Reynslusögur um steinolíu óskast


Höfundur þráðar
RÞJ patrol
Innlegg: 28
Skráður: 08.maí 2010, 09:35
Fullt nafn: Reynir þór jónsson

Reynslusögur um steinolíu óskast

Postfrá RÞJ patrol » 09.maí 2010, 13:02

Sælir,, hefur eitthver reynslu á að keira eingongu á steinolíu ég er á patrol 2,8 skemmist vélin við þetta ?? Hvaða vélar þola þetta og hverjar ekki á mar að setja 2gengis 0líu með eða blanda með dísel ?? Edilega sendið svör kv RÞJ



User avatar

Alpinus
Innlegg: 221
Skráður: 01.feb 2010, 13:00
Fullt nafn: Hans Magnússon
Bíltegund: Lexus LX470

Re: Reynslusögur um steinolíu óskast

Postfrá Alpinus » 09.maí 2010, 13:21

Hér er ítarleg umræða um kosti og galla tvígengisolíu. Steinolíu veit ég ekkert um en vonandi kemur einhver reynsluboltinn hér með einhverja gullmola handa okkur hinum varðandi hana.
http://www.patrol4x4.com/forum/showthre ... ght=stroke


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Reynslusögur um steinolíu óskast

Postfrá Izan » 09.maí 2010, 18:37

Sæll

Ég veit til þess að menn hafa notða steinolíu á Patrol. Steinolían dregur aðeins úr afköstum bílsins og spurning hvort þér finnist Pattinn megi við því. Ég hef ekki prófað en myndi ekki hika eitt andartak ef ég hefði greitt aðgengi að slíkri vöru á skikkanlegu verði.

Steinolían er hinsvegar þannig að hún hefur ekki sömu eiginleika og hráolían til að smyrja t.d. olíuverkið o.s.frv. svo að þú verður að bæta einhverju slíku við. Tvígengisolíu, mótorolíu eða jafnvel sjálfskiptivökva. Mótorolían er ódýrust og gerir það sem þarf að gera og meira til.

Það er eitt í þessu sem þarf að hugsa um og það er að hráolía í dag er mun betur hreinsuð heldur en var áður og full ástæða til að bæta smurefnum út í hana af og til.

Kv Jón Garðar

User avatar

svavaroe
Innlegg: 88
Skráður: 07.feb 2010, 18:02
Fullt nafn: Svavar Örn
Bíltegund: MMC Pajero '08 35"

Re: Reynslusögur um steinolíu óskast

Postfrá svavaroe » 09.maí 2010, 18:52

Izan wrote:Sæll

Ég veit til þess að menn hafa notða steinolíu á Patrol. Steinolían dregur aðeins úr afköstum bílsins og spurning hvort þér finnist Pattinn megi við því. Ég hef ekki prófað en myndi ekki hika eitt andartak ef ég hefði greitt aðgengi að slíkri vöru á skikkanlegu verði.

Steinolían er hinsvegar þannig að hún hefur ekki sömu eiginleika og hráolían til að smyrja t.d. olíuverkið o.s.frv. svo að þú verður að bæta einhverju slíku við. Tvígengisolíu, mótorolíu eða jafnvel sjálfskiptivökva. Mótorolían er ódýrust og gerir það sem þarf að gera og meira til.

Það er eitt í þessu sem þarf að hugsa um og það er að hráolía í dag er mun betur hreinsuð heldur en var áður og full ástæða til að bæta smurefnum út í hana af og til.

Kv Jón Garðar


hráolían hér á landi uppfyllir EN590 staðalinn. Og inniheldur því öll smur/bætiefni sem til þarf.
En svo má auðvitað setja Prolong, Militec eða önnur bætiefni af vild.
----------------------------------------------------------------------
Mitsubishi Pajero '08 35"
----------------------------------------------------------------------


Höfundur þráðar
RÞJ patrol
Innlegg: 28
Skráður: 08.maí 2010, 09:35
Fullt nafn: Reynir þór jónsson

Re: Reynslusögur um steinolíu óskast

Postfrá RÞJ patrol » 09.maí 2010, 20:55

Takk fyrir þetta jón Garðar hvað myndiru setja mikið magn af olíu með ?. steinolía er seld á shell í árbæ kv RÞJ


Ingólfur
Innlegg: 59
Skráður: 03.maí 2010, 10:37
Fullt nafn: Ingólfur Vilhelmsson

Re: Reynslusögur um steinolíu óskast

Postfrá Ingólfur » 09.maí 2010, 21:23

Sælir strákar.
ég á L-200 98 árgerð 38".. með 2,5 dísel. Og hef keyrt hann á steinolíu í ca ár. Set í tankinn ca 1/2 liter af motorolíu (oftast) þegar ég fylli.
Hef ekki fundið neinn marktækan mun á vinnslu.


