Síða 1 af 1
Græja þokkalegar græjur í hiluxinn
Posted: 04.maí 2012, 20:51
frá ellisnorra
Sælir.
Þið sem hafið vit á bílgræjum, mig langar til að fá þokkalegan hljóm í hiluxinn minn. Engar dúdndurgræjur bara flottan hljóm og þannig að hægt sé að hækka slatta og njóta góðra laga. Þetta er extra cab 91 og frammí undir mælaborðinu eru tveir litlir original hátalarar og afturí var ég að hugsa um að fórna geymsluhólfunum í hliðunum undir þetta, enda eiginlega eini mögulegi staðurinn fyrir hátalara, nema að smíða einhvern fjandan sem bara tekur allt of mikið pláss. Ég er orðinn þreyttur á að vera með gömlu aiwa heimagræju hátalarana mína :)
Einnig væri væntanlega flott að vera með pínulitla tweetera ofaná mælaborðinu eða í hurðastafnum hjá framrúðunni einhverstaðar.
Einhverjar hugmyndir? Góðir hátalarar, góð merki, hvað á að velja og hvar á að kaupa það? Mér er alveg sama þó það sé vefverslun í útlandinu, bara að verðið sé hagstætt og gæðin eins góð og hægt er. Einhverjir tíuþúsundkallar meiga fara í þetta, en ekki margir.
Re: Græja þokkalegar græjur í hiluxinn
Posted: 04.maí 2012, 21:06
frá Groddi
elliofur wrote:Sælir.
Þið sem hafið vit á bílgræjum, mig langar til að fá þokkalegan hljóm í hiluxinn minn. Engar dúdndurgræjur bara flottan hljóm og þannig að hægt sé að hækka slatta og njóta góðra laga. Þetta er extra cab 91 og frammí undir mælaborðinu eru tveir litlir original hátalarar og afturí var ég að hugsa um að fórna geymsluhólfunum í hliðunum undir þetta, enda eiginlega eini mögulegi staðurinn fyrir hátalara, nema að smíða einhvern fjandan sem bara tekur allt of mikið pláss. Ég er orðinn þreyttur á að vera með gömlu aiwa heimagræju hátalarana mína :)
Einnig væri væntanlega flott að vera með pínulitla tweetera ofaná mælaborðinu eða í hurðastafnum hjá framrúðunni einhverstaðar.
Einhverjar hugmyndir? Góðir hátalarar, góð merki, hvað á að velja og hvar á að kaupa það? Mér er alveg sama þó það sé vefverslun í útlandinu, bara að verðið sé hagstætt og gæðin eins góð og hægt er. Einhverjir tíuþúsundkallar meiga fara í þetta, en ekki margir.
Talaðu við Gumma í Nesradio, hann reddar þér... Hann er með Alpine, stendur alltaf fyrir sínu, svo er það JL líka gott... veit ekki hverjir eru það það merki þó..
Re: Græja þokkalegar græjur í hiluxinn
Posted: 04.maí 2012, 23:00
frá Svenni30
Sæll Elli. Ég hef verslað við audio.is hef fengið frábæra þjónustu þar. Settu þig bara í samband við þá og fáðu ráðleggingar
Re: Græja þokkalegar græjur í hiluxinn
Posted: 04.maí 2012, 23:08
frá draugsii
Ég get ekki annað en mælt með dls er með 6x9" í afturhurðunum tengda beint í spilara
og svo er ég með 6x9" kenwood í framhurðunum tengda í gegnum kraftmagnara
og dlsinn jarðar kenwoodinn þótt kenwoodinn sé skráður fleiri wött eða 220 á móti 120 í dls.
Aukaraf er eða var allavega að selja dls veit ekki hvernig staðan á því er í dag
Re: Græja þokkalegar græjur í hiluxinn
Posted: 04.maí 2012, 23:22
frá Hrannifox
Sæll núna er ég í sömupælingum og þú þar sem orginal útvarpið er frekar þreytt og hátalararnir sömuleiðis
Hef alltaf verslað svona græjudót hjá nesradíó alltaf fengið góða þjónustu og fínar græjur fyrir ekki svo
marga aura, það skiftir nú máli í dag.
Nema ég tími ekki að fórna geymsluhólfunum í hliðunum, fyndst alveg eðall að geyma oliu brúsan og f.l
smáhluti tengda þvi þar í.
ég hafði hugsað mér góða hátalara frammí í orginal stærð og skera skera úr innréttinguni afturi
við hliðiná hólfunum fyrir stærri hátölurum hafa þó snyrtimennskuna til fyrirmyndar.
ég á eftir að tala við þá niðri nesradíó fljótlega og fá þá góð ráð+ kosnað við vinnu og annað
vill hafa þetta topp vinnubrögð þó það kosti aðeins fleiri aura.
Re: Græja þokkalegar græjur í hiluxinn
Posted: 04.maí 2012, 23:47
frá StefánDal
Það er bassakeila undir hænsnabekknum öðru megin aftan í mínum x-cap. Þar er allavegana pláss. Svo langaði mig að smíða festingar fyrir hátalara efst í hornunum aftast.
Re: Græja þokkalegar græjur í hiluxinn
Posted: 05.maí 2012, 01:02
frá Hfsd037
Sæll, ég er með tweeterana við hurðarstafinn og mér finnst það skársti staðurinn til að geyma þá.
í mínum xtracap gamla voru 2 stk 6# orginal bassakeilur bakvið hliðarnar aftur í bílnum, checkaðu hvort þú sjáir tilbúinn göt fyrir 6" hátalar bakvið spjöldin, gæti komið sér vel fyrir hljómburðin, ef svo er þá þyrftirðu bara að redda þér hliðar úr ameríku týpu því þær eru með tilbúnum rillum..
að mínu mati er Alpine spilarinn með bestu hljómgæðin þótt ég sé sjálfur með Sony Xplod spilara.