: 05.maí 2012, 23:49
frá Pajero1
Hvað seigið þið félagar.
Er í lagi að setja 38" 15.50" breitt dekk á 17" breiða felgu ?
Þá eingöngu ætlað tilsumaraksturs ogaldrei með undir 10psi í þvi

Re: Hámarks felgubreidd á 38"

Posted: 06.maí 2012, 01:46
frá DABBI SIG
Sæll,
Það er í raun ekkert sem stoppar það að setja dekkið á þessa felgubreidd. Þetta er vissulega í það allra breiðasta sem svona dekk ætti að vera á og mun eflaust bæði líta út sem frekar "of breitt" undir bílnum sem og að dekkið mun líklega ekki slitna rétt, þ.e. munstrið, jafnvel gæti farið verr með hliðar en ég ætla ekki að fullyrða um það, þarf ekki að vera.
Hinsvegar veistu það að með aukinni felgubreidd eykst bæði álag á legur og annan búnað í bílnum svo þetta væri frekar mikill óþarfi og þá sérstaklega sem sumardekk.
Oftast eru menn að fara í töluvert breiðari felgur fyrir snjódekk til að auka flot og bæta það hvernig dekkið leggst í úrhleypingu en fyrir sumardekk þyrfti felgubreidd ekki að vera jafn mikil þar sem oftast er bara verið að mýkja dekkin en ekki hleypa umtalsvert úr.
Þetta myndi ég persónulega ekki kalla hentuga stærð fyrir sumardekk undir 38" breyttan bíl en þetta er kannski ætlað undir meira breyttan bíl til að láta það líta betur út að vera á minni dekkjum og þá hafa breiðari felgur?
Ef þú hefur ekki áhyggjur af legum eða öðrum slithlutum sem og eldsneytiseyðslu við þyngri felgur að snúa þá ætti þetta alveg að vera í lagi.

Re: Hámarks felgubreidd á 38"

Posted: 06.maí 2012, 01:58
frá Pajero1
Bíllinn er á 44" og 46" á veturna.
Felgurnar eru til og mér þykir óþarfi að kaupa nýjan gang af felgum undir bílinn ef ég get notað þessar :)

Re: Hámarks felgubreidd á 38"

Posted: 06.maí 2012, 09:33
frá jeepson
Er ekki sagt með austfirðingana að þeir etj 38" á 16" breiðar felgur?? Ég með 12" breiðar undir pattanum mínum og ætla skipta þeim út fyrir 14" breiðar. Svo á 16" breiðar sem eru ætlaðar fyrir 44".

Re: Hámarks felgubreidd á 38"

Posted: 06.maí 2012, 22:02
frá Izan
Sælir

16" felga er algeng hjá þeim sem eru að nota 44" vetrardekk. Það er hálfri tommu sverara en dekkið. Ég veit ekki hvar þolmörkin eru en ef þú kemur dekkinu uppá ertu í góðum málum. Dekkið slitnar asnalega en það er kannski ekki vandamálið þannig. Hinsvegar ættirðu að geta hleypt ansi duglega úr áður en dekkin byrja að krumpast.

16" felga fyrir 44" dekk er alltof grannt.

Kv Jón Garðar

Re: Hámarks felgubreidd á 38"

Posted: 06.maí 2012, 23:22
frá -Hjalti-
Izan wrote:Sælir

16" felga er algeng hjá þeim sem eru að nota 44" vetrardekk. Það er hálfri tommu sverara en dekkið. Ég veit ekki hvar þolmörkin eru en ef þú kemur dekkinu uppá ertu í góðum málum. Dekkið slitnar asnalega en það er kannski ekki vandamálið þannig. Hinsvegar ættirðu að geta hleypt ansi duglega úr áður en dekkin byrja að krumpast.

16" felga fyrir 44" dekk er alltof grannt.

Kv Jón Garðar

Þú meinar væntanlega 19" ?