s.f
Innlegg: 308
Skráður: 08.feb 2010, 20:50
Fullt nafn: steinþór friðriksson

Re: Reynslusögur um steinolíu óskast

Postfrá s.f » 09.maí 2010, 23:24

hvað kostar líterinn af steinolíu

User avatar

svavaroe
Innlegg: 88
Skráður: 07.feb 2010, 18:02
Fullt nafn: Svavar Örn
Bíltegund: MMC Pajero '08 35"

Re: Reynslusögur um steinolíu óskast

Postfrá svavaroe » 09.maí 2010, 23:51

147kr seinast þegar ég keypti hjá N1.
Annars rokkar hún frá 144 uppí 147kr seinstu mánuði.
----------------------------------------------------------------------
Mitsubishi Pajero '08 35"
----------------------------------------------------------------------


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Reynslusögur um steinolíu óskast

Postfrá Izan » 10.maí 2010, 09:47

svavaroe wrote:
Izan wrote:Sæll

Ég veit til þess að menn hafa notða steinolíu á Patrol. Steinolían dregur aðeins úr afköstum bílsins og spurning hvort þér finnist Pattinn megi við því. Ég hef ekki prófað en myndi ekki hika eitt andartak ef ég hefði greitt aðgengi að slíkri vöru á skikkanlegu verði.

Steinolían er hinsvegar þannig að hún hefur ekki sömu eiginleika og hráolían til að smyrja t.d. olíuverkið o.s.frv. svo að þú verður að bæta einhverju slíku við. Tvígengisolíu, mótorolíu eða jafnvel sjálfskiptivökva. Mótorolían er ódýrust og gerir það sem þarf að gera og meira til.

Það er eitt í þessu sem þarf að hugsa um og það er að hráolía í dag er mun betur hreinsuð heldur en var áður og full ástæða til að bæta smurefnum út í hana af og til.

Kv Jón Garðar


hráolían hér á landi uppfyllir EN590 staðalinn. Og inniheldur því öll smur/bætiefni sem til þarf.
En svo má auðvitað setja Prolong, Militec eða önnur bætiefni af vild.



Mér er alveg sama um staðla. Staðreyndir skipta mig miklu meira máli.

Ég myndi nota hráolíu með steinolíu 50/50 eða jafnvel eitthvað meira af steinolíu. Ég veit ekkert um hvað mikið þarf að setja af mótorolíu með. Tvígengisolía er notuð 1/40 svo að þá ætti að þurfa 2 lítra í venjulegan jeppatank fullan af steinolíu. 50/50 blandað steinolía/hráolía myndi 1 líter sjálfsagt duga en kanski gerir ekkert til að setja pínulítið meira en er steinolía er bara notuð myndi ég setja heldur ríflega t.d. 3-4 lítra. Það gerir þessum grútarbrennurum ekkert til, engvir pústskynjarar að sóta eða neitt í þeim dúr.

Það er kannski vafasamt að fara í þessa hluti nema fylgjast vel með mótornum t.d. með afgashitamæli. Svoleiðis uppfinning getur sagt þér talsvert mikið um ástand vélarinnar og hvort þú sért að ofgera henni.

Kv Jón Garðar


HHafdal
Innlegg: 128
Skráður: 18.mar 2010, 10:52
Fullt nafn: Halldór Hafdal Halldórsson
Staðsetning: Vatnsleysuströnd

Re: Reynslusögur um steinolíu óskast

Postfrá HHafdal » 10.maí 2010, 11:20

Sparnaðurinn er nú farinn fyrir lítið með 3-4ltr smurolíu á 1000kr líterinn
ég er með musso og er að keyra á steinolíu og bæti 1/2 ltr smurolíu á tankinn en er alveg að kaupa þetta með tvígengisolíuna að hún blandist betur mussoinn er að eyða 1/2 líter meira og aðeins minni vinnsla. ég tek sénsin á þessu enda með gamla og slitna vél
ég er reyndar búinn að eyðileggja dísur í Landrover á steinolíu var þá að blanda steinolíu og diesel saman og stundum bara dry steinolía en aldrei smurefni með það endaði í nokkuð mörgum þúsundköllum spíssar í LR eru ekki gefnir. Það var góður linkur hér á spjallinu um steinolíu á Bens mjög fróðlegt að lesa það sem þar er.


himnariki
Innlegg: 27
Skráður: 01.mar 2010, 18:58
Fullt nafn: Þórður Aðalsteinsson

Re: Reynslusögur um steinolíu óskast

Postfrá himnariki » 10.maí 2010, 14:40

Leó M. Jónsson hefur fjallað um þetta á vefsíðu sinni, hér er slóð í umfjöllun um steinolíu - eða Jet A-1 sem hann segir með betri smureiginleika en venjuleg diesel olía.

http://www.leoemm.com/brotajarn32.htm

mbk, ÞA


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur