Síða 1 af 1

Hvar versla menn sér verkfæratöskur?

Posted: 27.apr 2012, 19:54
frá Hfsd037
Sælir, mig vantar góða verkfæratösku undir 28 lykla, 2x topplyklasett 4 hamra og nokkur skrúfjárn.
hvar hafa menn verið að versla sér góðar töskur fyrir samskonar magn af verkfærum?

Re: Hvar versla menn sér verkfæratöskur?

Posted: 27.apr 2012, 20:00
frá hobo
Ég hef notað svona tösku og líkaði vel.

Re: Hvar versla menn sér verkfæratöskur?

Posted: 28.apr 2012, 00:13
frá LFS
er með kraftwerk tosku fra logey mjog sattur hef fengið svolitið af þvi sem eg hef brotið endurgjaldslaust :)

Re: Hvar versla menn sér verkfæratöskur?

Posted: 28.apr 2012, 00:22
frá kolatogari
Ég fékk einhverntíman í jólagjöf helvíti góða tösku úr Byko, hún er 3 hæðum. kom öllum lyklunum mínum (tommu og MM) hömrum, skrúfjárnum, topplyklasettum (1/4", 3/8" og 1/2") fyrir í þessu. eini gallinn er að þetta er að verða svoldið þungt. kostaði einhvern 5000 kall.

Re: Hvar versla menn sér verkfæratöskur?

Posted: 28.apr 2012, 00:45
frá GeiriLC
bjótil mina tösku með lyklum og töngum ofl og er er með 1/4 3/8 og 1/2 tommu skröll i org kössum

Re: Hvar versla menn sér verkfæratöskur?

Posted: 28.apr 2012, 09:17
frá jongunnar
Það er hægt að kaupa töskur í Logey, Sindra, Landvélum, Fossberg og á fleiri stöðum ef þú villt svona járn hlunk þá er verðið allstaðar svipað og þær eru allar mjörg svipaðar. Eina taskan sem er frábrugðin er sú sem er frá Sindra þar eru lokin á efstu skúffunni tengt við hadföngin svo að þau opnast um leið og þú veltir töskunni til að opna hana. Sértu að spá í þetta til að vera með í bílnum þá fylgir leiðindar glamur því að vera með verkfæri í svona tösku.

Re: Hvar versla menn sér verkfæratöskur?

Posted: 28.apr 2012, 09:24
frá Oskar K
tekur Plötuvinna 103 í borgó og þá færðu frían kassa

Re: Hvar versla menn sér verkfæratöskur?

Posted: 28.apr 2012, 09:25
frá Oskar K
þarft reyndar að smíða hann sjálfur en þúveist

Re: Hvar versla menn sér verkfæratöskur?

Posted: 28.apr 2012, 10:25
frá birgthor
Ég er með stóra þykka tautösku, held hún heiti BIGMAX eða eitthvað álíka.

Ég er búinn að prófa vera með járn, plast og upprúllaða tösku. Þessi sem ég er með núna er mín uppáhalds, einmitt afþví að það heyrist ekkert í henni. Einnig fer hún ekki illa með neitt sem liggur utan í henni.

Þessar upprúlluðu töskur eru líka mjög þæginlegar, það er þessvegna hægt að hafa 2-3 svoleiðis.

Re: Hvar versla menn sér verkfæratöskur?

Posted: 28.apr 2012, 19:08
frá ivar
Ég var með svona stálkistu í mörg ár þar til ég sá ljósið...

Stál taskan endist og endist og endist og endist en leiðind glamur, skemmir út frá sér ef hún rekst í, ekkert svo gott að binda hana o.s.fv.

Er í dag með toptul sett frá sindra þar sem í er 1/2" og 1/4" sett ásamt lyklum og eh smálegu ásamt svo tau verkfæratösku (sem ég man ekkert hvar ég fékk, er bara venjuleg) undir tangir, hamar, bensli og annað þvíumlíkt.
Margfalt ánægðari með þetta setup.

Ef ég skipti einusinni enn og tími að setja í þetta pening hugsa ég að ég færi í 3x mismundandi skrall sett í mismunandi org kössu, tau tösku, fastlykla og tanga kassa (org sett frá eh) og hefði þessa 4 kassa og tau tösku í einum hammerplast plastkassa (eða eh betri kassa). Ekki alveg viss um að það komi betur út en þá er þetta allt miðlægt og maður þarf ekki alltaf að taka allt fram.

Ívar

Re: Hvar versla menn sér verkfæratöskur?

Posted: 28.apr 2012, 20:19
frá StefánDal
Ég er með verkfæraskáp á hjólum í skúrnum. Enda á ég willys...