Síða 1 af 1

Hrossaskítur

Posted: 30.apr 2012, 13:54
frá Bokabill
Er það rétt sem maður heyrir, að ef farið er á hesti inn í Vatnajökulsþjóðgarð, þá þurfi að hreinsa upp hrossaskítinn eftir hann?

Re: Hrossaskítur

Posted: 30.apr 2012, 14:07
frá Polarbear
ætli það sé ekki hægt að fá hesta-bleyjur á skrifstofu Vatnajökulsþjóðgarðs?.....

Re: Hrossaskítur

Posted: 30.apr 2012, 17:39
frá Ofsi
Þetta er rétt hjá þér.

Re: Hrossaskítur

Posted: 30.apr 2012, 18:42
frá dazy crazy
hahahaha, þvílíkt rugl, er það þá þannig að ef maður sér skít eftir ref eða máv að maður eigi að taka hann upp annars verði maður samsekur dýrinu?

Re: Hrossaskítur

Posted: 30.apr 2012, 19:09
frá Járni
Nei, detti mér allar dauðar lýs og allt það.

En hvar kemur það fram?

Re: Hrossaskítur

Posted: 30.apr 2012, 19:42
frá jeepson
Hvaða rugl er þetta. Hesta skítur er fínn á burður. Er ekki hægt að segja að maður hafi borið á bara? ;)

Re: Hrossaskítur

Posted: 30.apr 2012, 20:08
frá steinarxe
ekki vera svona sló,hugsið ykkur göngumanninn sem af guðs náð gengur um landið sitt á 60000 króna meindl skónum sínum og í sakleysi sínu gengur framm á jafn ógeðslega og ónáttúrulega sjón og hestaskítsklessu,hvað þá að hann stígi í hana af slysförum.Mjög eðlileg tilskipun. Nei,án gríns þá er það bara þannig að síðasti vitleysingurinn er enn ekki fæddur.Það þarf bara að komast fyrir það afhverju þetta pakk kemst í sífellu í stjórnunarstörf.

Re: Hrossaskítur

Posted: 30.apr 2012, 20:18
frá armannd
en ef þessi ágæti göngumaður þarf að skíta á hann að setja í poka og hafa með sér efst í bakpokanum

Re: Hrossaskítur

Posted: 30.apr 2012, 20:31
frá steinarxe
ja,nei sennilega þykir það ekki ógeðslegt þó hann skíti á milli þúfna einhverstaðar,þeim finnst varla ógeðslegt að stíga í sama hlut og kemur útúr trantinum á þeim í hvert skipti sem þeir opna hann beint fyrir ofan blað sem svo er sent í eitthvað ráðuneyti í reykjavík.

Re: Hrossaskítur

Posted: 30.apr 2012, 21:26
frá Startarinn
Ég hef alltaf jafn gaman að því hvað menn eru orðheppnir á þessu spjalli, hehe

Re: Hrossaskítur

Posted: 30.apr 2012, 22:43
frá dazy crazy
jeepson wrote:Hvaða rugl er þetta. Hesta skítur er fínn á burður. Er ekki hægt að segja að maður hafi borið á bara? ;)


Finnur reyndar varla lélegri skít til áburðar ;)

http://www.fodurblandan.is/Article.aspx ... &ArtID=172

Þarna er tafla neðst og taka verður tillit til þurrefnisins.

Re: Hrossaskítur

Posted: 01.maí 2012, 00:49
frá Bokabill
Þjóðgarðurinn er ekki nema 13% af flatarmáli Íslands eða rúm 13 þús km2.
Og það er eins gott að hafa hundinn í bandi þegar í þjóðgarðinn er komið. Öll lausaganga hunda er bönnuð í Vatnajökulsþjóðgarði.

Re: Hrossaskítur

Posted: 01.maí 2012, 01:37
frá Stebbi
Járni wrote:Nei, detti mér allar dauðar lýs og allt það.


Ekki láta þær detta í Vatnajökulsþjóðgarði, það gæti verið vesen að finna þær aftur. Hugsanlega þyrfti að brenna svæðið sem þú gekkst á því þetta er fyrir innan sóttvarnargirðingu.

Re: Hrossaskítur

Posted: 01.maí 2012, 07:54
frá Járni
Haha