Síða 1 af 1

Hreinsa ryðlit

Posted: 01.maí 2012, 09:14
frá RúnarA
Sælir
Kann einhver gott ráð til að hreinsa ryðtauma af lakki, t.d. ef lekið hefur ryð af toppgrind niður á lakkið á bílnum.
Kv. Rúnar

Re: Hreinsa ryðlit

Posted: 01.maí 2012, 10:00
frá Valdi 27
Einfaldast og fljótlegast er að massa ryðtauminn með einhverjum góðum massa.

http://poulsen.is/?category=154&item=240&v=item

Þetta er nokkuð góður massi í svoleiðis verkefni.

Kv Valdi

Re: Hreinsa ryðlit

Posted: 01.maí 2012, 15:17
frá Freyr
hvað með ryðolíu? Bara gisk út í bláinn..

Re: Hreinsa ryðlit

Posted: 01.maí 2012, 15:39
frá StefánDal
Sonax hardwax

Re: Hreinsa ryðlit

Posted: 02.maí 2012, 16:26
frá pattigamli
sýrutak sápa frá mjöll frigg,nokkrar mínútur og skolið vel með vatni ekkert nud og vesen.Frábært þar sem lakk er undir

Re: Hreinsa ryðlit

Posted: 02.maí 2012, 20:22
frá halli7
Ferð á næstu bensínstöð og kaupir efni sem heitir Sonax lakkhreinsir, það á að ná öllu svona og er ódýrt.

Image

Re: Hreinsa ryðlit

Posted: 02.maí 2012, 20:55
frá RúnarA
Takk fyrir góð ráð "ekkert nudd og vesen" hljómar vel.
Kv. Rúnar

Re: Hreinsa ryðlit

Posted: 03.maí 2012, 06:03
frá íbbi
lakkhreinsir og hardwax duga samt ekki á mjög fasta tauma, þá er það eiginlega bara massi

Re: Hreinsa ryðlit

Posted: 03.maí 2012, 09:21
frá jeepson
Það á að vera hægt að fá efni sem er ætlað í að leysa ryðtauma. Því miður man ég ekki hvað það heitir.

Re: Hreinsa ryðlit

Posted: 03.maí 2012, 19:19
frá andrijo
Sýruvask, sama efni og er notað á skipum til að hreynsa ryðtauma. Ég nota þetta á stigbrettin hjá mér og felgurnar og það verður eins og nýtt, bara blanda við vatn og lata liggja í góða stund og bursta svo vel með uppþvottabursta og skola vel.
Hef einnig notað þetta á lamir og aðra staði á boddyinu en þá bara vægari blöndu og svamp.
Fæst í n1 og fleiri stöðum