cherokee ´94


Höfundur þráðar
fritz82
Innlegg: 125
Skráður: 25.apr 2012, 18:03
Fullt nafn: Friðrik Sigurðsson
Bíltegund: LC 60 38", 4,2 Diese
Staðsetning: Rvk

cherokee ´94

Postfrá fritz82 » 25.apr 2012, 18:10

Sælir, er með cherokee 1994 4 lítra vél.
Hann er að hita sig alveg í 100 - 106 gráður á celsíus en var sagt að eðlilegt væri um ca. 92.
Samt er nóg vatn,olía og rafmagnsviftur fara í gang líka en kælir sig samt ekki meir, næ honum í 101 á ferð en alveg upp í 106 - 110 í kyrrstöðu þó að vifta fari í gang og þó ég setji miðstöð á fuult og kaldasta, kólnar ekkert niður.

Veit ekki alveg hvað er í gangi, hann blæs heitu þegar ég stilli á það og allt virkar ok.

Dettur ykkur eitthvað í hug, með fyrirfram þökk :)


Virðingarfyllst Friðrik :)

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: cherokee ´94

Postfrá jeepson » 25.apr 2012, 18:13

Helduru að það sé nkkuð loft inná kerfinu. Ég lenti í þessum með svona cherokee sem að ég átti. Það var sett wisegrip töng á aðra hosuna inná miðstöðina og þá var hann til friðs. Alveg þangað til að ég komst að því. Og varð auðvitað fúll útí verkstæðið sem gerði það. Það var ný hedd pkn í honum og það virtist ekkert duga. Mér var sat að loft tæma. En það átti víst að vera voða erfitt var mér sagt. allavega náði ég aldrei að loft tæma almennilega.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


albertingi
Innlegg: 17
Skráður: 02.nóv 2010, 17:16
Fullt nafn: Albert Ingi Gunnarsson

Re: cherokee ´94

Postfrá albertingi » 25.apr 2012, 18:49

Ég lenti í þessu hjá mér. Ég er með Grand Cherokee árg 2000 og hann lét svona hjá mér. En hann blés bara köldu á miðstöðinni en eftir mikla leyt þá var vatnsdælan ónýt og náði ekki nægilegum þrýstingi. Ég keypti vatnsdælu á ljónstöðum og kostaði 9.000 þús og einnig hreynsaði ég vatnskassan og hann var fullur af skít. Bíllin gjörbreyttist hjá mér og hitamælirinn fer aldrei á miðju sama hvað gengur á. Kv Albert.


steinarxe
Innlegg: 195
Skráður: 09.mar 2010, 21:16
Fullt nafn: Steinar Amble Gíslason

Re: cherokee ´94

Postfrá steinarxe » 25.apr 2012, 19:32

Prófaðu að láta miðstöðina blása heitu á fullu virkar betur,gerir það allaveganna í patrol;)


steinarxe
Innlegg: 195
Skráður: 09.mar 2010, 21:16
Fullt nafn: Steinar Amble Gíslason

Re: cherokee ´94

Postfrá steinarxe » 25.apr 2012, 19:45

það getur líka hjálpað ef þú segir hvernig þetta gerðist,þ.e.s hvort allt var í lagi og síðan búmm í ólagi eða hvort þetta er búið að vera að ágerast í einhvern tíma. Ef þetta er búið að vera að ágerast ætla ég líka að skjóta á skítugan vatnskassa með lélegt flæði.Annars borgar sig sennilega líka að skoða vatnslásinn þótt þetta hljómi ekki beint eins og hann. Það einfaldasta sem ég myndi byrja á því að skoða.

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: cherokee ´94

Postfrá Kiddi » 25.apr 2012, 23:29

Þegar bíll ofhitnar er það versta sem maður gerir að stilla miðstöðina á kalt.
Með því að stilla miðstöðina á heitt gerir maður hana eiginlega að auka-vatnskassa, sem kælir vélina en skilar í leiðinni öllum hitanum inn í bíl... hehe.

Kælikerfi á bíl er undir þrýsting, mig minnir að í svona 4.0 Jeep sé hann um 14 pund. Suðumark vatns hækkar við aukinn þrýsting og sömuleiðis hækkar rétt blanda af frostlegi líka suðumarkið. Ég man ekki alveg töluna en þetta er hærra en þessar tölur sem þú nefnir.

Síðan eru alltaf góðar líkur á að mælirinn sýni ekki alveg nákvæmlega réttu töluna.

Á meðan það sýður ekki á honum, hitinn helst tiltölulega jafn, miðstöðin gerir það sem henni er sagt að gera o.s.frv. myndi ég ekkert vera að spá of mikið í þessu í þínum sporum.

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: cherokee ´94

Postfrá AgnarBen » 25.apr 2012, 23:49

Ég hef aldrei átt neinn bíl með vél sem gefur jafn mikinn hita frá sér og XJ-inn minn með þessari 4.0 lítra vél. Á fjöllum þá er hann fljótur að hita sig hærra en miðgildið á hitamælinum en þegar rafmagnsviftan kikkar inn þá jafnar hann sig aftur og það hefur bara einu sinni soðið á honum, það var hérna í bænum en þá var ég ný búinn að fá hann og líklega hefur verið loft inná honum og/eða of lítið vatn.

Segi það sama og Kiddi, ef það er ekki að sjóða á honum og allt virkar eðlilega þá myndi ég ekki gera of mikla rellu úr þessu. Kannski er vatnskassinn orðinn lélegur og/eða kælivatnið gamalt sem er ekki að hjálpa. Ef þú skiptir um kælivatn á honum þá skaltu vanda þig við að fylla á hann aftur, taka nokkrar umferðir í að starta á hann, kreista slöngur og fylla meira á. Það tekur smá tíma að lofttæma kerfið vel og ekki gleyma að tæma og fylla miðstöðvarslöngurnar líka.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: cherokee ´94

Postfrá jeepson » 25.apr 2012, 23:59

Er ekki málið að prufa að setja auka mælir á hann og sjá hvort að hann segi það sama og orginal mælirinn?
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 19 gestir