Síða 1 af 1

djúpsteikingarfeiti

Posted: 25.apr 2012, 19:02
frá denni354
mig vantar hjálp er með mikið magn af djúpsteikingarfeiti og langar að keira gamla pajero á henni en hvernig blanda ég ?
djúpsteikingarfeiti + dísel hvernig er best að blanda þessu saman 50/50 % eða ?

kveðja denni

Re: djúpsteikingarfeiti

Posted: 25.apr 2012, 19:25
frá GeiriLC
ég hélt það væri nóg að hafa bar feiti með sma tvígengis olíu ca brusi á tank

Re: djúpsteikingarfeiti

Posted: 25.apr 2012, 20:11
frá Polarbear
það þarf að sía feitina vel en svo er hægt að keyra á henni eintómri þegar hún er orðin heit. það borgar sig lítið að blanda á tankinn. hafðu sér tank í þetta og skiptu yfir á feiti þegar bíllinn er orðinn heitur og ekki drepa á bílnum meðan hann gengur á feitinni, þá kemurðu honum ekki aftur í gang. s.s. drepa á og starta á dísel.... keyra á feiti.

best er að vera með slöngubút inní öðrum slöngubút sem settur er inná kælivatns-kerfi bílsins til að hita feitina með kælivatninu áður en þetta fer inná mótor.

ef þú ferð að blanda þessu á tankinn beint með dísel þá muntu lenda í veseni.

Re: djúpsteikingarfeiti

Posted: 25.apr 2012, 20:26
frá Startarinn
Þarft ekki tvígengisolíu, djúpsteikingarfeitin smyr nóg, félagi minn geði þetta þannig að hann setti um 15-20% steinolíu og 5-10% bensín, það svínvirkaði á dráttarvélina, jeppann og vörubílinn hjá honum, han setti svo ódýrari síur á eldsneytislögnina þar sem hann síaði feitina bara gegnum gamlan fatnað þegar hann var að blanda, svo síurnar fylltust fljótt
Hann blandaði þetta á 1000 ltr tank og dældi svo blöndunni á tækin

Ég mæli ekki með þessu fyrir menn sem eru alltaf með afgasið í andlitinu annað slagið eins og á traktora hjá bændum.
Félagi minn fitnaði talsvert á þeim tíma sem hann keyrði á feitinni
Lyktin sem ég fann af dráttarvélinni hjá honum var NÁKVÆMLEGA sú sama og þegar fitan af kjötinu rann ofan í kolin á grillinu uppí Skiptabakka helgina áður, ég varð strax svangur

Re: djúpsteikingarfeiti

Posted: 25.apr 2012, 22:59
frá cruser 90
sælir ég blanda þessu til helminga á cruiser 90 gengur fínt og ekkért vandamál

Re: djúpsteikingarfeiti

Posted: 25.apr 2012, 23:09
frá denni354
hvernig síar þú hana ?

Re: djúpsteikingarfeiti

Posted: 25.apr 2012, 23:19
frá cruser 90
sælir ég var með ónotaða olíju en er ekki nóg að nota bara grisju

Re: djúpsteikingarfeiti

Posted: 25.apr 2012, 23:45
frá stebbi83
hafa menn ekkert verið að sulla með notaða smurolíu?

Re: djúpsteikingarfeiti

Posted: 26.apr 2012, 01:12
frá Freyr
GeiriLC wrote:ég hélt það væri nóg að hafa bar feiti með sma tvígengis olíu ca brusi á tank


Brúsi af tvígengisolíu í tank er mikið. Þar fyrir utan en hún 100% óþörf, feitin er margfallt feitari heldur en diesel og smyr þ.a.l. miklu betur.

Re: djúpsteikingarfeiti

Posted: 26.apr 2012, 01:19
frá Freyr
stebbi83 wrote:hafa menn ekkert verið að sulla með notaða smurolíu?


Keyrði á kringum 80% notaðri smurolíu á móti um 20% steinolíu í tæpt ár á gömlum 5cyl bens. Notaði þessa blöndu m.a.s. yfir háveturinn þar sem frostið var niður undir -10°C í nokkrar vikur. En hann þurfti oft mikið start svo geymirinn varð að vera góður. Fann svo að segja engan mun á bílnum hvort hann var á þessu mixi eða bara diesel fyrir utan gangsetninguna, en þessi bíll var orðinn mjög lélegur og hrikalega máttlaus óháð eldsneytisgerð. Ég tók olíuna af hvernig vélum sem var og setti ósíaða beint á tankinn. Mæli samt ekki með þessu nema mönnum sé slétt sama um vélina.
Hinsvegar er hægt að setja olíuna gegnum skilvindu sem tekur mesta viðbjóðinn úr olíunni og þá verður þetta mun fýsilegri kostur.