Ég er sjálfur á 17" felgum og á 44" dc.
Ég hef aldrei fundið að mig vanti meira flot og breiðari felgur

Re: Hámarks felgubreidd á 38"

Posted: 07.maí 2012, 11:05
frá Eiður
16" eru held ég mjög nálægt hámarkinu fyrir 38 allavegna stendur felgubrúnin vel útfyrir dekkið.
mín skoðun er að besta lausnin er að versla 12-14" fyrir einhvern 25-40 kall (ef þú ert með japönsku 6gata) og hlífa þar með öllum bílnum og lækka eyðslu töluna

Re: Hámarks felgubreidd á 38"

Posted: 07.maí 2012, 11:23
frá ivar
Ég hef verið með 41" á 17" breiðum felgum og það er versta combo sem ég hef haft.
Var reglulega affelgunarvandamál og þegar það kom uppá þá var ekkert hægt að gera annað en að sprengja dekkið uppá.

Mæli ekki með að fara í of mikla breidd.

Re: Hámarks felgubreidd á 38"

Posted: 07.maí 2012, 14:31
frá jongud
Ég var með 38" dekk á 16" felgum á Ford Ranger, gekk vel.

Re: Hámarks felgubreidd á 38"

Posted: 07.maí 2012, 17:12
frá solemio
leist þér ekki á að skipta við mig á mínum felgum,eru 39.5 cm á breidd sem útlegst sem 15.5",
mig vantar nefnilega 17"breiðar felgur
kv.Siggi

Re: Hámarks felgubreidd á 38"

Posted: 07.maí 2012, 22:19
frá Izan
-Hjalti- wrote:
Izan wrote:Sælir

16" felga er algeng hjá þeim sem eru að nota 44" vetrardekk. Það er hálfri tommu sverara en dekkið. Ég veit ekki hvar þolmörkin eru en ef þú kemur dekkinu uppá ertu í góðum málum. Dekkið slitnar asnalega en það er kannski ekki vandamálið þannig. Hinsvegar ættirðu að geta hleypt ansi duglega úr áður en dekkin byrja að krumpast.

16" felga fyrir 44" dekk er alltof grannt.

Kv Jón Garðar

Þú meinar væntanlega 19" ?

Ég er sjálfur á 17" felgum og á 44" dc.
Ég hef aldrei fundið að mig vanti meira flot og breiðari felgur


Nibb.

Vandamálið byrjar nefninlega þegar maður getur alls ekki pikkað jafnhratt og maður hugsar, þá verður eitthvað sem vantar.

Ég var að reyna að segja að þeir sem nota 44" vetrardekk eru oft með 16"felgur með 38" sumardekkjum.

Ég hef prófað 35"dekk sama vetur á 8.5" felgum og svo á 13.5" felgum, sömu dekk og munurinn var meiri en að setja bílinn á 35" dekk af 31". Affelgunarvandamál eru allt annar hlutur og hægt að koma í veg fyrir það með öðrum hætti t.d. velja felgur sem eru með stórum eða soðnum kanti, sulla málm eða sandsalla í þykkt grunnlag o.s.frv. svo ég tali ekki um kantlæsingar. Dekk hafa svolítið misstór göt, eða virðast það allavega, og misgjörn þessvegna að fara af felgunni en þá er ekki við felguna að sakast.

Kv Jón Garðar

Re: Hámarks felgubreidd á 38"

Posted: 07.maí 2012, 23:01
frá Pajero1
Þetta er EINGÖNGU hugsað til sumaraksturs og þá nánast alltaf fullpumpað.
Varla hafið þið áhyggjur af affelgunum þá ?

Re: Hámarks felgubreidd á 38"

Posted: 08.maí 2012, 23:22
frá Burri
Er með gw.38 a 16 tommu breidum felgum. Thad sleppur alveg . Bara svoltid scerí á sumrin. Maður er hræddur um kantana ! Myndi fara i 15 tommu max ef eg væri að fara i felgupælingar